Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.05.2009, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 14.05.2009, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 14. maí 2009 Fríkirkjan Fimmtudagurinn 14. maí kl. 20: Vinir í bata Vinir í bata halda opinn fund og kynna sporin 12, andlegt ferðalag í safnaðarheimili kirkjunnar. Andlegt ferðalag er frábær leið til þess að takast á við lífið og tilveruna. Verið hjartanlega velkomin. Sunnudagurinn 17. maí kl. 10.45: Guðsþjónusta á Hrafnistu Prestur sr. Sigríður Kristín Helgadóttir Kór Hrafnistu leiðir sönginn undir stjórn Böðvars Magnússonar. Verið velkomin í Fríkirkjuna! www.frikirkja.is Dansað í Hraunseli föstudaginn 15. maí Þorvaldur Halldórsson leikur og syngur fyrir dansi. Dansað er í Hraunseli, Flatahrauni 3, kl. 20.30 - 24. Þetta er síðasti dansleikurinn á vorönn Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Húsið opnað kl. 20 Upplýsingar á www.febh.is og í síma 555 0142Ástjarnarkirkja Kirkjuvöllum 1 Líka á Netinu! www.fjardarposturinn.is Sunnudagur 17. maí Messa kl. 11 á almennum bænadegi Helga Þórdís Guðmundsdóttir og kórinn leiða safnaðarsöng, messuþjónar lesa lestra. Sr. Ása Björk Ólafsdóttir þjónar og prédikar. Messukaffi Kötu að stund lokinni. Vertu hjartanlega velkomin(n) í kirkjuna þína. www.astjarnarkirkja.is Hundar og kettir velkomnir á smakkbarinn! United Pets • Carnello • Happy Dog • Happy cat • Hurtta • Red Dingo • Greenfields Opið virka daga kl. 11-18.30 laugardaga kl. 10-13 Reykjavíkurvegi 68 sími 533 2700 Þann 5. maí varð Kiwanis - klúbbuinn Sólborg 15 ára. Af því tilefni veitti klúbburinn stærsta styrk í sögu klúbbsins en klúbburinn hefur árlega veitt góðum málefnum lið. Afhendingin fór fram í Kiwanishúsinu við Helluhrauni sl. laugardag og var það stúlka á ellefta ári sem fær að njóta þessa rausnarlega styrks, Elísa Sól Sonjudóttir. Elísa er með hrörnunarsjúkdóm sem leggst á tauga- og ónæmiskerfið en hún var aðeins 6 ára þegar hún fór fyrst að nota hjólastól. Kiwanisklúbburinn Sólborg færði Elísu forláta rafmagns - hjólastól og leyndi sér ekki gleðin í andliti hennar þegar hún settist í stólinn í fyrsta sinn. Stærsti styrkur Sólborgar 11 ára stúlka fékk rafmagnshjólastól frá Kiwanisklúbbi Elísa Sól með bróður sinn í fang inu ásamt foreldrum og Hildi Valsdóttur, forseta Kiw - an is klúbbsins Hraunborgar L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Ársfundur Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjaðarkaupstaðar verður haldinn 22. maí 2009 kl. 16.30 í fundarherbergi bæjarráðs, Strandgötu 6, Hafnarfirði Á fundinum verður gerð grein fyrir skýrslu stjórnar, ársreikningi 2008, tryggingafræðilegri úttekt og fjárfestingarstefnu. Allir sjóðfélagar, þar með taldir lífeyrisþegar, eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum með umræðu- og tillögurétti.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.