Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.05.2009, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 14.05.2009, Blaðsíða 11
www.fjardarposturinn.is 11Fimmtudagur 14. maí 2009 Eldsneytisverð 13. maí 2009 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 155,9 160,3 Atlantsolía, Suðurhö. 155,9 160,3 Orkan, Óseyrarbraut 155,7 160,1 ÓB, Fjarðarkaup 155,7 160,1 ÓB, Melabraut 155,9 160,3 ÓB, Suðurhellu 155,9 160,3 Skeljungur, Rvk.vegi 157,4 161,8 Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð um olíufélaganna. Að auki getur verið í boði sérafsláttur. Úrslit: Fótbolti Konur: FH - ÍA: 1-0 Haukar - Selfoss: 2-1 Karlar: Keflavík - FH: 1-0 Leiknir R. - Haukar: 3-0 Sundpóló SH - SKR: 15-11 Næstu leikir Fótbolti 14. maí kl. 19.15, Kaplakriki FH - Fram (úrvalsdeild karla) 16. maí kl. 14, Ásvellir Haukar - Fjarðarbyggð (1. deild karla) 16. maí kl. 16, Akraneshöll Haukar - Vöslungur (deildarbikar kv., C, úrslit) 18. maí kl. 20, Kópavogsv. Breiðablik - FH (úrvalsdeild karla) Mætum á heimaleiki Íþróttir SAUMAKONA í Hafnarfirði - földun - rennilásar - gardínur - hvers kyns saumaskapur GOTT VERÐ Reykjavíkurvegi 22 á bak við Sjónarhól Opið kl. 17 til 21 miðvikudagar lokað Sími 867 2273Bæjarhraun 6 • 220 Hafnarfjörður • Sími 520-8003 • www.stilling.is Ferðabox Pacific 100139 x 90 x 39 cm370 L43.900.- • Bókhaldsþjónusta • Endurskoðun • Rekstrarráðgjöf Rekstrargreining ehf. Bæjarhrauni 2, 2.h. • sími 555 1090 • olafurhm@simnet.is Ólafur Haukur Magnússon, viðskipta- og rekstrarhagfræðingur Tónleikar kórs Flensborgar - skólans verða haldnir í Ham ars - sal Flensborgarskólans á mið - vikudaginn og hefjast þeir kl. 20. Með vortónleikum þessum lýkur hefðbundnu vetrarstarfi kórsins og hluti söngvara kveð - ur kórinn um leið og þeir útskrifast frá skólanum. Kór skólans hefur nú starfað í samfleytt 11 ár undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg og eru Hafnfirðingar og allt áhuga - fólk um kórsöng hvatt til að mæta á tónleikana og kynnast af eigin raun því kraftmikla og metnaðarfulla starfi sem fram fer í kórnum. Efnisskráin er mjög fjölbreytt og við allra hæfi. Þar er að finna kórtónlist allt frá endurreisn til okkar tíma og verður m.a. flutt nýtt verk Hildiunnar Rúnars - dóttur tileinkað Kór Flens - borgar skólans. Stjórnandi tón - leik anna er sem fyrr Hrafn - hildur Blomsterberg. Forsala aðgöngumiða er í Súfistanum Hafnarfirði og hjá kórfélögum en uppselt hefur verið á alla tónleika kórsins undanfarin ár. Gestir geta svo gætt sér á kaffi og kleinum í hléi í boði kór félaga. Vorboðinn ljúfi Álftaneskórinn og kór Selja - kirkju verða með tvenna sam - eiginlega tónleika. Fyrri tón - leik arnir verða í Seljakirkju á þriðju daginn kl. 20 og þeir seinni í Garðakirkju mið viku - daginn 20. maí kl. 20. Á tón - leik unum verða flutt kór- og orgel verk eftir tónskáldin Pur - cell, Händel, Haydn og Men - dels sohn. Stjórnendur kóranna og organistar eru Bjartur Logi Guðnason og Jón Bjarnason. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og eru allir velkomnir. Vortónleikar í Garðakirkju Hafnarfjarðarmeistaramót í sundi var haldið í Ásvallalaug sl. sunnudag. Þar kepptu sund - menn SH á öllum aldri og allir reyndu að bæta sig. Best í hverjum flokki urðu: Karlar: Mladen Tepavcevic Konur: Hrafnhildur Lúthers - dóttir Piltar: Sigurður Friðrik Kristjáns son Stúlkur: Ingibjörg K. Jóns dóttir Drengir: Aron Örn Stefánsson Telpur: Bára Kristín Björg - vins dóttir Sveinar: Arnór Stefánsson Meyjar: Ísól Sigurðardóttir Ásdís B. Guðnadóttir og Haf - þór J. Sigurðsson hlutu bikar fyrir mestu framfarir í 100 m skriðsundi. Nýir Hafnarfjarðarmeistarar: Hrafnhildur Lúthersdóttir (3x), Ingibjörg K. Jónsdóttir (3x), Bragi Þorsteinsson (2x), Sindri S. Friðriksson (2x), Bára K. Björgvinsdóttir, Guðný Dags dóttir, Konráð Hrafn kels - son, Kristján Guðnason, Magnús K. Óttarsson, Mladen Tepavcevic, Orri F. Guð munds - son og Snjólaug T. Hansdóttir Sigurður F. Kristjánsson bætti sig verulega í 100 m flug - sundi og synti á 1.01,85 sem er besti tími þeirra sem fæddir eru 1993-4. Fura vað aðalstyrktar - aðili mótsins. Hafnarfjarðarmeistar í sundi L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Á laugardaginn kl. 16 verða tónleikar fjögurra kóra í Víðistaðakirkju eftir að hafa tekið þátt í kóramóti. Þetta eru Hljómur frá Akranesi, Vor boðar úr Mosfellsbæ, Eldey úr Reykja nesbæ og Gaflarakórinn okkar úr Hafnarfirði. Þessir kórar hafa sungið saman á hverju ári í a.m.k. 13 ár og skemmt sér saman. Auk þeirra er í þessu samstarfi Hörpu kórinn frá Selfossi sem ekki kemst með í ár. Kórarnir syngja lög úr ýmsum áttum bæði íslensk og erlend og munu syngja vorið og sumarið í hjörtu þeirra sem koma að hlusta. Gaflarakórinn á um þessar mundir 15 ára starfsafmæli. Á efnisskrá kórsins eru m.a. lög, útsetningar og ljóð eftir valin - kunna Hafnfirðinga, Árna Gunn laugsson, Þórð Marteins - son og Eyþór Þorláksson auk kór félaganna Jóns Vals Tryggva - sonar og Harðar Zóphan ías sonar. Stjórnendur kóranna eru Katrín Valdís Hjartardóttir, Hannes Baldursson, Páll Helga son og Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir en um undirleik sjá Sveinn Arnar Sæmundsson, Hólmfríður Sigurðardóttir, Arn hildur Valgarðsdóttir, Arn - gerður María Árnadóttir öll á píanó og Þórður Marteinsson á harmónikku. Bæjarbúar og aðrir velunnarar eru hjartanlega velkomnir. Frítt er á tónleikana. Til söngsins Kóramót kóra eldri borgara á laugardaginn Fyrirlestur um Bessastaða - kirkju Þriðjudaginn 19. maí kl. 20 heldur Þorsteinn Gunnarsson arkitekt og leikari fyrirlestur í Bessastaðakirkju um bygg - ingar sögu kirkjunnar og breyt - ingar sem hafa verið gerðar á kirkjunni. Félag áhugamanna um sögu Bessa staðaskóla, Menn ingar - félagið Dægradvöl og sóknar - nefnd Bessastaða kirkju standa að fyrir lestr inum. Allir eru vel - komnir á meðan húsrúm leyfir. Gefa hjálma Kiwanishreyfingin á Íslandi og Eimskip færa öllum börn - um á Íslandi, fædd árið 2002, reiðhjólahjálma nú í ár eins og undanfarin ár. Öllum börnum verður afhent gjafarbréf í skólunum sem þau síðan koma með og fá þá hjálmana afhenta. Afhending hjálmanna hér í Hafn ar firði fer fram á laugar - daginn við Kiwanishúsið að Hjallahrauni 22 kl. 11-14. Boð ið verður upp á veglega dag skrá, grillaðar pylsur og svaladrykk auk þess verður lögreglan á staðnum og leyfir krökkunum að skoða lögreglu - bíl.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.