Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.05.2009, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 14.05.2009, Blaðsíða 12
Eikarbáturinn Austurborg var hífður á land á mánudaginn. Þettar er eikarbátur, smíðaður í Stykkishólmi 1969, 49 brúttó - tonn að stærð. Þessi 20 m bátur var eins og fis í höndum kranamanna hjá GP krönum sem notuðu tvo krana til að lyfta bátnum upp á bryggju. Þessa dagana vinnur Fura ehf. við að rífa bátinn og flytja hann á athafnasvæði sitt þar sem efnið úr honum verður flokkað og síðan verður eitthvað af því selt úr landi. Reyndar var áætlað að niðurrifið tæki stuttan tíma og jafnvel lokið þegar blaðið kemur út. 12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 14. maí 2009 Komdu á æfingu! www.haukar.is HEILSUFÆÐI Hættulegustu gatnamótin í bænum Enn einn áreksturinn varð á mótum Fjarðarhrauns og Hólshrauns í liðinni viku en þar tengist Hólshraunið inn á Fjarðarhraunið (áður Reykja - nes braut) en þar eru engin umferðarljós. Flest önnur hættuleg gatnamót í bænum hafa verið lagfærð en þetta situr eftir þó langt sé síðan að rætt hafi verið um breytingar á þessum stað og á tenging - um við Bæjarhraun. Engin áform eru á borðinu um lagfæringar þó nú sé verið að skoða þessi mál í tengslum við skipulags breyt - ingar á Hraun un um, Actavis - reitnum að sögn Gísla Ós - valds Valdmarssonar bæj ar - fulltrúa. Nokkrar úttektir hafa verið gerðar frá 2000 en fram - kvæmdin er í forsjá Vega - gerðarinnar. Mjög aðkallandi er að gera þarna bragarbót enda verða flestir árekstar þarna mjög harðir. Kaffi og gómsætar kökur Súpa og brauð o,m.fl. Strandgötu 29 • 555 3401 Opið alla daga kl. 9-23 Garðúðun Meindýraeyðir Sigurður Ingi Sveinbjörnsson 897 5206 www.meindyraeydir.is Með öll tilskylin leyfi VÖNDUÐ VINNA Munum að flagga á uppstigningardag Undanfarna daga hafa iðn - aðar menn unnið hörðum hönd - um við uppsetningu á þaki yfir nýja og eldri áhorfendastúku á Kaplakrikavelli. Miklar fram - kvæmdir standa yfir og m.a. er verið að bæta félagsaðstöðuna til muna auk þess sem ný aðstaða fyrir skylmingadeild FH verður til húsa í nýju stúkubyggingunni. Í framhaldi af þessum framkvæmdum verð ur nýtt frjálsíþróttahús reist en nú þegar er búin mest öll steypu vinna. Þetta eru kostn - aðar samar aðgerðir sem ákveðið var að fara út í áður en efnahagshrunið varð. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Framkvæmdir í Kaplakrika Hífður á land og siglir ei meir Haraldur í Furu fylgist með er loðinn báturinn er hífður á land. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.