Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.07.2009, Side 5

Fjarðarpósturinn - 16.07.2009, Side 5
Competo – Jafningjafræðsla Hafnar fjarðar er verkefni á veg um Vinnuskóla Hafnar - fjarð ar sem hóf sitt fimmta starfs ár í sumar. Í jafningja - fræðslunni starfa 9 ungmenni á aldr inum 17-20 ára við að fræða starfsmenn Vinnuskólans um fordóma og einelti. Markmið fræðslunnar er að vinna gegn hvers kyns for - dómum í samfélaginu, en lögð hefur verið sérstök áhersla á kyn þáttafordóma, útlendinga - hatur og fordóma gagnvart sam kyn hneigðum og fötluðum. Fjallað er um staðalmyndir ým - issa hópa og hvernig þær móti hugmyndir okkar um annað fólk áður en við kynnumst því. Að sögn Olgu Eir Þórarins - dóttur og Þorsteins Kristins - sonar, verkefnastjóra Competo hefur hver og einn rétt til þess að vera metinn að eigin verð - leik um en ekki dæmdur fyrir - fram út frá ákveðnum hóp sem hann tilheyrir. „Competo fjallar einnig um einelti og mikilvægi þess að allir skilji hve alvarlegt það er. Lögð er áhersla á að aldrei eigi að umbera einelti og að allir eigi rétt á að líða vel í sínu um - hverfi, hvort sem það er í skól - anum eða annars staðar,“ segja Olga og Þorsteinn. „Þá fjöllum við sérstaklega um samskipti á internetinu og þá ábyrgð sem fylgir skrifum og myndbirtingum á netinu. Eftir að eitthvað er komið á netið verður það ekki aftur tekið. Ein elti á netinu er stórt vanda mál en oft á tíðum ósýnilegt. Þegar krakkar verða fyrir að kasti á bloggsíðum, Facebook eða öðrum netsíðum taka þau það ekki síður inn á sig heldur en ef eineltið á sér stað annars staðar. Engu að síður hefur fólk tilhneigingu til að líta svo á að internet skrif séu ekkert til að taka alvarlega. Hreinskilin um ræða um þessi mál er lykilatriði enda vilja flestir vel.“ Að sögn Olgu og Þorsteins er markmið Competo að stuðla að já kvæðum og fordómalausum sam skiptum þar sem fólk kem - ur fram við hvert annað af virð - ingu og skilning. Þannig líði fólki betur með sjálft sig og samfélagið í kringum sig. www.fjardarposturinn.is 5Fimmtudagur 16. júlí 2009 BYGGINGADEILD VERSLANIR VÉLADEILD ÞJÓNUSTUDEILD FESTINGAMEISTARI Í 20 ÁR Unnið gegn fordómum Competo – Jafningjafræðsla Hafnarfjarðar Þátttakendur í Competo verkefninu. Reykjavíkurvegi 60 • sími 555 2887 • www.musikogsport.net ÚTSALA • ÚTSALA • ÚTSALA • ÚTSALA • ÚTSALA • ÚTSALA 30-70% afsláttur F ja rð a rp ó s tu ri n n 0 8 0 7 – © H ö n n u n a rh ú s ið e h f.

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.