Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.05.2009, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 14.05.2009, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 14. maí 2009 Lyfjafyrirtækið Actavis er einn af stærri vinnustöðunum hér í bæ. Fyrirtækið hlaut ISO 14001 vottun fyrir um hverfis - stjórnun og hefur haldið því síð an. Actavis leggur mikla áherslu á þátttöku starfsmanna við innleiðingu á stefnu og mark miðum, því er starfandi um hverfisteymi innan fyrir - tækisins sem hefur m.a. staðið fyrir hugmyndasamkeppninni „Betra umhverfi“ en hug mynd - in um Actavis lund til skóg - ræktar var ein af fjöl mörg um hugmyndum starfsmanna sem hafa nú verið fram kvæmd ar. Sl. föstudag var gengið frá samningi við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar um ræktunar - svæði rétt við Smyrlabúð. Fulltrúar Actavis og Skóg - ræktarfélagsins mættu á staðinn og þáðu svo kaffi og meðlæti í húsnæði félagsins. Leó Sig - urðs son, öryggis, heilsu- og umhverfisstjóri Actavis segir áhugann mikinn. Samningurinn um ræktunarsvæðið hafi verið lokaþátturinn í fjölbreyttri um - hverfisviku hjá fyrirtækinu en á hverjum degi var upp ákoma tengd umhverfismálum auk þess sem fjölmargir starfs menn tóku þátt í átakinu Hjólað í vinnuna. Jón Gunnar Jónsson, fram - kvæmdastjóri Actavis hf. sagði aðspurður að með þessu væri Actavis að rækta til framtíðar og þrátt fyrir alla umræðu um hugsanlega sölu á fyrirtækinu væri starf semin í Hafnarfirði gríðar lega öflug og byggði á miklum mannauði sem ekki væri fluttur svo auðveldlega. Actavis ræktar til framtíðar Fékk svæði til skógræktar í upplandinu Fulltrúar Actavis og Skógræktarfélagsins í skógi Hafnfirðinga. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Á mánudaginn, þegar vatnið flæddi úr himnumum, var athöfn í golfskálanum á Hval - eyrinni þar sem nýtt vökvunar - kerfi var gangsett. Eðlilega var það ekki vegna þurrka þó svo nauðsynlegt sé að vökva golf - velli yfir sumartímann, ekki síst flatirnar sem eru snöggslegnar. Hingað til hefur vatn fengist frá almenningsveitum sem ekki hefur verið nægilegt auk þess að vera kostnaðarsamt. Nú hefur verið lögð vatnslögn frá álverinu í Straumsvík sem flytur vatn sem notað hefur verið til að kæla rafspenna í aðveitustöð álversins. Það er nú leitt um það bil tveggja kílómetra leið í tjörn á 8. braut vallarins og getur rennslið orðið allt að 30 lítrum á sekúndu. Vatnið er um 15 gráðu heitt þegar það kemur í tjörn - ina. Úr tjörninni er því dælt inn á vökvunarkerfi vallarins, auk þess sem affall er úr tjörninni út í sjó. Alcan á Íslandi hf. átti frum - kvæði að, kostaði og fram - kvæmdi, lagningu vatns leiðsl - unnar, enda samræmist verk - efnið stefnu fyrirtækisins um að nýta auðlindir sem best. Golf - klúbburinn Keilir sá síðan um að auka og bæta við úðunar - kerfið og var kveikt á því með farsíma á meðan gestir fygldust með flúnir rigninguna í golf - skálann. 15° heitt vatn frá Ísal á golfvöll Endurnýtt vatn í fyrsta sinn notað til vökvunar á golfvelli Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi flytur ræðu, Bergsteinn Hjörleifsson, formaður Keilis fylgist með. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Vikan 20.-24. apríl var gleði - vika í öllum skól um Hjalla - stefnunnar um land allt. Þá var kátt á Hjalla, eins og vanalega. Börnin gerðu ýmislegt sér til gamans, teiknuðu gleðimyndir, bjuggu til gleðipoka, gleði - snúrur, gleðileikrit, borðuðu gleðimat, sungu gleðisöngva og margt margt fleira. Fjöl - skyldum barnanna var svo boð - ið í „Gleðiboð“ þar sem boðið var upp á gleðikaffi og gleði - rúnstykki og svo voru börn in með stórfengleg skemmti atriði! Á föstudeginum kl. 10 voru allir úti með gleðisteina í sinni hvorri hendi og slógu þeim sam an í takt og sendu þar með gleðiorku og góða strauma til alheimsins. Þetta var gert í öllum Hjallastefnuskólum lands ins samtímis og fulltrúar skólans hafa fulla trú á að þetta hafi skapað jákvæða og gleði - lega orku fyrir landið. Trjáræktarstöðin Þöll ehf. opnar á ný eftir vetrardvala miðvikudaginn 20. maí. Skrautrunnar, garðtré, berjarunnar, rósir, skógarplöntur, krúttrunnar og limgerðisplöntur Þöll er opin kl. 8 - 18 virka daga nema föstudaga er opið til kl. 20. Laugardaga er opið kl. 10 - 18. Starfsfólk Þallar veitir gjarnan ráðgjöf varðandi trjá- og skógrækt. Þöll er við Kaldárselsveginn skammt frá Íshestum. Síminn hjá Þöll er 555 6455 Huldufólk og talandi steinar í myndheimi Sveins Björnssonar er ný sýning í Sveinssafni í Krýsu vík sem verður opnuð í tengsl um við vormessuna í Krýsu víkurkirkju á sunnu dag - inn kl. 14. Að messu lokinni verður boðið upp á messukaffi í Sveinshúsi og sýningin opnuð. Gamla ráðsmannshúsið, sem var vinnustofa Sveins hefur ver ið fyllt af huldufólki og talandi steinum. Það kemur til af því að sýn ingar Sveinssafns í Hafnar borg, Char lottenborgar - árin og Sjórinn og sjávar pláss ið, kröfð ust mikillar rann sóknar - vinnu vegna myndavals og út - gáfu sýningarskráa. Þar komust færri myndir að en fyrirhugað var og til að njóta af rakstursins af undir búnings vinn unni er sýn - ing in nú eins konar eftir fylgd við þær. Þar með gefst kær kom - ið tækifæri til að miðla ýmsum þáttum varðandi list sköp un Sveins, sem ekki reynd ist svig - rúm fyrir í Hafnar borg. Ný sýning í Sveinssafni í Krýsuvík Gleðivika með gleðimat og gleðisöngvum

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.