Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.09.2009, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 03.09.2009, Blaðsíða 10
10 www.hafnarfjardarkirkja.is Fimmtudagur 3. september 2009 w w w .H af na rf ja rd ar ki rk ja .is Hafnarfjarðarkirkja: sími 555 4166. Sóknarnefnd: Aðalmenn: Sigurjón Pétursson, formaður Jónína Steingrímsdóttir, varaformaður Gunnlaugur Sveinsson, gjaldkeri Björg Jóhannesdóttir, ritari Guðbjörg Edda Eggerts - dóttir, Margrét Guðmunds - dóttir og Magnús Sigurðsson. Staðarhaldari: Ottó Ragnar Jónsson. Öll námskeið haustsins eru haldin á fimmtudögum kl. 20. Leiðbeinandi er sr. Þórhallur Heimisson, sókn ar prestur. Skráning fer fram á símatíma kirkj unnar í síma 555 4166 eða á thorhallur33@gmail.com 3. september: Hamingjunámskeið Hafnarfjarðarkirkju. Markmið námskeiðsins er að benda fólki á leiðir til að styrkja sig andlega, líkamlega og félagslega í því ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu og að hjálpa fólki til þess að finna á ný og styrkja lífsgleðina. Hamingjunámskeiðið byggir á hjónanámskeiðum Hafnarfjarðarkirkju, en eru einstaklingsmiðuð og ætluð til að mæta einstaklingnum í þeirri kreppu sem nú gengur yfir land og þjóð. Grunnur þess eru 10 leiðir til lífshamingju sem farið er í gegnum og hafa reynst mörgum vel um land allt. Námskeiðið tekur aðeins eitt kvöld, lýkur um kl. 22. Það er ókeypis og öllum opið. 10., 17. og 24. september: Leyndardómar fornaldarinnar afhjúpaðir Leyndardómar fornaldarinnar er nýtt námskeið sem haldið verður í vetur og er þriggja kvölda námskeið. Tekin verða saman dulspeki og trúar brögð í heilstæðu námskeiði og byrjað á Musteris riddurunum sem margir hafa grúskað í. Farið verður í spurningar um gralinn sem nokkur umræða skapaðist um í kringum Da Vinci lykilinn, síðan áfram í leyndardóma sem tengjast sáttmálaörkinni úr Gamla testamentinu og svo yfir í dulspeki talna og forna merkingu þeirra og hvernig megi lesa út alls konar boð úr tölum bæði kristna dulspeki og aðra. Námskeiðið endar síðan á hugarbrotum um íslensku landvættina og hvernig þeir tengjast fyrrnefndum efnistökum. Þórhallur gaf nýverið út uppflettibókina Orðabók leyndardómanna sem stuðst verður við í kennslunni og getur fólk lesið í henni heima við til að undirbúa sig betur. 1.október: Hamingjukvöld skírnarfjölskyldunnar Öllum foreldrum sem hafa skírt börn hjá Hafnarfjarðarkirkju á liðnu ári er boðið á sérstakt hamingjukvöld. Þema kvöldsins er hvernig hægt er að efla og styrkja hamingju fjölskyldunnar í 10 skrefum. Boðið er upp á veitingar og ljúfa tónlist. 8.-22. október: Hjóna og sambúðarnámskeið Á námskeiðunum er fjallað um samskipti foreldra og barna, stjórnun innan fjölskyldunnar og hvernig þessi atriði endur - speglast í hegðun barna og ungl inga utan fjölskyldunnar. Farið er í gegnum helstu gildrur sambúðarinnar, hvernig fjölskyldu - mynstrum hægt er að festast í, fjallað um væntingar, vonir og vonbrigði þeirra sem tilheyra fjölskyldunni. En fyrst og fremst er fjallað um þær leiðir sem hægt er að fara til að komast út úr vítahring deilna og átaka í sambúð og hvernig styrkja má innviði fjölskyldunnar. Við skoðum líka ýmsar fjölskyldugerðir og velt - um því fyrir okkur hvað hægt er að gera til þess að fyrirbyggja deilur og samskiptaörðugleika. Auðvitað er ekki hægt að leysa öll mál á námskeiði sem þessu, enda forsendur þeirra sem taka þátt mjög mismunandi. Þau pör sem taka þátt geta þess vegna skráð sig í einkaviðtöl mánuði eftir að námskeiðinu lýkur, þyki þeim þörf þar á. Einnig er vísað til presta og annarra fagaðila er geta veitt nánari aðstoð, sé þess óskað. Námskeiðið fer fram í formi samtals milli þátttakennda og leiðbeinanda, þar sem pörin eru m.a. látin vinna ýmis verkefni, hvert fyrir sig. Enginn þarf að tjá sig á námskeiðinu frekar en hann vill. 29. október - 12. nóvember: Allt sem þú vildir vita um Biblíuna en þorðir ekki að spyrja um Biblíunámskeið sem fer í Biblíuna á nýstálegan hátt, til að mynda hvernig hún varð til og hvernig hún hefur verið túlkuð í gegnum aldirnar. Á námskeiðunu mun leiðbeinandi svara spurningum og skapast oft fjörlegar umræður um hin ýmsu málefni Biblíunnar. Fullorðinsfræðsla Fjölbreytt námskeið í boði Við Hafnarfjarðarkirkju er starfandi fjölmennt og öflugt kvenfélag á traustum grunni. Félagið sér meðal annars um prjónakaffi kl. 20 annað fimmtu - dagskvöld hvers mánaðar og er dagskráin fjöl breytt og við allra hæfi. Eru allar konur hjartanlega velkomnar. Allar nánari upplýsingar um Kvenfélagið, fundina og dagskrá vetrarins, má fá hjá Hörpu, formanni félagsins, í síma 616 6466. Öflugt kvenfélag Hádegistónleikar í Hafnarfjarðarkirkju hefjast á ný þriðjudaginn 29. september. Óhætt er að segja að tónleikum þessum hafi verið afar vel tekið og hafa þeir verið vel sóttir. Í haust fær kirkjan góða gesti í heimsókn sem endranær. Aðgangur á tón - leikana er ókeypis. Það er von að stand - enda tónleikanna að sem flestir sjái sér fært að njóta góðrar stundar í húsi Guðs í hádegi, hlýða á fagra tónlist fram reidda af afburðalistafólki við frábærar aðstæður. Haustdagskráin 2009: Þriðjudaginn 29. sept. kl. 12.15-12.45: Orgel og fiðla. Guðmundur Sigurðs - son, kantor Hafnafjarðarkirkju, og Hjör - leifur Valsson fiðluleikari leika fjöl - breytta efnisskrá, m.a. tónlist eftir Bach. Þriðjudaginn 27. okt. kl. 12.15-12.45: Orgel og selló. Hjónin Hörður Ás - kels son söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar og kantor Hallgrímskirkju og Inga Rós Ingólfsdóttur, sellóleikari í Sinfóníu - hljómsveit Íslands, flytja rómantíska tónlist eftir Camille Saint-Säens og fleiri. Þriðjudaginn 24. nóv. kl. 12.45: Eyþór Ingi Jónsson, organisti Akur - eyrarkirkju, leikur rómantíska efnisskrá frá Skandinavíu á Scheffler orgel kirkj - unnar. Hádegistónleikar í Hafnarfjarðarkirkju Í vetur verður boðið upp á kórastarf fyrir börn og unglinga á aldrinum 4-16 ára. Kórarnir munu taka þátt í fjölskyldu - guðþjónustum, syngja á jólatónleikum, setja upp jólahelgileik, fara á kóramót, æfingabúðir, óvissuferð og fl. Enn er hægt að bæta við kórfélögum sem eru hvattir til að mæta á næstu æfingu. Mánudaga: Barnakór 4-6 ára kl. 16.45 -17.30 Eldri barnakór 7-9 ára kl. 17.15-18 Unglingakór 10 -16 ára kl. 18-19 Einnig æfir unglingakórinn á fimmtu - dögum kl. 17.30-19. Stjórnendur kóranna eru Helga Lofts - dóttir kórstjóri og Anna Magnús dóttir píanó leikari Allar nánari upplýsingar eru í síma 695- 95-84 eða á helga.loftsdottir@gmail.com Allir eru velkomnir til að vera með. Glaðir syngja krakkarnir Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.