Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.04.2009, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 30.04.2009, Blaðsíða 9
Fyrir skömmu bauð Gáma - þjónustan bæjarfulltrúum að skoða starfsemi félagsin við Berghellu þar sem fyrirtækið rekur móttökustöð, „Gáma - velli“, flokkunarstöð og jarð - gerð. Þar tóku á móti þeim stjórnarmennirnir Sveinn Hannes son, Elías Ólafsson og Jón Ísaks son auk Ingþórs Guðmunds sonar, stöðvarstjóra. Í máli Elíasar Ólafssonar, stjórnarformanns kom fram að starfsemi fyrirtækisins hafi aukist mikið hér í Hafnarfirði og hafi fyrirtækið verið mjög ánægt með þá fyrirgreiðslu sem það hafi fengið hér. Síðasta skrefið verði að flytja skrifstofu félagsins líka en hún er nú við Súðarvog í Reykjavík. Fyrir - tækið reki nú dótturfyrirtæki í öllum landshlutum auk þess sem fyrirtækið á Hafnarbakka- Flutningatækni ehf. sem m.a. selur og leigir vinnuskúra og gámahús auk þess að reka geymslusvæði fyrir gáma. Öll starfsemi Hafnarbakka er við Hringhellu. Var bæjarfulltrúum sýnd fullkomin jarðvegsgerð sem þarna er rekin í lokuðum gám - um og gefst bæjarbúum nú kost ur á að fá moltu í beð og garða. Þá voru bæjar fulltrú un - um sýndir Gámavellir, mót - töku stöð fyrir fyrirtæki og al - menn ing sem tekur á móti öllu al mennu rusli. Þar er hægt að skila án endurgjalds ýmsu flokk uðu rusli eins og annars stað ar auk þess er tekið á móti öðru ruslu gegn gjaldi eftir vigt. Þetta er eini staðurinn í bænum sem tekur við öllum garða - úrgangi, greinum og fl. Að lokum var bæjar fulltrú - unum kynnt flokk unar aðstaða fyrirtækisins þar sem allt rusl er tekið inn og það flokkað en veruleg verð mæta sköpun er í því að flokka allt rusl og minnka þannig urðun. Gámaþjónustan sér um alla sorphirðu hjá íbúum Hafnar - fjarðar skv. útboði. Fræðist nánar um endurvinnslu og skil á www.gamar.is www.fjardarposturinn.is 9Fimmtudagur 30. apríl 2009 HREINSUNARDAGAR 30. APRÍL – 6. MAÍ Hafnarfjarðarbær hvetur Hafnfirðinga til að hreinsa lóðir sínar og garða í árlegri hreinsunar viku bæjarins. Starfsmenn þjónustumiðstöðvar Hafnar - fjarðar fara um bæinn á meðan á hreinsun - ar dögum stendur og fjarlægja garðaúrgang sem settur er út fyrir lóðamörk. Að hreinsunarvikunni lokinni þurfa bæjarbúar sjálfir að sjá um að koma garðaúrgangi til endur vinnslustöðva SORPU og Gáma þjónust - unnar. Íbúar eru hvattir til að taka höndum saman og hreinsa lóðir sínar og nánasta umhverfi. Nánari upplýsingar um hreinsunarvikuna er að finna á www.hafnarfjordur.is Til eigenda og ábyrgðarmanna lausamuna á hafnarsvæðum Hafnarfjarðarhafnar Hafnarfjörð til fyrirmyndar Til athugunar með hækkandi sól: Vinsamlegast fjarlægið lausamuni af hafnar - svæðum Hafnarfjarðarhafnar sem eru á víð og dreif um hafnarsvæðin sem fyrst og ekki síðar en 25. maí nk. Sé þessum tilmælum ekki sinnt, verða viðkom - andi munir fjarlægðir og fargað á ábyrgð og kostnað eigenda og/eða umráðamanna. Látum hendur standa fram úr ermum og höfum Hafnarfjörð til fyrirmyndar. Hafnarstjóri © H ön nu na rh ús ið e hf . – 0 90 4 Á sunnudaginn verður stend - ur Hafnarfjarðarkirkja fyrir göngu upp á Helgafell, en þar fara fram stuttar helgistundir. Lagt verður af stað í bílum frá Hafnar fjarðarkirkju eftir stutta bæna stund þar kl. 11 og ekið að Kaldárbotnum og gengið þaðan á Helgafell. Göngustjórar verða þeir Claus Hermann Magnús - son, skátaforingi og Sigurjón Péturs son, formaður sóknar - nefndar. Lesið verður úr Fjall - ræðu Jesú í helgistundum við rætur Helgafells, í miðjum hlíð - um og uppi á tindi þess, bænir lesnar og sálmar sungnir. Nesti verður snætt á Helgafelli í boði kirkjunnar áður en haldið verð - ur niður af fjallinu. Prestar Hafnarfjarðarkirkju sr. Gunn - þór Þ. Ingason og sr. Kjartan Jónsson munu leiða helgi stund - irnar. Ferðatími er áætlað ur einir þrír tímar. Allir eru vel - komnir í för. Gott væri að þeir sem hygðust koma í helgi göng - una létu Ottó Jónsson stað ar - haldara vita í síma 898 9540 með einhverjum fyrir vara. Helgiganga á Helgafell Horft að Helgafelli. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Bæjarfulltrúar skoða ruslið Gámaþjónustan útvíkkar stöðugt starfsemi sína í bænum Ingþór stöðvarstjóri t.v. sýnir bæjarfulltrúum flokkunarstöðina. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Við jarðgerðargámana. Ókurlaðar trjágreinar í forgrunninn. Þetta reyndist þyngd bæjar - fulltrúanna í öllum herklæðum er þeir stigu á vigtina. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Á sunnudaginn verða fram - halds prófstónleikar í Tón - listarskóla Hafnarfjarðar og hefjast þeir kl. 17. Á tónleikun - um leikur Bjarni Helga son sem er að ljúka fram haldsprófi í gítarleik en kennari hans hefur verið Þórarinn Sigurbergsson. Á tónleikunum leikur Bjarni verk eftir M. Praetorius - M. Pasieczny - H. Villa-Lobos E. Granados og A. Vivaldi. Allir eru hjartanlega velkomnir og er aðgangur ókeypis. Með gítarinn á tónleikum Bjarni Helgason leikur á framhaldsprófstónleikum

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.