Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.09.2009, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 03.09.2009, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 3. september 2009 Reykjavíkurvegi 64 • www.hlif.is Reykjavíkurvegi 48 • Hafnarfirði Grandatröð 8 • www.opal.is HVALUR HF Óskum Hafnarfjarðarhöfn til hamingju með 100 ára afmælið! Bæjarstjórn samþykkti 7. nóvember 1911 að ráðist skyldi í smíði hafskipabryggju ásamt vörupalli og hófust fram - kvæmd ir strax. Í ljósi slæms atvinnuástands var ákveðið að bjóða mönnum að rífa upp grjót og flytja að hinu væntanlega bryggjustæði. Vegur var lagður frá Vesturgötu upp á Kirkjuveg þar sem hluti byggingarefnisins var tekin í hrauninu. Byggð voru þrjú vörugeymsluhús á hafnarbakkanum auk þess sem bryggju bólverkið var stein - steypt. Sjálf var bryggjan úr timbri en uppistöðustaurarnir járnklæddir upp fyrir sjávarmál til að varna tréátu. Viðlegupláss við bryggjuna var um 120 metrar sem gat þjónað nokkr - um togurum og stærri flutn - inga skipum samtímis en vöru - pallurinn fyrir ofan var rúmir 4 þúsund fermetrar. Pallurinn og vöruhúsin þrjú voru leigð ýmsum kaupmönnum og at - vinnu rekendum. Jánbrautar - tein ar voru lagðir á bryggjuna og vörupallinn meðal annars að vöruhúsunum og var hægt að flytja vörur á vögnum um teinana, einnig rann tveggja smálesta uppskipunarkrani eftir teinunum. Fyrsta skipið lagðist að bryggju 28. des em ber 1912 en sjálf bryggjan var vígð 13. febrúar 1913. Til gamans má geta að hafskipabryggjan var fyrsta bryggjan á Íslandi sem Gullfoss lagðist að en hann kom til landsins í apríl 1915.Frá vígslu hafskipabryggjunnar 13. febrúar 1913. Árið 1969 var gerður skjól - garður fyrir tryllubátalægi í Suðurhöfninni og 27 m flot - bryggja gerð fyrir minnstu bát - ana. Var það fyrsta flot bryggjan á Íslandi og hefur hún reynst mjög vel. Í framhaldinu var að - staðan bætt, m.a. settur ramp ur til sjósetn ingar og steyptur viðlegukantur byggð ur. Síðar var aðstaða fyrir smábáta bætt til muna með Flensborgarhöfn en aðstaða fyrir um 80 smábáta var tekin í notkun árið 1989. Óseyrarbryggja Hafist var handa við bygg - ingu fiskiskipabryggju, Óseyr - ar bryggju, árið 1975 en vegna fjárskorts ríkisjóðs tafðist verkið en lauk svo 1978. Alls var viðlegukantur við Óseyrar - arbryggju 285 m langur. Suðurbakki Eftir umfangsmiklar rann - sókn ir og kortlagningu af botni hafnarinnar var hafist handa við undirbúning uppbyggingar Suð ur bakka. Stálþil var rekið niður um 1980 og dýpkað utan við það og fyllt í fyrir innan en í lok september var tekinn í notkun 65 m langur viðlegu - kantur. Uppbygging í Suður - höfninni hefur staðið nær linnu laust síðan, viðlegukantar lengdust og urðu 215 m og minnsta dýpi við bryggju var 6- 8 metar. Hvaleyrarhöfn Á nýunda tug síðustu aldar voru uppi stórtækar hugmyndir um stækkun hafnarinnar utan Suðurgarðs. Byggja átti sjó - varn ar garð frá enda Hvaleyrar út í Helgasker og annan út frá Garða holti og þannig áttu þeir saman að mynda gott skjól fyrir öll mannvirki innan hafnar. Þessar hugmyndir þóttu hins vegar allt of dýrar og undirbúningur að byggingu Hvaleyrarhafnar eins og við þekkjum hana í dag hófust árið 1996 og fram til 2002 var gerð 22 hektara stór landfylling og 600 m brimvarnargarður. Náði hann að verja höfnina fyrir úthafsöldunni. Í framhaldinu var gert athafnasvæði ásamt hafnar bakka sem fullbúinn varð 400 m langur og upp - bygg ing á starfsemi hófst. Uppbygging í Suðurhöfninni Nýja Hvaleyrarhöfnin og varnir Hvaleyrar. Myndin var tekin áður en minni skipakvíin var færð við hlið þeirrar stóru. L jó s m .: M a g n ú s Ó la fs s o n . Fyrsta hafskipabryggjan markaði tímamót Hér hefur hafskipabryggjan (í miðið) verið stækkuð og ný hafskipabryggja hefur verið byggð. Norðurgarðurinn, fremst á myndinni. Honum var að mestu lokið 1944. 0 9 0 8 – © H ö n n u n a rh ú s ið e h f. f y ri r H a fn a rf ja rð a rh ö fn . H e im il d ir : S a g a H a fn a rf ja rð a r e ft ir S ig u rð S k ú la s o n , S a g a H a fn a rf ja rð a r e ft ir Á s g e ir G u ð m u n d s s o n , F ja rð a rp ó s tu ri n n , H a ll d ó r Á rn i S v e in s s o n . L jó s m y n d a ra r e ru ó þ e k k ti r s é þ e ir ra e k k i g e ti ð v ið m y n d . Hafnarfjarðarhöfn L jó s m y n d ir : G u ð n i G ís la s o n L jó s m .: E m il Þ ó r S ig u rð s s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.