Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.09.2009, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 03.09.2009, Blaðsíða 7
www.fjardarposturinn.is 7Fimmtudagur 3. september 2009 Reykjavíkurvegi 70 • Hafnarfirði Bæjarhrauni 2 • 581 1688 Cuxhavengötu 1 • www.saltkaup.is Óskum Hafnarfjarðarhöfn til hamingju með 100 ára afmælið! Við göngustíginn meðfram ströndinni, Strandstígnum, hef - ur Byggðasafnið í samstarfi við Hafnarfjarðarhöfn sett um gaml ar myndir og fróðleik sem bæjarbúar eru hvattir til að skoða. Fróðleikur við Strandstíginn L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Norðurgarður Suðurgarður Óseyrarbryggja Flensborgarhöfn Hvaleyrargarður Hvaleyrarbakki Suðurbakki Norðurbakki Þegar samningar tókust um byggingu og rekstur álvers í Straumsvík var ljóst að byggja yrði gríðarlega stóra höfn til að þjónusta álverið. Staðarvalið byggð ist einnig á því að í Straums vík var auðvelt að koma slíkri höfn fyrir. Íslenska álfélagið og Hafnarfjarðarbær sömdu þannig að bærinn skyldi byggja höfnina, eiga hana og annast rekstur hennar, en ÍSAL skyldi greiða hafnarsjóði allan kostnað við gerð hennar með jöfnum árlegum greiðslum í 25 ár með 6,5% vöxtum. Að þeim tíma liðnum yrði höfnin þá skuldlaus eign Hafnarfjarðar - hafnar. Á móti voru felld niður vörugjöld af aðföngum og fram leiðslu verksmiðjurnar. Seinna var sam ið um að ÍSAL yfir tæki lán vegna smíði hafn - ar innar ekki síst vegna gengis - fellingar ís lensku krónunnar og meiri kostn aðar en gert var ráð fyrir í upphafi. En Hafnar - fjarðar höfn fékk öll venjuleg skipagjöld í sinn vasa og hefur samningur þessi reynst höfn - inni hagfelldur og til mikillar eigna aukningar. Viðlegukanturinn er 225 metra langur með 12 metra dýpi, enda súrálskipin sem leggjast að bryggja einhver þau stærstu sem til landsins koma eða 60.000 tonn. Straumsvíkurhöfn Frá byggingu hafnar og álvers í Straumvík. Hafnarsvæðið í dag. Allt athafnasvæðið er á landfyllingu. Lífið við höfnina er fjölbreytt. Í skútunni á myndinni bjó fjögurra manna fjölskylda sl. vetur en hélt svo í siglingu um heimsins höf í sumar. Drafnarslippur í baksýn heyrir nú brátt sögunni til. Norðurgarðurinn sem lokið var við 1944 var ekki nægileg vörn fyrir höfnina og því var nýr garður, Suðurgarður tekinn í notkun 1953. Lengi hafði verið stefnt að byggingu garðs sunnanmegin en erfið botnlög frestuðu lengi framkvæmdum. Við garðinn var gerð aðstaða fyrir olíuskip og olíustöð var í framhaldi byggð á Hvaleyrar - holti. Auk þess var 70 m langt þverker og var heildarviðlegu - kantur 202 m. Næstu stórframkvæmdir hóf - ust sumarið 1959 þegar bygg - ing Norðurbakka hófst á milli hafskipabryggjanna. Stálþil var slegið niður og fyllt að. Fyrsti áfanginn var 173 m langur. Síðar var gamla haf skipa - bryggjan rifin og viðlegu kant - ur inn lengdur um 90 m. Árið 1974 var lokið við mal bik un og frá gang og eftir að hluti nýrri hafskipabryggjunnar hafði hrun ið var hún rifin árið 1976. Uppbyggingu á Norður bakka var þar með lokið og var starfsemi þar blómleg fram und - ir aldamót en þá hófst und ir - búningur að uppbygginu íbúða á bakkanum sem nú hafa risið. Suðurgarður og Norðurbakki Nokkrar myndanna sem sjá má á Strandstígnum. L jó s m .: L o ft m y n d ir e h f.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.