Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.04.2009, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 30.04.2009, Blaðsíða 11
Strákarnir í 5. flokki FH urðu um fyrir skömmu Íslands meist - arar eldra árs eftir mjög góðan vet ur þar sem aðeins einn leikur tapaðist og tveir leikir enduðu með jafntefli. Auk þess að verða Íslandsmeistarar urðu þeir einnig deildarbikar meist - arar. Yngra árið tryggði sér einnig Íslands meistara titilinn þegar ein umferð var eftir. Þeir urðu einnig deildar bikar meistarar í vetur og hafa farið í gegnum veturinn án þess að tapa einu stigi. Þessi frábæri hóp ur samanstendur af 45 strákum sem hafa verið mjög duglegir að æfa í vetur og lagt sig alla fram á æfingum. Þjálfarar flokksins eru Hörður Bjarnason og Sveinbjörn Sig urðs son. www.fjardarposturinn.is 11Fimmtudagur 30. apríl 2009 Konu - kvöld FH Til stuðnings meistaraflokki kvenna Konukvöld FH verður haldið í Skátaheimilinu Hraun byrgi v/Víðistaðatún föstudaginn 8. maí. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt kvenna - kvöld er haldið hjá FH en karlarnir hafa haldið karla - kvöld um nokkurt skeið. Húsið verður opnað kl. 19.30 en hljómsveitin Botn - leðja mun flytja nokkur vel valin lög í upphafi kvölds og að sjálfsögðu nýja FH-lagið. Á matseðlinum verður eld - heitur sumargrill rétt ur með öllu tilheyrandi. Veislu stýra verður Ellý Erl - ings dóttir, ræðukona kvölds - ins verður Þorgerður Katr ín Gunn arsdóttir og söng- og tónlistar stýra verður Kristjana Aradóttir, allt landsþekktar FH-konur. Leikmenn í meistaraflokki kvenna verða með tísku - sýningu, happadrætti verður og síðan en ekki síst verður tónlistaratriði sem á eftir að gleðja margt konuhjarta að sögn Margrétar Brandsdóttar. Þema kvöldsins verður svart- hvítt og svo gleði og gaman. Aðgangseyrir er kr. 3.500 og rennur allur ágóði til stuðn - ings meistaraflokki kvenna í knatt spyrnu. Aldurs takmark er 18 ár. Allir miðar verða seldir í forsölu og er hægt að nálgast þá í Hress og á Súfustanum og einnig hjá Grétu Brands í s. 847 3291 og hjá Margréti í síma 847 5460. Eru allar FH konur hvattar til að mæta og til að taka með sér gesti. Úrslit: Fótbolti Konur: Selfoss - FH: 1-2 Sindri - Haukar: 0-8 Karlar: Fylkir - FH: 1-2 Valur - FH: 0-3 Handbolti Konur: Fram - Haukar: 34-32 Karlar: Valur - Haukar: (miðv.d.) Haukar - Valur: 29-24 Haukar - Fram: 30-21 Næstu leikir Handbolti 2. maí kl. 16, Ásvellir Haukar - Valur (úrslitakeppni karla) 5. maí kl. 19.30, Hlíðarendi Valur - Haukar (úrslitakeppni karla) Fótbolti 1. maí kl. 16, Kórinn Breiðablik - FH (bikarkeppni karla- A, úrslit) 2. maí kl. 14, Ásvellir Haukar - Selfoss (bikarkeppni kvenna, C) 2. maí kl. 16, Ásvellir FH - ÍA (bikarkeppni kvenna, C) 4. maí kl. 19.15, Óákveðið FH - KR (meistarakeppni karla) Mætum á heimaleiki ÍþróttirÁrangur meðHerbalife Aukin orka - Betri líðan Gerður Hannesdóttir gsm 865-4052 ghmg@internet.is Pantaðu frían prufupakka! Á síðasta ári var gerð sú nýbreytni að semja við félög, hópa og skóla um reglubundna hreinsun í bænum. Reyndist þetta fyrirkomulag að mestu vel. Í ár hefur svæðunum verið fjölgað og ekki verður hreinsað eins oft enda hefur þetta verkefni lent undir niður skurð - ar hnífnum eins og svo margt annað. Alls taka 13 félagasamtök þátt í verkefninu auk 8 skóla sem vinna vorhreinsun og haust hreinsun og hreinsa þau fjórum sinnum. Kostnaður við verkefnið er um 4,5 millj. kr. 160 þús. kr. á hvert svæði og 120 þús. kr. á hvert skólasvæði auk þess sem kostnaður þjónustu miðstöðvar - innar við að safna upp pokum og farga ruslinu er 1,5 millj. kr. 13 hópar á umhverfisvakt Félög og skólar hreinsa bæinn skv. samningi við Hafnarfjarðarbæ Frá undirritun samninganna um hreinsun á bænum. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n TRÖNUHRAUNI 10 - SÍMI 565 3232 www.fjardarbon.is - fjardarbon@fjardarbon.is Íslandsmeistarar FH 5. flokkur FH, A-lið í handbolta drengja varð Íslandsmeistari Lið 5. flokks FH, eldra ár ásamt þjálfurum sínum. Gleðilegt sumar kæru sam - borgarar. Þá er sumarið komið samkvæmt almanakinu. Bæjar - búar eru farnir að hefja vor verkin í görð um sín um og þá vill oft mik ið falla til af grein - um og öðrum garða úr - gangi sem erf itt getur verið að losa sig við. Undan farin ár hefur Hafn a r f j a rðar bær kom ið til móts við íbúa í bænum með því að hirða frá þeim garða - úrgang einu sinni á ári. Þetta er kölluð „Hreins unar vika“. Mikil þægindi hljót ast af því að geta bara skilið poka og greinar eftir við gang stéttar brún. Það er ánægjulegt að tilkynna það hér að engin breyt ing verður á þessari þjón ustu í ár. Ná granna - sveita félögin hafa ákveðið að draga úr þess ari þjón - ustu og mun Reykjar - víkur borg ekki veita hana í ár. Það er miður því eins og flestir vita kemur jörðin oft ansi illa undan vetri. Ánægju legt er einn ig að segja frá því að Um - hverfisvaktin „land í fóstur“ hef ur einn ig hafið störf. Það eru skól ar og félaga sam tök sem tek - ið hafa land í fóstur og hreinsa allt rusl á þeim svæðum sem þeim var úthlutað. Þetta verður til þess að við náum að hreinsa bæinn okkar fyrir sum arið. Hreinn bær okkur kær. Eins og áður sagði hefjast hreinsunar dagarnir nú um helgina þ.e. 30. apríl og vil ég með þessum skrifum hvetja bæjarbúa til að nýta helgina til garðhreinsunnar. Svo er bara að setja úrganginn í poka aðskilja lífrænan úrgang frá öðrum úrgangi, setja greinar í knippi og saga stærri tré í búta svo auð velt verði að koma þeim á bíl. Setja síðan allt á gan stéttar - brún fyrir framan hús og þá munu starfsmenn þjónustu - miðstöðvarinnar sjá til þess að koma þessu í förgun á rétta staði. Gangi okkur vel. Höfundur er formaður Umhverfisnefndar Sd. 21. Hreinsunardagar í Hafnarfirði Guðfinna Guðmundsdóttir

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.