Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.09.2009, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 03.09.2009, Blaðsíða 11
Hafnarfjarðarkirkja 11Fimmtudagur 3. september 2009 Sr. Þórhallur Heimisson, sóknarprestur símar: 555 4166, 891 7562 thorhallur33@gmail.com þriðjudaga-föstudaga kl. 10-12 og eftir samkomulagi. Sr. Kjartan Jónsson (til september) símar: 555 4166, 863 2220 kjartan.jonsson@kirkjan.is mánudaga-fimmtudaga kl. 10-12 og eftir samkomulagi. Viðtalstímar presta www.hafnarfjardarkirkja.isSafnaðarheimilið Strandberg: Ottó Jónsson staðarhaldari, sími 555 1295 otto@hafnarfjardarkirkja.is Einar Örn Björgvinsson kirkjuþjónn, sími 897 0647 einabj@hi.is Guðmundur Sigurðsson kantor, sími 899 5253 gudmundur.sig@gmail.com Valnefnd var einhuga um að velja sr. Þórhall Heim isson nýjan sókn arprest við Hafnar fjarðar - kirkju og tók hann við embættinu 1. júlí sl. Dr. Gunnar Kristjánsson prófastur Kjalarness prófasts - dæm is setti sr. Þórhall síðan form - lega inn í embætti sóknarprests við hátíðlega messu þann 9. ágúst. sl. Hvað er þér efst í huga þegar þú hefur nú verið ráðinn sóknarprestur eftir langt starf við kirkjuna? Ætli það sé ekki þakk læti fyrir gott samstarf á liðn um árum? Það hefur verið gott að fá að þjóna í Hafn ar fjarðarkirkju und an farin 13 ár. Hér er hörku dugleg sókn - arnefnd og frábært starfsfólk sem legg ur sig fram fyrir kirkj una sína. Söfnuðurinn stend ur líka traust ur að baki kirkjunni sinni. Ég hlakka því til framtíðarinnar hér og vona að Guð gefi mér mörg góð ár í starfinu. Fjárhagserfiðleikar herja nú á íslensku þjóðina, eru störf prests önnur nú en þegar góðæri ríkti? Leitar fólk frekar í kirkju þegar illa árar en þegar vel gengur? Störf prestsins eru alltaf þau sömu, en áherslunar breytast að sjálfsögðu með breyttum aðstæð - um. Fólk hefur leitað mikið til kirkjunnar á erfiðum stundum í gegnum árin. En undanfarið ár hef ur verið mjög sérstakt hvað þetta varðar. Það má segja að sím - inn stoppi ekki í kirkjunni og stöðugt fleiri leita hingað ráða varðandi fjölskyldumál, fjárhags - áhyggjur, atvinnumissi, kvíða og sorg. Kirkjan reynir að bregðast við með því að aðstoða fólk og leiðbeina, með sálgæsluviðtölum og samtali og með því að opna dyrnar fyrir öllum sem til hennar leita. Eru sóknarbörn Hafnarfjarðar - kirkju dugleg að mæta í starf kirkjunnar? Já, ég get ekki sagt annað. Hér er fullt út úr dyrum í félagsstarfi kirkj unnar dag eftir dag, fjöl - menni mætir í Fullorðins fræðsl - una og yfir vetrartímann er messu sókn afbragðs góð. Stund - um er sagt að enginn mæti í kirkj - una, en það segja bara þeir sem ekki taka þátt í starfi hennar. Við áætl um að um 40.000 manns nýti sér þjónustu Hafnarfjarðarkirkju yfir árið. Þjóðkirkjufólk í Hafnar - firði elskar kirkjuna sína eins og mikill áhugi á kirkjustarfinu sýnir. Nú, þegar þú ert nýr sóknar - prestur og brátt verður ráðinn nýr prestur við kirkjuna, má vænta áherslubreytinga í starfi kirkjunnar? Auðvitað verða alltaf áherslu - breytingar með nýju fólki. Þó ég hafi starfað hér síðan 1996 kem ég nú á nýjan hátt að starfinu sem sókn arprestur með öðrum áhersl - um. Sama gildir um hinn nýja prest sem kemur hingað með sína reynslu, menntun, útgeislun og áhuga. Það verður spennandi að taka á móti nýjum presti til þjón - ustu við kirkjuna í haust og móta með honum, sóknar nefnd inni og öllu starfsfólki Hafnarfjarðar - kirkju, farveg safnaðarstarfsins. Fyrir nokkrum árum bjó ég til eink unnar orðin „Þjóðkirkja í þína þágu“ fyrir Hafnarfjarðarkirkju. Þannig viljum við starfa í Þjóð - kirkjunni, fyrir og með fólkinu í söfnuðinum, undir handleiðslu Guðs. Kirkjan er samfélag og við ætl um okkur að efla og styrkja samfélagið í Hafnarfjarðarkirkju og gera það enn betra á komandi tíð. Sr. Þórhallur vígðist sóknarprestur við Langholtskirkju í Reykjavík árið 1989. Hann var framkvæmdastjóri Kirkju - miðstöðvar Austurlands 1991-1993 og hélt þá til Svíþjóðar. Í Svíþjóð starfaði sr. Þórhallur sem prestur við sænsku kirkjuna og stundaði hann jafnframt því nám í trúarbragðafræði við háskólann í Uppsölum. Sr. Þórhallur var kosinn prestur við Hafnarfjarðarkirkju árið 1996 og hefur þjónað hér síðan. Nýr sóknarprestur Sr. Þórhallur Heimisson er þó alls ekki nýr prestur við kirkjuna Allir sem eru á facebook geta nú skráð sig í nýjan hóp þar sem heitir „Vinir Hafnarf jarðarkirkju“. Þau sem eru í hópnum fá fyrst allar nýjustu fréttirnar úr kirkjustarfinu, upplýsingar um námskeið, helgihald og allt annað sem er að gerast. Ef þú vilt vera „Vinur Hafnarfjarðar - kirkju“ á netinu, skráðu þig þá strax! Kirkjan á Facebook Fáðu fréttir frá kirkjunni þinni beint til þín Barbörukórinn í Hafnar - firði heldur tónleika í Hafn - ar fjarðarkirkju sunnu daginn 11. október kl. 17. Flutt verða íslensk þjóðleg við trúarlegan kveðskap í útsetn ingum Smára Óla - sonar tónvísindamanns. Smári hefur um langt ára - bil verið einn fremsti þjóð - laga sér fræðingur Íslend - inga og útsett þjóðlög í afar vönd uðum stíl sem hentar einkar vel hinum gömlu lögum. Útsetning hans af „Ég byrja reisu mín“ hefur fyrir löngu skipað sér í flokki með íslenskri kór - klassík og hefjast tón leik - arnir á flutningi þess lags. Í fyrsta sinn eru nú haldni r tónleikar þar sem ein ungis eru fluttar útsetn ingar Smára. Er því um tölu verð - an viðburð að ræða og er fólk hvatt til að fjöl menna. Tónleikar Barböru - kórsins 11. október Íslensk þjóðlög við trúarlegan kveðskap L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Smári Ólason Gregorskar morgunmessur hefjast miðvikudaginn 2. september kl. 8 og verða alla miðvikudagsmorgna til jóla. Það einkennir þessa messu að hún byggir á hefðbundinni messu sunnudagsins, sem sungin er með gregorsku tónlagi, en bætt er við fleiri söngvum messunnar í sama stíl. Gregorssöngurinn var sá söng ur sem kirkjan tók í arf þegar fyrstu messubækur á íslensku voru gefnar út á 16. öld. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að koma saman og hafa gleði af því að iðka klassíska tilbeiðsluhætti með hinum elsta söng kirkjunnar, en einnig að styrkjast í trúnni á erfiðum tímum. Eftir messuna er morgunverður í safnaðarheimilinu og lýkur honum kl. 9. Gregorskar morgunmessur

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.