Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.05.2009, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 14.05.2009, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 14. maí 2009 TILBOÐ ÓSKAST Hafnarfjarðarbær óskar eftir eftirfarandi til - boðum fyrir Suðurbæjarlaug, Hringbraut 77. 1. Flísalagnir Fasteignafélag Hafnarfjarðarbæjar óskar eftir tilboði í flísalögn á heitum pottum, lagfæringar á flísum á laugabökkum og fúgum í laugakeri. 2. Pípulagnir Fasteignafélag Hafnarfjarðarbæjar óskar eftir tilboði í niðurrif á eldri hreinsitækjum, lögnum og tengd um búnaði, uppsetningu á nýjum tækj - um og tengdum búnaði og snjóbræðslu lögn. 3. Loftræsting (blikksmíði) Fasteignafélag Hafnarfjarðarbæjar óskar eftir tilboði í smíði á útloftunartúðum úr tæknirými kjallara, dreifurum í innilaug og búningsklefum og endurnýjun á hluta í stokk loftræstingar inni - laugar. Afhending útboðsgagna er í Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6 frá og með fimmtudeginum 14. maí 2009. Verkið verður að vinnast á tímabilinu 1. júní til 6. júlí 2009. Væntanlegum bjóðendum er boðið að kynna sér aðstæður á staðnum, þriðjudaginn 19. maí að viðstöddum fulltrúa verkkaupa. Sjá nánar í útboðsgögnum. Tilboðum skal skila eigi síðar en 25. maí 2009, í afgreiðslu Fasteignafélags Hafnarfjarðar - bæjar, Norðurhellu 2, 220 Hafnarfirði þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim bjóð - endum sem þess óska. Sjá nánar í útboðs - gögnum. Fasteignafélag Hafnarfjarðar Stofnleiðangur Háfjalla deild - ar Hauka náði alla leið á topp Hvannadalshnjúks sl. laugar - dag við bestu aðstæður. Hálf - um sól ar hring áður voru sendir leið angrar inn á Vatnajökul til að bjarga erlendum ferða - mönnum úr miklu veðravíti. Ferðalangar voru Steinþór Einars son, Hallgrímur Jónas - son, Þráinn Hauksson, Ingvar Rögn valdsson, Lúðvík Geirs - son, Brynjólfur Jónsson, Guð - mundur Ragnar Ólafsson (FH- ingur) og Úlfar Brynjarsson. Leið sögumaður var Skarp - héðinn Halldórsson frá Ís lensk - um fjallaleiðsögu mönnum. Kalt á toppnum hjá Haukum Stóðu á toppi Hvannadalshnjúks í blíðskapar veðri Frá vinstri: Steinþór, Hallgrímur, Þráinn, Ingvar, Lúðvík, Binni, Raggi og Úlli. L jó s m .: S k a rp h é ð in n H a ll d ó rs s o n FLENSBORGARAR fæddir 1952 Flensborgarar, sem fæddir eru 1952, koma saman í Hellinum í Víkingahótelinu í Hafnarfirði laugardagskvöldið 23. maí kl. 20. Aðgangseyrir aðeins kr. 1952. Þátttaka tilkynnist á netfangið steinunnben@simnet.is fyrir mánudaginn 18. maí. Nánari upplýsingar veita eftirtaldir: Ársæll 820 2445, Bessi 897 2599, Steinunn 897 2045, Þórarinn Jón 893 7006 og Helgi Sig. 891 9334. Undirbúningsnefndin. KÓR FLENSBORGARSKÓLANS Í HAMARSSAL FLENSBORGARSKÓLANS MIÐVIKUDAGINN 20. MAÍ 2009 KL. 20:00 AÐGANGSEYRIR KR. 1500 KR. 500 FYRIR NEMENDUR FLENSBORGARSKÓLANS OG BÖRN YNGRI EN 12 ÁRA FRÍTT KAFFI OG KLEINUR Í HLÉI FORSALA MIÐA Í SÚFISTANUM HAFNARFIRÐI OG HJÁ KÓRFÉLÖGUM STJÓRNANDI HRAFNHILDUR BLOMSTERBERG Þegar aðrir draga saman blæs Jón Páll Grétarsson í Fjölsport til sóknar og stækkar verslunina í Firði og bætir við leikfanga - deild. Þar er hann reyndar á heimaslóðum því hann átti og rak Leikbæ til margra ára. Hann sagðist mjög ánægður með viðtökurnar og sagðist vera að taka upp nýjar vörur á hverjum degi og úrvalið sé þegar orðið mjög gott. Leikföng aftur fáanleg í Firði Eigandi Fjölsports byggir á góðri reynslu af leikfangasölu Jón Páll er ánægður með móttökurnar í leikfangadeildinni. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.