Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.06.2010, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 16.06.2010, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3 Miðvikudagur 16. júní 2010 Sólstöðuhátíð víkinga er nú haldin í 14. sinn og er glæsileg að vanda. Aðsókn hefur verið mjög góð að sögn Jóhannesar Viðars Bjarnasonar sem staðið hefur fyrir þessum vinsælu hátíðum. Víkingar koma víða að og margir koma ár eftir ár. Sumir smíða ýmsa dýrgripi og selja, aðrir sýna leiki og berjast á banaspjótum og enn aðrir gleðja gesti með söng og bara með því að vera til innan um sauðsvartan almúgann og færa birtu í hversdagsleikann. Enginn alvöru Hafnfirðingur ætti að láta sólstöðuhátíðina fram hjá sér fara og veðrið ætti að vera til þess að drífa sig í miðbæinn á víkingahátíð. Sunnudagur 20. júní Guðsþjónusta kl. 11 Sr. Kjartan Jónsson prédikar. Vertu hjartanlega velkomin(n) í kirkjuna þína. www.astjarnarkirkja.is Ástjarnarkirkja Kirkjuvöllum 1 Reykjavíkurvegi 66 - Hafnarfirði SKÓLATÖSKUR Er barnið þitt að byrja í skóla í ágúst? Tilboð á flottum skólatöskum og pennaveskjum til 30. júní. Í OFFICE 1 30 - 66% afsláttur Forseti veitti nýlega Íslensku menntaverðlaunin í Mýrarhúsa­ skóla á Seltjarnarnesi en þau eru bundin við grunnskólastarfið og eru veitt í fjórum flokkum. Í flokki skóla sem sinnt hafa vel nýsköpun eða farsælu samh engi í fræðslustarfi hlaut verð launin Lækjarskóli í Hafn­ ar firði. Í dómnefndaráliti segir m.a.: „Lækjarskóli er verðugur hand­ hafi menntaverðlaunanna 2010 fyrir farsælt samhengi í fræðslu­ starfi. Skólastarfið í Lækjar­ skóla á sér langa og farsæla sögu sem hefur mótast í sam­ ræmi við aðstæður á hverjum tíma. Starfsemi skólans ein­ kennist af metnaði og samvinnu þar sem nemendur eru í brenni­ depli. Nám við skólann er í stöðugri þróun og beinist að því að koma til móts við þarfir sem flestra og þjóna Hafnfirðingum sem best.“ Álit dómnefnar má lesa í heild sinni á www.forseti. is Lækjaskóli fær menntaverðlaunin Bæjarstjórnin hélt móttöku í tilefni verðlaunanna. Haraldur skólastjóri flytur ávarp. Haraldur Haraldsson stoltur við verðlaunagripinn. Sunnudagur 20. júní Messa kl. 11 Þrenningarhátíð. Prestur sr. Þórhallur Heimisson. Organisti: Bjartur Logi Guðnason. Einsöngvari: Jóhanna Ósk Valsdóttir. Allir velkomnir. Um hundrað manns færðu fimm fyrstu menn á lista Samfylkingar neðar á lista og tæplega sextíu manns færðu Lúðvík Geirsson ofar á lista en aðeins sex færðu hann neðar. Þá var nafn Lúðvíks 50 sinnum strikað út. Útstrikanir: Margrét Gauja Magnúsd. (S) 210 Rósa Guðbjartsdóttir (D) 189 Valdimar Svavarsson (D) 109 Guðfinna Guðmundsd. (S) 99 Eyjólfur Sæmundsson (S) 62 Lúðvík Geirsson (S) 50 Guðmundur Rúnar Árnason (S) 30 Gunnar Axel Axelsson (S) 21 Helga Ingólfsdóttir (D) 15 Sigurlaug Anna Jóhannsd. (D) 14 Helga R. Stefánsdóttir (D) 11 Útstrikanir og tilfærslur höfðu engin áhrif á úrslit kosn­ inganna. Margrét Gauja og Rósa oftast strikaðar út Guðmundur Rúnar oftast færður neðar á lista Sólstöðuhátíð víkinga stendur yfir 20 ára afmælishátíð í dag – hátíðinni lýkur á sunnudag Strákarnir börðust með alvæpni en enginn slasaðist. Jóhannes kampakátur. Lj ós m yn di r: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.