Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.04.2009, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 30.04.2009, Blaðsíða 6
www.fjardarposturinn.is 7Fimmtudagur 30. apríl 20096 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 30. apríl 2009 Ávarp verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði á 1. maí 2009 Verkalýðsfélagið Hlíf Sjómannafélag Hafnarfjarðar Starfsmannafélag Hafnarfjarðar - Lúðrasveit - Kröfuganga - Ræðuhöld - Skemmtiatriði - Kaffihlaðborð - Dagskrá 1. maí hátíðarhaldanna í Hafnarfirði 2009 Kl. 13.30 Safnast saman fyrir utan Ráðhús Hafnarfjarðar Kl. 14.00 Kröfuganga leggur af stað Gengið verður upp Reykjavíkurveg, Hverfisgötu, Smyrlahraun, Arnarhraun, Sléttahraun og að Flatahrauni 3. Kl. 14.30 Hátíðarfundur hefst í Hraunseli, Flatahrauni 3 Athugið, húsið ekki opnað fyrr en kröfugangan kemur. Fundarstjóri: Jóhanna M. Fleckenstein Ávarp dagsins: Karl Rúnar Þórsson varaformaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar Ræða: Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ Skemmtiatriði: Hundur í óskilum Kaffihlaðborð í boði stéttarfélaganna að fundi loknum Fj ar ða rp ós tu rin n 09 04 – © H ön nu na rh ús ið e hf . Félögin leggja áherslu á: Launafólk Tökum höndum saman, sláum skjaldborg um fjölskyldur okkar og heimili, lífskjör og réttindi • að ríki og sveitafélög dragi ekki úr framkvæmdum • að sköpuð verði störf fyrir alla • að tekið verði á skuldavanda heimilanna • að komið verði í veg fyrir að heimilunum blæði út • að látið verði af okurvaxta - starfseminni • að verðtrygging lána verði afnumin • að lífeyrisréttindi allra launþega verði jöfnuð • að tekin verði upp evra Það eru erfiðir tímar - það er atvinnuþref Þessar ljóðlínur úr Maístjörnu Halldórs Laxness á vel við um ástandið á Íslandi í dag, þótt þær hafi verið ortar á fjórða áratug síðustu aldar. Já það eru vissulega erfiðir tímar og atvinnuhorfur ekki góðar. Atvinnuleysi hefur aukist gríðarlega á örfáum mánuðum og bend - ir allt til þess að það aukist enn frekar. Samfélag okkar þolir ekki svo mikið og viðvarandi atvinnuleysi til langs tíma. Sú græðgisvæðing sem hófst í kjölfar framsals kvótans, einka væð - ingar bankanna og annarra ríkisfyrirtækja hefur leitt íslenskt þjóð - félag í þær ógöngur sem það er nú í. Íslenskir bankar í samstarfi við útrásarvíkinga hófu að spila Mattador með íslenskt fjármagn og fyrirtæki fengu í skjóli stjórnvalda og sofandi Alþingis að taka að veði framtíðar áform íslensks launafólks og atvinnulífs um mann sæmandi afkomu næstu árin. Það sér hvergi nærri fyrir end - ann á afleið ingum þessarar misheppnuðu einkavæðingar stefnu. Og eins og alltaf ber launafólk þyngstu byrðarnar. Sú stefna sem ráðið hefur ríkjum á Íslandi undangengna áratugi hefur beðið skipbrot. Verkalýðshreyfingin varaði við því lengi að illa gæti farið. Samt hvarflaði ekki að nokkrum manni að skipbrotið yrði svo afgerandi – svo algjört. Við vöruðum við því að ríki og sveitafélög ykju á þensl una með því að setja af stað dýrar framkvæmdir á þenslu - tímum. Í slíkar framkvæmdir ætti að ráðast á samdráttartímum. Svo virðist sem hið opinbera ætli að halda sig við sama gamla heygarðshornið. Nú þegar samdráttur er meiri en nokkru sinni áður þá draga ríki og sveitafélög úr öllum sínum framkvæmdum og halda að sér höndum. Þvílíkur öfugsnúningur og stjórnleysi. ÞAÐ VANTAR VINNU NÚNA. Framundan er gríðarlega umfangsmikið endurreisnarstarf íslensks samfélags. Það verður krefjandi og mun taka mörg ár og kosta miklar fórnir. Það þarf að byggja upp á nýtt, og núna skal byggja á bjargi, ekki sandi. Eitt skiptir þó mestu. Það þarf að skapa ný atvinnu tækifæri í stað þeirra sem hafa glatast. Það þarf að skoða alla kosti, einskis má láta ófreist að til að koma hjólum atvinnu - lífsins í gang. Um leið og unnið er að uppbyggingu atvinnulífsins, verður að huga að þeim sem misst hafa vinnuna og huga að fjöl skyld unum í landinu. Það verður að tryggja að sam dráttur í tekjum heimilanna leiði ekki til aukinnar misskiptingar. Það verður að sjá til þess að atvinnuleysið bitni ekki á mögu leikum fólks og fjölskyldum þeirra til heilbrigðrar þátttöku í félags-, íþrótta- og tónlistarstarfi. Þess vegna er mikilvægt að hafa vakandi auga með ástandinu og líðan fjölskyld unn ar, svo hægt verði að grípa inn í ef vart verður hættu - merkja. Meðan á uppbyggingarstarfinu stendur er mikilvægt að gripið verði til víðtækra og raunhæfra aðgerða til að bjarga heimilunum í landinu. Það er ekki í boði lengur að heimilin verði áfram fórnar - lömb, verðtryggingar, okurvaxta, gengis sveiflna og aðgangshörku banka og lánastofnana gagnvart skuldsettum heimilum. Á sama tíma þurfa þessi sömu heimili í mörgum tilvikum að glíma við samdrátt í tekjum og atvinnumissi. Undanfarið hafa verið kynnt til sögunnar ýmis úrræði til að draga úr hættunni á því að fjölskyldur missi eignir sínar, eða gera þeim mögulegt að búa áfram í íbúðum sínum, jafnvel þótt þær missi formlega yfirráð yfir þeim vegna greiðslu þrots. Þetta er allt góðra gjalda vert og spor í rétta átt. En það þarf miklu meira að koma til. Vandinn er ekki bundinn við lítinn hóp skuldsettra heimila. Hann er miklu umfangs meiri en svo. Óvenjulegar aðstæður kalla á óvenjulegar aðgerðir. Á þessum erfiðu tímum verður íslenska þjóðin að fjalla um – fordómalaust og af yfirvegun – hvort mögulegt er að taka upp sterk ari gjaldmiðil en íslensku krónuna. Aðild að Evrópu - samband inu er líka mikilvægt mál sem þjóðin verður að ræða og taka afstöðu til án fyrirframgefinnar niðurstöðu. Fara þarf í samningaviðræður, fá uppá yfirborðið kostina og gallana. Að þeim loknum höfum við forsendur til þess að taka ákvörðun um inn göngu í ESB. Þá ákvörðun tökum við, fólkið í landinu, í þjóðar atkvæða greiðslu. Það er lýðræði. Hafnfirskt launafólk! Stjórnvöld hefðu betur hlustað á varnaðarorð og sjónarmið samtaka launafólks á undangengnum árum. Það er nauðsynlegt að halda því til haga þótt að það leysi ekki þann mikla vanda sem við blasir. Samtök launafólks krefjast þess að öðruvísi verði farið að í komandi framtíð. Uppbyggingar starfið verður ekki unnið nema með víðtækri sátt og í samráði við okkur, FÓLKIÐ Í LANDINU. Þrátt fyrir erfiða stöðu, verðum við að horfa fram á veginn, vera jákvæð, uppbyggjandi í orði og gjörðum og umfram allt ekki tapa gleðinni í hjörtum okkar. Þrátt fyrir allt eru mikil sóknarfæri sem við eigum að nýta okkur. Gildismatið hefur breyst. Þess vegna er styrkur verkalýðshreyfingarinnar aldrei mikilvægari en nú. Síðasta erindi Maístjörnunnar á því vel við í dag – jafnvel enn betur en oft áður. En í kvöld lýkur vetri sérhvers vinnandi manns og á morgun skín maísól það er maísólin hans það er maísólin okkar, okkar einingarbands, fyrir þér ber ég fána þessa framtíðarlands.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.