Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.04.2009, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 30.04.2009, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 30. apríl 2009 Eldsneytisverð 29. apríl 2009 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 152,3 158,1 Atlantsolía, Suðurhö. 151,8 157,8 Orkan, Óseyrarbraut 151,6 157,6 ÓB, Fjarðarkaup 151,7 157,7 ÓB, Melabraut 152,3 158,1 ÓB, Suðurhellu 152,3 158,1 Skeljungur, Rvk.vegi 153,8 159,6 Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð um olíufélaganna. Að auki getur verið í boði sérafsláttur. 16 m² herbergi við Suðurgötu í Hf. til leigu á 40 þús. kr. Aðgang - ur að baðherb. og þvottavél. Uppl. í s. 897 1316 eftir kl. 18. 2-3 herbergja kjallaraíbúð (83m²) í Norðurbænum til leigu. Innifalið rafmagn, sameign, uppþvottavél og ísskápur. Laus frá 4 maí. Upplýsingar s. 660 8840. 2-3ja herb. íbúð m/ bílageymslu á Eskivöllum til leigu. Verð kr. 80 þ. á mán. Uppl. í s. 893 3249. Skrifstofuherbergi, 20 m² + sameign til leigu á besta stað við Bæjarhraun. Lyftuhús. Uppl. í s. 696 5310. Óska eftir íbúð á Lækjaskóla - svæðinu 60 m² og uppúr. Skilvísum greiðslum heitið og fyrirframgreiðslu. Endilega hafið samband í síma 821 6111. Óska eftir 3-4 herb. íbúð frá 1. ágúst eða síðar. Verðhugmynd 85-90 þús. kr. á mánuði. Uppl. í s. 896 3163. Til sölu sumardekk. 4 stk. 175/65 R14 ný. 4 stk. 195/65 R15 sem ný. Uppl. í s. 892 7502. Vantar gefins eða ódýra þvottavél. Endilega hafið samband í lsj1@hi.is eða 865 8939, Lilja. Tvo 6 mán kettlinga (læða og högni) vantar heimili STRAX. Svartir og hvítir, kassavanir og góðir. Sími 868 2118. Tek að mér að stytta buxur og annan fatnað. Er klæðskeri og bý í Hafnarfirði. Uppl. í síma 866 2361 eftir kl. 16 alla daga. Hvít/flekkótt kanína fannst í nágrenni Setbergsskóla. Uppl. í síma 899 5403 Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 5 6 5 3 0 6 6 A ð e i n s 5 0 0 k r . Tapað-fundið og fæst gefins: R Í T T Þjónusta Húsnæði í boði Tapað - fundið Húsnæði óskast Til sölu Gefins Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann JónassonSverrir Einarsson Jón G. Bjarnason Demparar Bæjarhraun 6 • 220 Hafnarfjörður • Sími 520-8003 • www.stilling.is Það er nú orðið ljóst það sem fram kom í skoðanakönunum, næsta ríkisstjórn verður sam - stjórn vinstriflokkanna og að Sjálfstæðisflokkur inn sem hefur verið for ystu flokkur í ís lensk um stjórnmál - um um áratugaskeið fær nýtt hlutverk sem er hon um orðið nokk - uð fram andi, þ.e.a.s. að vera í stjórnar and - stöðu. Það kom strax í ljós í kosninga - baráttunni eftir að fyrri ríkisstjórn, stjórn Sjálf stæðisflokks og Samfylk ing ar hafði sprungið, að margir þingmenn og ráðherrar Sjálf stæðisflokksins vildu ekkert við það kannast að flokkurinn bæri nokkra ábyrgð á því vandræða ástandi sem skapast hafði. Þeir hristu bara höfuðið og kváðust ekkert hafa gert rangt. En Geir Haarde tók þó af skarið á lands fundinum í mars s.l. þegar hann viðurkenndi mistök flokksins og baðst afsökunar á þeim. Formaður Framsóknar flokks - ins hefur einnig beðist afsökunar á hlut flokks síns en Sam fylk - ingin hagar sér ennþá eins og hvítþveginn engill þótt hún beri einnig sína ábyrgð. Samfylk - ingin hagar sér nú í sambandi við Evrópumálin líkt og Sósía - lista flokkurinn og Alþýðu - banda lagið áður gagnvart Sovét ríkj unum. Það er sami söng ur inn sem glymur alla daga, aðeins nýr texti. Sovét-Ísland hvenær kemur þú, kvað Jóhann - es úr Kötlum, ESB-Ísland kom þú sem fyrst, syngja Jóhanna og Össur. Sjálfstæðismenn þurfa að læra af mistökunum sem gerð hafa verið. Við þurfum að standa fast í lappirnar gegn ES. Leið - rétta þarf fiskveiði stjórn unar - kerfið og endurbæta landbúnað - ar stefnuna. Varast verð ur að gera önnur mis tök á borð við einka væðingu bank anna og efla eftirlits stofnanir og gefa þeim meira vald. Með nýjum stjórn skipun ar - lögum og vænt anlega nýrri stjórn arskrá þarf að leiðrétta það misræmi í vægi atkvæða sem nú ríkir enn þrátt fyrir nokkrar leiðréttingar þar á. Það er ekki verjandi í lýðræðisríki að helm - ingi fleiri kjósendur séu á bak við hvern þingmann í einu kjör - dæmi en í öðru. Bjarni Bene diktsson hinn nýi leið togi flokks ins á erfitt verkefni fyrir hönd - um og hann þarf á öllu því trausti og stuðningi sem flokks - menn geta veitt honum ef takast á að vinna aftur traust þjóðar innar á Sjálf stæð - isflokknum. Ég hef verið gagnrýninn á störf Sjálfstæðisflokksins að undan förnu og ekki af ástæðu - lausu. En sú gagnrýni hefur oftast fallið í grýttan jarðveg. Fyrir kosningarnar 2007 sagði ég t.d. í grein í FP að ef flokk - urinn breytti ekki stefnu sinni myndi hann í náinni framtíð tapa mestu fylgi sínu. Hann yrði ekki lengur flokkur allra stétta heldur bara flokkur auðmanna og viðskiptajöfra og e.t.v. nokkurra sauðtryggra gamlingja eins og mér og minna jafnaldra. Hann myndi því fljótt fara niður í kringum 20% eins og flestir íhaldsflokkar á Norðurlönd - unum. Ég vil því skora á fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á Alþingi og í sveitarstjórnum að vera já - kvæð ir og taka mið af undan - fenginni reynslu. Jafnframt vil ég skora á Sjálfstæðismenn al - mennt að missa ekki trúna á flokkinn og standa vel að baki sínum fulltrúum en gera um leið þá kröfu til þeirra að þeir fylgi yfirlýstri stefnu flokksins og hviki hvergi frá henni sem því miður hefur verið reyndin á undanförnum árum hvað varðar forystumenn og þingmenn flokksins. Fullveldið er í veði og við verðum að standa vörð um auðlindir okkar bæði á landi og í sjó. Höfundur er f.v. flugumferðastjóri. Skipt um hlutverk Hermann Þórðarson BÆJARLISTAMAÐUR HAFNARFJARÐAR Hafnarfjarðarbær mun þann 1. júní útnefna bæjarlistamann og veita tvo hvatningar - styrki til listamanna. Einungis listamenn með fasta búsetu í Hafnarfirði koma til greina við úthlutun og er miðað við lögheimili síðustu 12 mánuði. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum ábendingum sem menningar- og ferðamála - nefnd ásamt stjórn Hafnarborgar munu hafa til hliðsjónar við val á bæjarlistamanni og úthlutun hvatningarstyrkja. Skilafrestur er til 11. maí. Umsóknir skal merkja: Bæjarlistamaður - hvatningarstyrkir Skrifstofa menningar- og ferðamála Vesturgötu 8 220 Hafnarfirði

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.