Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.04.2009, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 30.04.2009, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 30. apríl 2009 Fríkirkjan Sunnudagurinn 3. maí: Fjölskylduhátíð í Kaldárseli Skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Fríkirkjubandið heldur upp í fjörinu. Dagskrá hefst kl. 11. Þeim sem ekki koma á eigin bílum er bent á rútuferð frá Kirkjunni kl.10.30. Pylsur og góðar veitingar Batamessa kl. 17 www.frikirkja.is Upplýsingar og skráning á netinu: www.ulfljotsvatn.is Fyrir hressa stráka og stelpur 8-12 ára – skipt í hópa eftir aldri Jaðarnámskeið fyrir unglinga sem þora 13-16 ára Messan er á vegum þeirra sem tekið hafa þátt í 12 spora starfi kirkjunnar og er haldin í samstarfi við Laugarneskirkju, Vídalínskirkju og Hjallakirkju. Verið velkomin í Fríkirkjuna! Ástjarnarkirkja Kirkjuvöllum 1 Sunnudagur 3. maí Messa kl. 11 Prestur sr. Bára Friðriksdóttir. Tónlistarstjóri Helga Þórdís Guðmundssdóttir og kór Ástjarnarkirkju styður sönginn. Fermingarbörn næsta vetrar og foreldrar þeirra eru sérstaklega boðin velkomin í messu en að henni lokinni verður fundur um fermingarstörfin næsta vetur. Í kirkjukaffinu verður nýja merki kirkjunnar kynnt, höfundi sigurtillögu veitt verðlaun og viðurkenningar fyrir sæti nr. 2 og 3. Miðvikudaga kl. 16.30 Opin bænastund. Vertu hjartanlega velkomin(n) í kirkjuna þína. www.astjarnarkirkja.is Bjartsýni ríkjandi Grillhöllin opnar í byrjun júní Fyrirtækið JS veitingar hefur hafið undirbúningi að opnun veglegrar verslunar í 220 m² húsnæði að Tjarnar - völlum 15, við hlið bakarísins Kornsins. Að sögn Jóns Péturssonar hjá JS veitingum rekur fyrirtækið fyrir sjoppu í Kópavogi, við hlið Toyota og Grillhöllina í Grafarholti en nýja verslunin mun einnig bera það heiti. Þetta verður alvöru sjoppa með grilli, ísbar og öllu sem tilheyrir og segist Jón hafa fengið hvatningu til að opna verslun þarna. Það má segja að bjartsýni ríki í verslunarrekstri í Hafn - ar firði því annars staðar í blað inu er einnig sagt frá opnun verslunar við Reykja - vík ur veg auk þess sem nýtt kaffi hús verður opnað í gamla Sjálfstæðishúsinu á morgun. Orka og slökun Viltu koma jafnvægi á líf þitt? Komdu þá á námskeið hjá Sjúkraþjálfaranum í maí. Hulda S. Jeppesen, sjúkraþjálfari Sex kennslustundir, léttar æfingar, fræðsla, slökun og heimaverkefni. Uppl. í síma 824 7454. Vox feminae kórinn syngur um ástina og vorið í Hafn ar - borg miðvikudaginn 6. maí kl. 20. Listrænn stjórnandi tónleik - anna „Þar sýprus grær“ er Margrét J. Pálmadóttir kór - stjóri. Einsöngvarar koma úr röð um kórkvenna, Símon Ív - ars son leikur á gítar og Mar ion Herrera á hörpu. Á efnis skránni eru madrigalar og fleiri mið - alda söngvar m.a. eftir Monte - verdi, Passerau, Gast oldi, Dow - land, Morley, Gibb ons og Vecchi. Á tímum endurreisnarinnar störf uðu litlir sönghópar við ítalskar hirðir. Sungið var um ástina í margbreytileika gleði, unaðar, angistar og söknuðar, hús bændum og hjúum til ánægju og yndisauka Þetta form tónlistar breiddist út og átti t.a.m. miklum vinsældum að fagna á Englandi. Kvenna - kórnum Vox feminae er unun að flytja þessa fjölradda verald - legu söngva enda höfða þeir enn í dag sterkt til allra sem þekkja ástina. Þeir sem dálæti hafa á þessari tegund tónlistar ættu ekki að láta þetta tækifæri fram hjá sér fara. Sungið um ástina Vox femine syngur á miðvikudaginn í Hafnarborg Bragi Bergþórsson verður gestur Antoníu Hevesi á hinum gríðarlega vinsælu há degis tón - leikum Hafnarborgar fimmtu - daginn 7. maí. Yfirskrift tón - leik anna er Tenórinn og tilfinn - ingarnar en á dagskrá verða ljóð eftir Schubert og ítalskar óperuaríur. Bragi hefur farið með hlut - verk í ýmsum óperu uppfærsl - um, s.s. frumflutningi á Gretti, óperu Þorkels Sigur björns - sonar, í Þýskalandi og Kanada, Flamand í Capriccio eftir Strauss, Basilio og Don Curzio í Brúð kaupi Fígarós, Fraccasso í La finta semplice eftir Mozart og Charles í The Long Christ - mas Dinner eftir Hindemith. Hausti ð 2007 söng hann hlutverk Dansmeistarans í óper unni Ariadne á Naxos eftir Richard Strauss í Íslensku óperunni. Bragi hlaut árið 2007 viðurkenningu og styrk úr tónlistarsjóði Rótarý. Tenórinn og tilfinningarnar Bragi Bergþórsson á hádegistónleikum

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.