Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.09.2009, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 03.09.2009, Blaðsíða 8
Hafnarstjórn hefur leitað leiða til að auka rými fyrir minni fiski báta og frí stunda - báta en þeim hefur fjölgað verulega undan farin ár. Áhugi er hjá bæjarbúum að gera hafnar svæðið meira aðlaðandi og tengja það listum og ferða - mennsku. Fram hafa komið skemmtilegar hugmyndir um endurskipu lagningu á fjarð ar - botninum eins og sýnt er á með fylgj andi myndum. Byggð yrði rúmgóð ný smá bátahöfn framan við Strand götuna og mið bæinn. Göngubrú tengdi miðbæinn við hafnarsvæði en brúnni yrði lyft þegar stærri skútur þyrftu að komast undir hana. Auknar sigl ingar báta að og frá höfninni skapa aukið líf við höfnin. Nýtt bygginga - svæði yrði til með upp fyll ing - um í gömlu smábáta höfn inni og á svæðinu þar sem flotkvíin var. Þar mætti t.d. koma fyrir lágreistum bygg ing um með verslunum, veitinga stöðum og menningarstarfsemi. Frumhugmyndir Þetta eru frumhugmyndir sem sýna að spennandi tæki - færi eru til sem bæta mannlíf og um hverfi í miðbæ Hafnar - fjarðar. Tillögurnar hafa fengið góðan hljómgrunn en vilji er til að takmarka landfyllingu eins og kostur er. Það er ljóst að þessi tillaga hefur veruleg áhrif á útlit hafnarinnar sem hefur þróast og breyst mikið í gegnum árin. Mikið hefur verið fyllt upp og því taka menn varlega hug - myndum sem gera ráð fyrir miklum fyllingu. Athafnasvæði Siglinga - klúbbs ins Þyts breytist veru - lega við þessar tillögur, minnk - ar næst Strandgötunni en gefur e.t.v. betra skjól fyrir siglingar barna og unglinga. Framtíðarsýn Framtíðarsýn Hafnarfjarðar - hafnar er að reka öfluga hafnar - starfsemi og um leið vera sterk - ur bakhjarl íbúa og atvinnulífs í Hafnarfirði. Nú er svo komið að Hafnar - fjarðarhöfn á ekki hagkvæma stækkunarmöguleika á núver - andi stað og eðlilegt að horft sé til annarra framtíðarmöguleika. Alls staðar þar sem hafnir eru mið svæðis virðist þróunin vera að íbúðabyggð og þjónusta bygg ist upp á hafnarsvæðum eins og í Hafnarfirði og að gróf - ara hafnar svæði flytjist annað. Hafnarstjórn hefur verið að vinna að langtíma stefnumótun í ljósi þessara staðreynda og telur fýsilegt að byggja nýja höfn vestan Straumsvíkur sem að mestu yrði í landi Óttar - staða. Mögu leik ar austan Straums - víkur hafa líka verið kannaðir en þar reyndust ekki vera ákjós an legar aðstæður. Í sam - vinnu við Siglinga stofnun hefur öldu far verið kannað og botn lög rann sökuð með tilliti til hafnar gerðar vestan Straums - víkur og virðast aðstæður þar all góðar. Þetta yrði stór höfn sem þjónað gæti stórum hluta sigl inga til höfuðborgar svæð - isins og skapað mikla upp - byggingu og atvinnu starfsemi. Tillög urnar voru kynntar í skipulags- og bygg ingarráði í september sl. Gert er ráð fyrir að vernda bæjar stæði Óttar - staða bæjanna í eins konar vin á miðju athafna svæð inu. Þýska - búð og Jónsbúð eru utan hafn - ar svæðisins. Skv. hugmyndunum er gert ráð fyrir að meðfram nýrri legu Reykjanesbrautar verði hafnar - svæði nærri 200 hektarar. (2 millj. m²) og lækkað um 12-14 m þars sem það er mest innst í landinu. Hafnargarður inn yrði gerður úr efni sem þarna fengist, auk sjávarefna, en hann yrði skv. hug mynd unum gerður í tveim ur áföng um. Engin pólitísk ákvörðun hef - ur enn verið tekin um upp bygg - ingu slíkrar hafnar en næsta skref er að kynna skipu lags - tillögur sem nú er verið að vinna að. 8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 3. september 2009 Óseyrarbraut 23 • www.atlantsolia.is Hvaleyrarbraut 3 • www.sonar.is Fornubúðum 3 • www.fms.is Fiskmarkaður Suðurnesja Óskum Hafnarfjarðarhöfn til hamingju með 100 ára afmælið! Hugmyndir um nýja smábátahöfn e A e e Mörk hafnarsvæðis Ba kka svæ ði 2 6 m.y.s. TANKAR / GEYMAR SKEMMUR / STÆRRI BYGGINGAR VERNDARSVÆÐI OLÍUBIRGÐASTÖÐ / VATNSBIRGÐASTÖÐ SKRIFSTOFUBYGGINGAR HÖFUÐSTÖÐVAR FYRIRTÆKJA / GÁMALÖLLUR Lóð 3,1 ha Lóð 60,8 ha Lóð 10,9 haLóð 11,7 ha Lóð 8,8 haLóð 10,2 ha Lóð 7,6 haLóð 10,3 ha Lóð 8,9 haLóð 12,1 ha Lóð 7,3 haLóð 8,8 ha ÓTTARSTAÐIR Framtíðarsýn fyrir Hafnarfjarðarhöfn Hugmyndir um stóra gámaskipahöfn við Straumsvík hafa verið kynntar í stjórnkerfi bæjarins. Ein af tillögunum Alark arkitekta sem gerir ráð fyrir göngubrú frá Fjarðartorgi yfir á Óseyrarbryggju. Tillaga að smábátahöfn. Önnur hlið á hafnarlífi. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n T e ik n in g : L a n d s la g e h f.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.