Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.04.2009, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 30.04.2009, Blaðsíða 2
Kosningaúrslitin voru nokkurn veginn eftir bókinni. Verð ég þó að viðurkenna að árangur Borgarahreyfingarinnar kom mér á óvart. Auðvitað má leika sér að prósentum og segja að Framsóknarflokkurinn hafi verið sigur - vegari kjördæmisins og VG í öðru sæti. En prósentuútreikningur af atkvæðamagni segir ekki allt. Þegar fylgið er lítið verða allar hreyfingar stórar. Þorgerður Katrín er eini þingmaður Hafnfirðinga og bæjarstjórinn missti sæti sitt til samflokksmanns síns og Gaflara í NA-kjördæmi við síðustu talningu. Erfitt er að lesa út úr niðurstöðunum. Ekkert er afgerandi um ESB, engar lausnir eru fyrir heimilin né fyrir fyrirtækin. Fólk situr enn uppi með svívirðilega há gjaldeyrislán og uppspennt verðtryggð lán. Sumir hafa fengið að fresta greiðslum en fyrir þá sem voru skuldsettir er bara verið að lengja í hengingarólinni. Umræðan um Evrópubandalagsaðild er nokkuð sérstök. Þrátt fyrir ákveðnar skoðanir stjórnmálamanna hefur ekki verið sett upp upplýsingaveita sem metur kosti og galla einstakra mála. Þegar slíkt er hægt að sjá er fyrst hægt að taka afstöðu. Hugmyndir um þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort eigi að sækja um finnst mér bruðl á peningum. Norska leiðin hlýtur að vera einföldust, þjóðin fái að taka afstöðu til samnings sem liggur fyrir. Þá ætti ekkert að vera óljóst og þjóðin getur tekið upplýsta ákvörðun. Annars held ég ekki að aðild ein og sér eða tenging krónunnar við annan gjaldmiðil ein og sér leysi nein mál. Við þurfum að vinna okkur út úr fjárhagsvandanum, við þurfum og snúa baki við bölsýni og horfa björtum augum fram á við. Öll él birtir upp um síðir. Guðni Gíslason. 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 30. apríl 2009 Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Sunnudaginn 3. maí Helgiganga á Helgafell eftir stutta bænastund kl. 11 Lagt af stað á bílum frá kirkjunni að Kaldárbotnum og gengið þaðan á fjallið. Stuttar helgistundir við fjallsrætur, í hlíðum og á tindi Helgafells. Nesti í boði kirkjunnar. Prestar: sr. Gunnþór Þ.Ingason og sr. Kjartan Jónsson Göngustjórar: Claus Hermann Magnússon og Sigurjón Pétursson ásamt Gönguklúbbi Kvenfélagsins. TÖLVUHJÁLPIN Tek að mér vírushreinsanir, viðgerðir, uppfærslur og uppsetningar á PC tölvum Mæti í heimahús Sanngjarnt verð Sími 849-6827 Styrktartónleikar Í kvöld, fimmtudag kl. 20 verða haldnir tónleikar í Bæjarbíói til styrktar Kidda málara sem er með MND sjúkdóminn. Þar koma fram Tríó Björns Thoroddsen og Andrea Gylfadóttir, Bjargræðistríóið, Kór Fríkirkjunnar í Reykjavík, Alla og Anna Sigga auk gamalla félaga Kidda úr leikarastéttinni. Miðasala er í Dalakofanum í Firði. Sýningar í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 sýnir Kvik - mynda safnið mynd sænska kvik - mynda gerðarmannsins Bo Wider - berg, Ådalen ’31 frá árinu 1969. 1. maí ganga Kröfuganga verkalýðsfélganna verð - ur að venju á 1. maí. Safnast verður saman við Ráðhúsið á Strandgötu og lagt af stað kl. 14. Gengið verður upp Reykjavíkurveg, Hverfisgötu, Smyrlahraun, Arnar hraun, Slétta - hraun og að Flatahrauni 3, Hraunseli þar sem hátíðarfundur verður. Karl Rúnar Þórsson flytur ávarp dagsins og Halldór Grönvold flytur ræðu. Hundur í óskilum skemmta. Kaffi - veitingar. Hreinsunardagar Fram til 6. maí standa yfir hreins - unar dagar í Hafnarfirði og starfs - menn þjónustumiðstöðvar bæjarins fara um bæinn og fjarlægja garða - úrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk. Er kjörið tækifæri fyrir íbúa að sameinast um að halda götuhátíð í lok tiltektar og auðga mannlífið í hverfinu. KK í Fríkirkjunni Prime stendur fyrir tónleikum KK í Fríkirkjunni á morgun, föstudag og hefjast tónleikarnir kl. 21. Miðasala er við innganginn og á midi.is. Veðurskrift í Hafnarborg Sýningin Veðurskrift með verkum Guðrúnar Krtistjánsdóttir stendur yfir í Hafnarborg. Sýningunni lýkur 10. maí. ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNARFJARÐAR SÍMI 565 9775 - ALLAN SÓLARHRINGINN - UTH.IS Frímann Andrésson útfararstjóri hÁLFDÁN hÁLFDÁNARSON útfararstjóri Víðistaðakirkja sunnudagurinn 3. maí Guðsþjónusta kl. 11 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. Prestur: Sr. Þórhallur Heimisson héraðsprestur. Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. www.vidistadakirkja.is LOFTNETS OG SÍMAÞJÓNUSTA Viðgerðir og uppsetningar á loftnetum, diskum, heimabíóum, flatskjám. Síma- og tölvulagnir Loftnetstaekni.is sími 894 2460 SAUMAKONA í Hafnarfirði - földun - rennilásar - gardínur - hvers kyns saumaskapur GOTT VERÐ Reykjavíkurvegi 22 á bak við Sjónarhól Opið kl. 17 til 21 miðvikudagar lokað Sími 867 2273 Góð kjörsókn Á kjörskrá í Hafnarfirði voru 17.991 en alls kusu 15.318, eða 85,14% þeirra sem voru á kjörskrá. Er það meiri kjörsókn en í alþingiskosningunum 2007 en þá var kjörsókn 82.3 %. Unnur verkefnastjóri landsliðsmála FH ingurinn Unnur Sigurðar - dóttir var nýlega ráðin verk - efnastjóri lands liðsmála hjá FRÍ í tíma bundið starf til 1. júlí nk. Helstu verkefni sem Unnur mun sinna á þessum tíma er undirbúningur og stjórn lands - liðs Íslands á Smáþjóða leik - unum á Kýpur 1.-6. júní nk. og Evrópubikarkeppni landsliða, 3. deild, 20.-21. júní nk. í Sarajevo. Unnur hefur starfað lengi innan frjáls íþrótta hreyfingar - inn ar, sem keppandi, þjálfari, stjórnarmaður í FRÍ og sem liðs stjóri og fararstjóri í verk - efnum landsliðsins m.a. á síð - ustu Ólympíuleikum sem flokks stjóri FRÍ. Gamli Hafnargarðurinn L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.