Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.05.2009, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 14.05.2009, Blaðsíða 9
www.fjardarposturinn.is 9Fimmtudagur 14. maí 2009 Karlakórinn Þrestir í Hafnar - firði bauð Sunnlendingum til tónleika þann 1. maí s.l. í Skál - holtsdómkirkju og var ókeypis aðgangur. Stjórnandi þeirra er Jón Kristinn Cortez og undir - leikari er Jónas Þórir. Kirkju fyllir var og tón leika - gestir klöppuðu Þrestina upp í þrígang enda þar á ferð einn besti karlakór landsins. Þrest - irnir eru elsti karlakór á Íslandi og stofnaður af Friðriki Bjarna - syni tónskáldi frá Stokkseyri 19. febrúar 1912 og stjórnaði hann kórnum samfellt til 1924. Næsti stjórnandi Þrasta var tónskáldið Sigurður Þórðarson frá Gerðhömrum í Dýrafirði sem stjórnaði kórnum þar til hann stofnaði Karlakór Reykja - víkur árið 1926 og hann stjórn - aði síðan til 1962. Uppklöppslög Þrastanna í Skálholtdómkirkju voru sérlega vel við hæfi hér á Suðurlandi á þeim tímum sem nú eru en þau voru: Fyrst var það óður til sunn lenskrar nátturuperlu er þeir sungu lagið „Fjallið Skjald breiður“ eftir J. H. Stuntz við hið magnaða ljóð Jónasar Hall grímssonar. Síðan lag Eyr - bekk ingsins Sigfúsar Ein ars - sonar „Þú álfu vorrar yngsta land“ við ljóð Hannesar Haf - stein sem vel á við nú sem fyrr er Hannes yrkir þar m.a; Þótt þjaki böl með þungum hramm, þrátt fyrir allt þú skalt, þú skalt samt fram. Síðasta lagið hjá Þröstunum var svo þjóðsöngur Hafnar - fjarðar „Þú hýri Hafnarfjörður“ sem Friðrik Bjarnason samdi við ljóð konu sinnar Guðlaugar Pétursdóttur og þau gáfu Þröst - unum á 25 ára afmæli kórsins. Friðrik var fæddur á Stokkseyri 1880 og lést í Hafnarfirði 1962 og var heiðursborgari þar í bæ. Margir muna þegar Karla - kórinn Þrestir kom til Stokks - eyrar 12. október 2002 á af - mæl is degi tónskáldsins Páls Ísólfs sonar frá Stokkseyri og söng við vígslu málverksins „Brennið þið vitar“ eftir Elfar Guðna Þórðarson listmálara á Stokkseyri. Leyfi mér fyrir hönd Sunn - lendinga að þakka Karla kórn - um Þröstum þessa frábæru stund í Skálholtsdómkirkju. Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka. Þakkir til Þrastanna Karlakórinn Þrestir í Skálholtsdómkirkju Nk. haust mun Tónlistarskóli Álftaness bjóða upp á Suzuki tónlistarkennslu á píanó, fiðlu og selló ef næg þátttaka fæst. Kennt verður samkvæmt móð - ur málsaðferð Shinichi Suzuki. Suzukinámið býðst börnum frá 3-4 ára aldri, einn einkatími á viku (30 mín.) þar sem barnið mætir með foreldrum sínum og hóp tími hálfsmánaðarlega. For - eldr ar taka virkan þátt í námi barna sinna. Í upphafi haustsins verð ur sex vikna námskeið fyrir for eldra með fyrirlestrum og hljóð færaæfingum. Kennarar verða Anna Foss - berg Kjartansdóttir á píanó, Guð mundur Kristmundsson á fiðlu og Haukur F. Hannesson á selló. Allir kennararnir hafa stundað réttindanám Suzuki tónlistarkennara samkvæmt staðli Evrópska Suzuki sam - bands ins. Umsóknarfrestur er til 22. maí og er sótt um á vef Álfta - ness. Allar nánari upplýsinga er að finna á vef skólans tonlistar - skolialftaness.is eða í síma 565 3191. Nýjung í Tónlistarskóla Álftaness Suzuki píanó-, fiðlu og sellókennsla Leikskólabörn í Vesturkoti heimsóttu Hafnarfjarðarhöfn þar sem hann Ragnar Ormsson, hafnsögumaður tók á móti þeim og fræddi þau um svæðið. Þau gátu meðal annars séð ofan í sjóinn sem vakti mikla athygli og snert undarlega fiska bæði stóra og litla. Börnin eru alveg heilluð af heimsókninni og snýst umræðan í leikskólanum þessa dagana aðallega um það sem fyrir augum bar við höfn - ina. Þá fóur elstu börnin á leik - skól anum, Snillingarnir í menn ingarferð í Hafnarborg þar sem þau skoðuðu Veður - skrift sem vakti mikinn áhuga hjá þeim. Börnin voru frædd um listaverkin og túlkun þeirra og höfðu börnin mikinn áhuga á listaverkunum. Snillingarnir hafa líka heim - sótt Hvaleyraskóla einu sinni í viku í vetur þar sem þau hafa fengið afnot af einni kennslu - stofu til að vinna í. Mark miðið með þessum heim sóknum er að gefa elstu börn unum tækifæri til að kynnast skólanum og umhverfi hans. Þau kynnist staðháttum eins og hvar klósettið er, hvar eiga útifötin að vera, hvernig á ég að haga mér á ganginum og kynn ast starfsfólki skólans. Með þessu erum við að stuðla að öryggis - kennd og vellíðan barn anna þegar þau byrja í skól an um. Fiskar, listaverk og nýr skóli Leikskólabörn í Vesturkoti hafa verið á faraldsfæti undanfarið Þau voru pínulítið hrædd við að snerta þorskinn.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.