Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.04.2009, Qupperneq 14

Fjarðarpósturinn - 22.04.2009, Qupperneq 14
14 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 22. apríl 2009 Vornámskeið - fjögur skipti • 4-5 ára í barnadans • 6-7 ára í barnaballett • Hipp hopp fyrir 11-14 ára Vortónleikar Kvennakórs Hafn ar fjarðar, Vortónar, verða haldn ir þriðjudaginn 28. apríl kl. 20 í Hásölum, safnaðar - heimili Hafnarfjarðarkirkju. Dag skráin er einstaklega fjöl - breytt að þessu sinni og má þar m.a. nefna nýtt verk, Stökur, eftir Hildigunni Rúnarsdóttur við ljóð Lilju Sólveigar Kristjáns dóttir. Það var Tón - verkasjóður Gígjunnar sem fékk Hildigunni til að semja verkið. Kórinn syngur um vorið og birtuna, lagavalið kemur úr hinum ýmsu áttum, íslenskar og erlendar vorvísur, madri - galar, kirkjuleg verk og söng - leikjalög svo eitthvað sé nefnt. Það munu því allir finna eitt - hvað við sitt hæfi. Stjórnandi Kvennakórs Hafn - ar fjarðar er Erna Guðmunds - dóttir. Píanóleikari er Antonia Hevesi. Að auki söng kórinn á Hrafn - istu í gær og syngur á Sólvangi á sunnudag en þetta er í annað sinn sem kórinn syngur til eldri borgara bæjarins á þennan hátt. Að sögn Ernu kórstjóra er mjög góður andi í kórnum sem telur um 40 konur. Þær mæta gríðar - lega vel og árangurinn stendur ekki á sér. Kórinn tekur svo þátt í kórastefnu í Mývatnssveit 4.- 9. júní og mun æfa nýtt pró - gram auk þess að flytja eigin lög. Miðar eru seldir við inn - ganginn og hjá kórkonum. Kvennakór Hafnarfjarðar syngur um vorið og birtuna Tónleikar í Hásölum þriðjudaginn 28. apríl Frá æfingu kórsins á mánudaginn í Hásölum. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Upplýsingar og skráning: www.listdansskoli.is og sími 894 0577 F ja rð a rp ó s tu ri n n 0 9 0 4 – © H ö n n u n a rh ú s ið e h f. Það virðast vera einkenni á gömlum „kommúnistum“ að þurfa að vera á móti öllu sem tengist öryggisgæslu. Þetta kemur meðal annars fram í viðbrögðum forustumanna vinstri grænna sem mér virð ist að séu meira „grænir“ heldur en vinstri þegar vel er að gáð. Þetta virðist því torskildara þegar það er tengt við fyrr - um stuðning þessara aðila við ógnarveldið Sovét ríkin þar sem virðing við mannhelgi og frelsi var að engu haft. Í nútímanum er öryggi okkar ekki lengur ógnað af „komm - ún istum“ eða öðrum pólitískum öflum. Örygginu er ógnað fyrst og fremst af alls konar öfga - sinn uðum samtökum og glæpa - gengjum. Gagnrýni á viðleitni fyrrum dómsmálaráðherra og ráðu neytis hans til þess að tryggja öryggi borgarana með því að koma á fót stofnun sem fæst við þetta verkefni ein - göngu er ekki hægt að skilja sem raunhæfa nema í ljósi þess að þessir gagnrýnendur vilji að við höfum ekkert viðnám við þessum öfgaöflum. Það liggur við að maður efist um að þessir aðilar séu með öllum mjalla. Eins og ég hef áður bent á í greinum mín - um þá er okkur nauð - syn á að efla örygg is - gæslu okkar með því að styrkja lögregluna, og sérsveit hennar og eins og fyrrum dóms - málaráðherra hafði gert tillögur um, með því að koma okkur upp sérstakri stofnun sem sérhæfir sig í öryggis - gæslu. Hvað gagnrýnendum þessarra tillagna gengur til er vandséð að höndla. Mér sýnist að þar sé fyrst og fremst um að kenna heift í garð fyrrverandi dómsmálaráðherra, eða ef ekki er svo, hrein og bein heimska. Ég skora því á alla þá sem nú sitja á Alþingi að styðja þessar tillögur og hafa í huga öryggi þjóðarinnar en ekki gamlar pólitískar kreddur. Við lifum í nútímanum. Fortíðin er dauð. Framtíðin er ótrygg. Höfundur er f.v. flugumferðarstjóri. Þróun öryggisgæslu Taugaveiklunarviðbrögð naívista Hermann Þórðarson Við erum eins og við viljum vera. Hvort sem að við erum meðvituð um það eða ekki þá langar okkur ekki öllum að líða vel. Flest okkar viljum við vera í drullupollinum sem við erum í. Erum við ekki flest eða öll að upplifa tilfinningar eins og reiði, biturð, afbrýðisemi, gagnrýni, dóma, kvíða og ótta? Eða það sem við í Rope Yoga köllum sjálfs vorkunn. Við teljum okkur trú um að við viljum lifa betra lífi en þegar á reynir þá erum við ekki tilbúin til þess að sleppa þessu hugarfari sem er mjög ríkj andi í lífi okkar eða breyta matarvenjum okkar og lífs - háttum. Vitandi að þetta þarf til þess að öðlast betra líf. Nærumst við á sjúk„dómum“? Það er algengt að einstakling - ar nærast á sjúkdómum sínum, veik indum og eymslum. Þeim finnst fátt skemmtilegra en að segja frá því og líður best í sinni eigin vorkunn og væli. Það hefur ekkert með sjúkdóma að gera hvort að við erum sjúklingar eða ekki. Þeir sem upplifa sig sem sjúklinga hafa gert sig að fórnar - lömbum, tekið á sig sjúk„dóm - inn“ og næra það ástand. Allt sem við veitum at hygli að vex og dafnar. Matur er besta lyfið Matur og hvernig við nærum okkur hefur mikil áhrif á heilsu okkar og getur skipt sköpum hvort að við lifum eða deyjum. Matur er öflugasta lyfið sem við getum notað til þess að borða okkur annað hvort til heilbrigði eða til óbóta og jafnvel til dauða. Þetta er svo skýrt, en hver er tilbúinn að opna augun núna og vera breytingin sem til þarf til að lifa góðu lífi? Við höfum alltaf val Einstaklingar með banvæna sjúkdóma eins og krabbamein hafa gert breytingar á sínu lífi og gjörbreytt mataræði sínu með stuðningi fjölskyldu og vina í umhverfi þar sem þeir fá stuðn - ing og kennslu í heilsulind. Fram koma miklar og mælan - leg ar breytinar eins og minnk - andi æxli og betri líðan. Þegar þessir einstaklingar koma síðan heim til sín eru eingöngu 2% af þeim sem eru tilbúnir til þess að halda áfram og tileinka sér þennan lífsstíl. Hvað segir þetta okkur? Viljum við í raun vera heilbrigð? Við höfum alltaf val. Elskum okkur og treystum Líkami og hugur eru ein heild. Þjáning líkamans er þjáning hugans. Ef viljum ná líkam - legum bata þá verðum við að byrja á því að elska okkur og treysta. Um leið og það kemur jafn vægi á hugann þá kemur jafnvægi í líkamann. Þegar við elskum okkur erum við tilbúin og veljum hreinan og náttúru - legan mat og nýtum næringar - efnin betur. Verum hamingjusöm Að vera í góðu formi hefur ekkert með góða heilsu að gera. Ef við viljum njóta lífsins, vera hamingjumsöm og í ást þá komumst við ekki hjá því að næra og rækta líkama, huga, sál og tilfinningar. Leyfum okkur að elska og leyfum okkur að vera elskuð. Ef að við erum ekki tilbúin til þess að elska okkur þá getum við í það minnsta byrjað á að vera vinir okkar. Höfundarnir eru rope yoga kennarar hjá elin.is Elín Sigurðardóttir Margrét Ýr Einarsdóttir Heilsuþáttur í boði Fjarðarpóstsins og Elin.is Vilt þú í raun betra líf? Vegna framkvæmda við dælustöð fer nú allt skolp beint í höfnina og dregur fugla að sér við útrásir. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Mávager Ef þú vilt að auglýsingin þín sé lesin? Auglýsingasími Fjarðarpóstsins: 565 3066

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.