Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.11.2009, Qupperneq 2

Fjarðarpósturinn - 12.11.2009, Qupperneq 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 12. nóvember 2009 Æ, hvað það getur verið erfitt að vera bæjar - fulltrúi þar sem venjulegar uppskriftabækur duga ekki til. Svo virðist sem alltaf sé settur of mikill pipar í piparkökurnar svo menn geti ekki notið saman. Á síðasta bæjarstjórnarfundi var íbúalýðræði og fundargerðir nokkuð til umræðu. Mikil viðkvæmni var við að skera ætti niður í stjórnunarstöðum í félagsmið - stöðvum, reyndar svo að börn mótmæltu og funduðu með bæjarstjóra. Það kemur mér ekki á óvart að betra sé að vera með færri stjórnendur og mætti gera það víðar. Aldrei þorðu flokkarnir að ljúka sameiningu í tómstundageiranum og setja í eitt tómstundafulltrúaembætti, embætti íþróttafulltrúa og æsku lýðs - fulltrúa og hvað þá að sameina skrifstofurnar. Svo er verið að leigja af coke-framleiðendum skrifstofur í Gamla bókasafninu. Nei, alltaf á að skoða hvað megi gera betur og hagkvæmar í stjórnkerfinu, því þarna er verið að fara með fé bæjarbúa. Börnin okkar þurfa líka að læra að það þarf að spara þegar að kreppir. Íbúalýðræðið var rætt og vildu sumir fresta íbúaþingi og spara þannig fé. Lýðræði kostar, það er löngu vitað. Það er vandasamt að kalla eftir skoðunum bæjarbúa svo gagn sé af og ég hef marg oft kallað eftir íbúaþingum um hin ýmsu mál bæjarins því minnsta gagnið er að taka of margt fyrir í einu. En þar sem menn ræddu líka fundargerðir vil ég ítreka að upplýsingaflæði er hornsteinn lýðræðis. Án góðra upplýsinga - t.d. með vel skrifuðum fundargerðum - geta íbúar ekki myndað sér hlutlæga skoðun og sleggjudómar og dómstólar götunnar blómstra. Lengi lifi lýðræðið! Guðni Gíslason. Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Sunnudagur 15. nóvember Messa kl. 11 Kór Flensborgarskólans leiðir messusvör og flytur kórverk undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Sr. Þórhallur Heimisson sóknarprestur predikar. Ræðuefni: „Nýtt upphaf“. Sunnudagaskóli fer fram í safnaðarheimilinu á sama tíma Sameiginleg hressing eftir stundina. Morgunmessa alla miðvikudagsmorgna kl. 11. Víðistaðakirkja sunnudagurinn 15. nóvember Fjöldskylduhátíð kl. 11 Sunnudagaskóla og fjölskylduguðsþjónustu fléttað saman. Barnakórinn og Stúlknakórinn syngja undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Tónlistarnámskeið fyrir ungbörn 6 vikna krílasálmanámskeið hefst 30. nóv. Sjá nánar í blaðinu og á heimasíðu kirkjunnar. Þátttökugjald kr. 3.000,- Skráning: arngerdur.arnardottir@kirkjan.is www.vidistadakirkja.is LOFTNETS OG SÍMAÞJÓNUSTA Viðgerðir og uppsetningar á loftnetum, diskum, heimabíóum, flatskjám. Síma- og tölvulagnir Loftnetstaekni.is sími 894 2460 Sendibílaþjónusta í 25 ár! Benni Ben. • 893 2190 Tölvuþjónustan Rthor Fartölvuviðgerðir og almennar tölvuviðgerðir. Kem í heimahús Ódýr og góð þjónusta Sími: 849 2502 SAUMAKONA í Hafnarfirði - földun - rennilásar - gardínur - hvers kyns saumaskapur GOTT VERÐ Reykjavíkurvegi 22 á bak við Sjónarhól Opið kl. 17 til 21 miðvikudagar lokað Sími 867 2273 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNARFJARÐAR SÍMI 565 9775 - ALLAN SÓLARHRINGINN - UTH.IS Frímann Andrésson útfararstjóri hÁLFDÁN hÁLFDÁNARSON útfararstjóri Kaffisetur Samfylkingarinnar í Hafnarfirði alla þriðjudaga og föstudaga kl. 10-12 Strandgötu 43 Rjúkandi kaffi og meðlæti. Fjörugar og lýðræðislegar umræður um fjölbreytt málefni. Allir velkomnir Sýningar í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 sýnir kvik - myndasafn Íslands myndina Der Ge - teilte Himmel í leikstjórn Konrad Wolf. Á þriðjudaginn kl. 20 verður sýnd myndin Pierrot le fou í leikstjórn Jean-Luc Godard. Jean-Luc Godard (1930) er einn af frumkvöðlum frönsku nýbylgjunnar sem var áber - andi í Frakklandi á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Myndin rekur sögu Pierro sem stingur af frá borgara legu leiðinlegu lífi sínu frá París til Miðjarðarhasins með Mari - anne, ungri konu sem er hundelt af alsírskum leigumorðingjum. Papa Jazz í bókasafninu Í dag kl. 17 les Árni Matthíasson upp úr bók sinni Papa Jazz: Lífshlaup Guðmundar Steingrímssonar. Papa Jazz mætir með trommurnar, spilar og spjallar við gesti. Jarðfræðileg streitusvæði Fundur í Sálarrannsóknarfélagi Hafn - arfjarðar í kvöld í Gúttó kl. 20.30. Þar mun Bryndís Pétursdóttir bowen tæknir segja frá starfi sínu við að finna jarðfræðileg streitusvæði með prjónamælingum. Aðgangur er ókeypis. Prjónakaffi í kvöld Prjónakaffi Kvenfélags Hafnar - fjarðar kirkju verður í Vonarhöfn í kvöld kl. 20-22. Frítt kaffi og te. Allir velkomnir. Tónleikar í Fríkirkjunni Gumundur Pálsson og félagar verða með létta tónleika með spjalli um daginn og veginn í Fríkirkjunni á föstudaginn kl. 20. Frítt er inn. Upplestur fyrir börn Upplestur verður fyrir yngstu börnin í Bókasafni Hafnarfjarðar á þriðju - daginn kl. 17 en þá les Anna Ing ólfs - dóttir upp úr nýútkominni barnabók sinni Mjallhvítur. Þetta er saga af sprell lifandi og skemmtilegum heim - ilisketti. Ljóðaupplestur Í tilefni af útgáfu ljóðabókarinnar Að jörðu mun höfundurinn, Ása Marin, lesa upp ljóð úr bókinni í Hafnar fjarð - ar kirkju miðvikudagskvöldið 18. nóvember. Upplestur hefst kl. 20.30.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.