Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.04.2009, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 30.04.2009, Blaðsíða 8
Oftsinnis hafa bæjarbúar kvart að yfir ófullkomnum fund ar gerðum ráða og nefnda bæj arins. Í þær vantar oft upplýsingar um hvað sé verið að samþykkja og gjarnan er vísað í gögn sem ekki eru aðgengileg. Nýjasta fundargerð framkvæmdaráðs er gott dæmi. Þar samþykkir framkvæmdaráð í 1. lið tillöguna en hvergi er minnst á tillögu, aðeins að lagt hafi verið fram minnisblað garðyrkjustjóra og af fyrirsögn má ætla að minnisblaðið hafi verið um Víðistaði, trjálund. Í 2. lið tekur ráðið undir bókun skipulags- og bygg - ingar ráðs frá 24. mars sl. en í fundargerð frá þeim degi er bókunin skilmerkilega fram - sett. Í nútíma tölvuvæðingu mætti ætla að hægt væri að tengja í viðkomandi gögn og minnisblöð svo bæjarbúar gætu betur fylgst með því sem fram fer. 8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 30. apríl 2009 auglysingar@fjardarposturinn.is Auglýsingasími: 565 3066 Haldlitlar fundargerðir Lítið gagn af fundargerðum ef samþykktir vantar Heilsuhús fyrir hunda og ketti, er nýjung á Íslandi. Nínó, heilsu hús var opnað sl. laugar - dag að Reykjavíkurvegi 68. Eigendur eru þau María Þor - varðardóttir og Héðinn Gilsson og segir María að þau leitist við að bjóða upp á vörur sem eru hollar og góðar fyrir gæludýrin og geta þannig fyrirbyggt ýmsa sjúkdóma gæludýra og komið í veg fyrir aukinn kostnað eig - end anna. „Við bjóðum upp á fóður frá Happy Dog og Happy Cat, en framleiðandi þess fóðurs er einn elsti fóðurframleiðandi í heimi og hefur verið starfandi í yfir 250 ár,“ segir María. „Einn ig bjóðum við upp á fóð - ur frá Belcando en báðar þessar fóðurtegundir eru þýskar og framleiddar undir strangasta gæðaeftirliti sem völ er á. Við munum leggja okkur fram við að bjóða þetta hágæðafóður á mjög góðu verði.“ Ýmsar aðrar vörur eru á boðstólunum í Nínó s.s. ólar frá Red Dingo og Hurtta, hlífðar - fatnaður fyrir hunda og fólk frá Hurtta og sjampó frá Green - fields. Á staðnum er einnig snakk bar þar sem selt er eftir vigt og smakkbar þar sem gælu dýrin fá að smakka það sem í boði er. Opið er mánudaga til föstu - daga kl. 11 til 18.30 og kl. 10 til 13 á laugardögum. Heilsuhús fyrir hunda og ketti Ný verslun opnuð í Hafnarfirði Eigendurnir María Þorvarðardóttir og Héðinn Gilsson t.h. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n María við nammibarinn L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Bikarmeistaramót Íslands í sundi var haldið í sundlauginni Vatnaveröld í Reykjanesbæ um helgina. Mótið er liðakeppni sundfélaga þar sem reiknuð eru saman stig fyrir hvert sund sam kvæmt stigatöflu Alþjóða - sundsambandsins. Sundfélög þurfa að beita ákveðni tækni við að raða í sundgreinar því að mestu skiptir að fá sem flest stig enn ekki endilega að vinna sem flestar greinar. Karlalið Sundfélags Hafnar - fjarðar sigraði í spennandi keppni og hlaut 15.037 stig en Ægir varð í öðru sæti með 14.630 stig. Kvenna lið SH varð hins vegar í 6. sæti í kvenna flokki með 12.464 stig. Undirbúningur SH liðsins skilaði sér vel og voru SH sundmennirnir í fyrsta sæti í öllum skriðsundsgreinunum. Sigurður Friðrik Kristjánsson bætti sig mest en hann synti 200 m flugsund á 2.21,87 mín bætti sig um 3,29%. Einnig bætti Bragi Þorsteinsson sig vel í 100 m bringusundi, Njáll Þrastarson í 200 og 400 m skrið sundi, Björgvin Guð - mund ur Björgvinsson í 400 m fjórsundi og Orri Freyr Guð - munds son í 100 og 200 m skrið sundi. Aðrir sem höluðu mörg stig inn fyrir félagið voru Mladen Tepavcevic, Sindri Snævar Friðriksson, Konráð Hrafn kelsson, Magnús Kár Ótt arsson, Kolbeinn Hrafn - kelsson, Árni Guðnason, Egill Valur Hafsteinsson og yngsti liðsmaðurinn, Aron Örn Ste f - áns son. Eftir mótið voru þrír sund - menn úr SH valdir til að keppa á Smáþjóðaleikan, þau Bragi Þorsteinsson (21), Ingibjörg Kristín Jónsdóttir (16) og Hrafnhildur Lúthersdóttir (17) en hún hefur einnig unnið sér rétt til að keppa á heims meist - aramótinu í sundi. SH bikarmeistarar karla í sundi Þrír sundmenn úr SH valdir til að synda á Smáþjóðaleikunum Bikarmeistarar Sundfélags Hafnarfjarðar kampakátir. Bruggari handtekinn Sl. föstudag gerðu rann - sókn ar lögreglumenn í Hafn - ar firði, húsleit í íbúð í austur - hluta bæjarins. Var grunur um að þar væri framleiddur og seldur landi. Þegar lögreglan kom á staðinn var landafram - leiðsla í fullum gangi í íbúð - inni. Var lagt hald á töluvert magn af tilbúnum landa auk tækja til framleiðslunnar. Karl maður á fertugsaldri, sem býr í íbúðinni, var hand - tekinn og yfirheyrður.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.