Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.11.2009, Side 9

Fjarðarpósturinn - 12.11.2009, Side 9
www.fjardarposturinn.is 9Fimmtudagur 12. nóvember 2009 TILLAGA AÐ BREYTINGU Á AÐALSKIPULAGI HAFNARFJARÐAR 2005- 2025, SUÐURHÖFN Bæjarstjórn Hafnarfjarðar, samþykkti á fundi sínum þann 13. október 2009, að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnar - fjarðar 2005 - 2025 fyrir Suðurhöfn í Hafnar - firði, skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Í breytingartillögunni felst að megin stofnbraut hafnarsvæðisins, Óseyrarbraut, verði felld út af aðalskipulaginu í þeirri mynd sem hún er sýnd þar og sett inn á aðalskipulagið í þeirri mynd sem hún er í dag. Tillaga að deiliskipulagi svæð isins er auglýst samhliða tillögunni. TILLAGA AÐ BREYTTU DEILISKIPULAGI SUÐURHAFNAR, ÓSEYRARBRAUT 28-33 Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar, samþykkti á fundi sínum þann 20. október 2009, að auglýsa til kynningar tillögu að breyttu deiliskipulagi Suðurhafnar, Óseyrarbraut 28-33, skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Breytingin felst í að gert er ráð fyrir nýrri lóð norðan við Óseyrarbraut 31 með nýtingarhlutfall 0.3. Afmörkuð er lóð fyrir fráveitutank og sett kvöð á Óseyrarbraut 29 um aðkomu að honum. Nýtingarhlutfall lóðar nr. 28 er hækkað í 0.4 og bygg ingar - reitur stækkaður. Aðalskipulagið og deiliskipulagið verða til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, frá 12. nóvember – 11. desember 2009. Hægt er að skoða aðalskipulags- og deiliskipu - lagstillögurnar á vef Hafnarfjarðarbæjar www.hafnarfjordur.is Nánari upplýsingar eru veittar á skipulags- og byggingarsviði. Þeir sem telja sig hagsmuna eiga að gæta við aðalskipulagið eða deiliskipulagið er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingarnar og skal þeim skilað skriflega til skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 28. desember 2009. Þeir sem ekki gera athugasemdir við breytingarnar teljast samþykkir þeim. Skipulags- og byggingarsvið Hafnarfjarðar Menntamálaráðuneytið hefur frá árinu 1992 staðið að rann - sókninni Ungt fólk. Í febrúar á þessu ári voru spurn - ingalistar lagðir fyrir nemendur og fimmtu - daginn 22. októ ber voru síðan kynntar nýjar niðurstöður úr svörum rúmlega 22.000 nemenda úr 5. - 10. bekk grunnskóla af landinu öllu. Hag - nýtt gildi ran nsókn - anna er mikið um hagi og líðan barna og unglinga. Ítrekað sýna rann - sóknarniðurstöður að nemendur sem stunda reglulega íþróttir og líkamsrækt líður betur, reykja síður, eru ólíklegri til að nota vímuefni og taka þátt í nei - kvæðu atferli en þeir sem stunda ekki íþróttir. Áralangar rannsóknir hafa einnig sýnt að sjálfsmynd barna sé að miklu leyti mótuð í gegn - um þátttöku í félags- og tóm - stundastarfi þeirra. Þátttaka í skipulögðu starfi í umsjón ábyrgra aðila er talin hafa upp - byggileg áhrif á líf barna og ungl inga. Mikill meiri hluti for ráða - manna ungl inga í 9. og 10. bekk eða um 94% hvetur þau til heil brigðs lífsstíls. Hlut fall nemenda sem segjast aldrei stunda íþróttir með íþróttafélagi hækkar með aldri og er orðið 49% hjá 10. bekk ing - um og af þeim eru stúlkurnar í meiri hluta. Um 32% nem enda í 10. bekk stundar íþróttir með íþróttafélagi fjórum sinnum í viku eða oftar, drengir eru fjölmennari en stúlkur. Nem endum í 10. bekk sem æfa íþrótt ir með íþróttafélagi fjórum sinnum eða oftar í viku fjölgar bæði hjá stúlkum og drengjum milli áranna 2006 til 2009. Að sama skapi fækkar báðum kynjum í 10. bekk sem svara að þau æfi nær aldrei íþróttir með íþróttafélagi á milli áranna 2006 til 2009. Gefur þetta vísbendingu um að dregið hafi úr brottfalli elstu nemenda grunnskólans úr skipu - lögðu íþróttastarfi undan farin þrjú ár og ber að fagna því. Þeir nemendur í 9. og 10. bekk sem hafa einhvern tíma hætt að stunda íþróttir með íþróttafélagi gáfu upp í 82% tilfella að þeir hefðu misst áhugann, tímaleysi var önnur helsta ástæðan sem nefnd var, en 53% nemenda kvað það hafa valdið brotthvarfi þeirra. Með þessar rannsóknarniður - stöður í höndunum er full ástæða til að hvetja þjálfara íþrótta félaga, iðkendur og for - ráðamenn til að kanna betur hvað sé hugsanlega hægt að gera til að viðhalda áhuga íþrótta iðkenda sem lengst bæði til að seinka og minnka brottfall unglinga úr skipulögðu íþrótta - starfi. Höfundur er framkvæmda - stjóri Íþróttabandalags Hafnarfjarðar. Áhugamissir og tímaleysi Helstu ástæður brottfalls úr skipulögðu íþróttastarfi unglinga Elísabet Ólafsdóttir Sundlaugar Hafnarfjarðar í samstarfi við Sundfélag Hafnarfjarðar kynna sundátak fyrir almenning Sundátakið hefst á sundlaugarbakkanum í Ásvallalaug í kvöld kl. 19.30. Sundþjálfari frá SH kynnir leiðir til að gera sundiðkun að heilsurækt með fjölbreyttu og skemmtilegu æfingakerfi. Allir velkomnir. Á föstudaginn kl. 20 verður Guðmundur Pálsson, bassa - leikari í Fríkirkjunni með tón - leika þar sem hann flytur eigið efni í „kántrí-stíl“ með aðstoð nokkurra snillinga. Þeir sem ætla að spila með honum eru bræðurnir Örn og Jón Kr. Arnarsynir, bræðurnir Ævar og Örvar Aðalsteinssynir, Gestur Pálmason, slagverk og Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Lands bjargar leikur á munn - hörpu. Efnisskráin samanstendur af lögum og textum sem Guð - mund ur hefur nýlega gert í bland við gamalt efni, s.s. gamla skátamótssöngva en Guðmundur er mikill skáti eins og reyndar allri þeir sem leika með honum á föstudag.. Yfirskriftin er Kvöldstund, Guðmundur Pálsson & félagar enda verða tónleikarnir í léttum dúr, örlítið spjall um daginn og veginn, tilgang lífsins og eitthvað fleira sem fær fólk til umhugsunar. Frítt er inn. Kvöldstund - tónleikar í Fríkirkjunni Guðmundur Pálsson og félagar leika létt lög á opnum tónleikum

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.