Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.06.2010, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 16.06.2010, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 16. júní 2010 Málefnasamningur Sam­ fylkingar og Vinstri grænna var lagður fram á bæjar stjórnar fundi á mánudaginn. Í honum eru fjölmörg atriði og til að gefa mynd af fjölbreyti­ leikanum er eftirfarandi m.a. í samningnum: 1. Stjórnsýsla og lýðræði Meirihlutinn leggur höfuð­ áherslu á að bæta möguleika íbúanna á beinni þátttöku í stefnumótun og ákvarðanatöku um mál sem þá varða. Leitað verður leiða til að bæta vinnulag bæjarstjórnar, t.d. með því að gera breytingar á fyrirkomulagi bæjarstjórnarfunda. Farið verður yfir stjórnkerfið á grundvelli úttektar sem fráfarandi bæjarstjórn hefur látið vinna og lagt mat á með hvaða hætti það verði lagað að breyttum að stæð­ um, sem skap ast m.a. vegna yfirfærslu mál efna fatlaðs fólks til sveitar félagsins. Kannað verður hvort og með hvaða hætti mögulegt er að innleiða viðurkennda gæða staðla í starfi bæjarstjórnar og stjórn­ sýslunnar. Skipuð verður lýðræðis­ og stjórn sýslunefnd kjörinna bæjar­ fulltrúa til að fylgja eftir ofan­ greindum verkefnum. 2. Fjármál og rekstur Styrkja þarf tekjustofna bæjarins með markvissum aðgerðum í skipulags­ og atvinnumálum og hlúa að starfsumhverfi fyrirtækja í bænum. Bærinn á tilbúnar íbúða – og atvinnulóðir sem verðmetnar eru á nærri 10 milljarða króna. Peningaleg eign bæjarins um 4 milljarðar krónur verður notuð til að greiða niður skuldir, lenging lánstíma lánanna, sala lóða og framangreint veltufé leiða til þess að greiðslubyrði á komandi árum verður viðráðanleg. Á kjörtíma­ bilinu verður nýframkvæmdum haldið í lágmarki. Áhersla er lögð á að leita ákveðið eftir uppkaupum á þeim einkaframkvæmdarsamningum sem eftir eru. Fyrirkomulag gjaldtöku fyrir þjónustu verður endurskoðað og í samræmi við það sem lagt var upp með haustið 2009, verða gjaldskrár endurskoðaðar fyrir haustið, m.a. í samræmi við verðlagsþróun. 3. Velferð Sérstök áhesla verður lögð á að efla og þróa skólastyrki enn frekar. Við yfirfærslu málaflokks fatlaðs fólks, janúar 2011 verði hugað að því að þjónusta við fatlað fólk verður sniðin að persónulegum þörfum hvers og eins og stefnt skal að því að þeir sem þess óska fái notendastýrða persónulegra aðstoð. Sérstök áhersla verður lögð á að tryggja að ríkið standi við sínar skuldbindingar varðandi framtíðarhlutverk Sólvangs, þegar nýtt hjúkrunarheimili tekur til starfa árið 2012. Horft verður til mikilvægis St. Jósefsspítala fyrir almenna heilbrigðisþjónustu í bænum og staðið gegn áformum um að draga úr hlutverki hans í því sambandi. Ýtt verði undir virkan leigu­ og kaupleigumarkaði á félagslegum grunni í samvinnu við ríki og félagasamtök, þar sem fólk hefur val um öruggt búsetuform án þess að þurfa að setja sig í ævilangan skuldaklafa. Sérstök áhersla er lögð á að auka virkni fólks án atvinnu. Í því sambandi verður horft til atvinnuátaksverkefna, skóla­ styrkja og námsúrræða. 4. Atvinna Leitað verði leiða til að tryggja skólafólki sumarvinnu eða möguleika til að stunda nám og rannsóknir yfir sumarmánuðina. Hafnarfjarðarbær mun strax ráðast í mannaflsfrek atvinnu­ átaksverkefni í samvinnu við Vinnumálastofnun, Atvinnu­ leysis tryggingasjóð og aðra hags munaaðila í þeim tilgangi að vinna gegn staðbundnu atvinnu­ leysi. Til að undirstrika enn frekar mikilvægi ferðaþjónustunnar sem grunnatvinnugreinar í Hafn­ ar firði vilja bæjaryfirvöld sam­ þætta verkefni og samnýta enn frekar þá reynslu og þekkingu sem til staðar er á ólíkum sviðum innan stjórn sýslunnar varðandi markaðs­, kynningar­, ný sköp­ unar­ og þróunar mál, undir sérstakri Hafnarfjarðarstofu. Bæjaryfirvöld vilja stuðla að því að koma upp virkum úti­ markaði í miðbæ Hafnarfjarðar til að skapa þannig meira líf og styrkja miðbæjarstarfsemi. Unnin verður umhverfis­ og auðlindastefna Hafnarfjarðar­ bæjar sem tekur til nýtingar­ áforma, umhverfisverndar, at ­ vinnu uppbyggingar, skipulags og annarrar stefnumörkunar fyrir þær mikilvægu auðlindir sem bæjarfélagið hefur yfir að ráða í formi vatns, jarðhita og land­ svæða. Áhersla verður lögð á sveigj­ anleika við úthlutun á iðnaðar­ og atvinnulóðum og sérstaklega horft til uppbyggingu græns iðnaðar, svo sem net þjónabúa, enda aðstæður í Hellna hrauni hentugar í alla staði fyrir slíka starfsemi með góðu að gengi að bæði orku og kælivatni. Hafnarfjarðarbær geri könnun á framboði og eignarhaldi á ónotuðu atvinnuhúsnæði sem hægt væri að nota fyrir nýja atvinnustarfsemi. Bæjaryfirvöld vilja stuðla að enduruppbyggingu eldri iðnaðar­ svæða á Hraunum og fram tíðar­ skipulagi í tengslum við nýjan Ofanbyggðaveg, sem opnar ný tækifæri með góðri tengingu við helstu umferðaræðar innan höfuð borgarsvæðisins og al þjóða flugvöll í Keflavík. Bæjaryfirvöld vilja stuðla að því og laða að hafnsækna ferða­ þjónustu, s.s. hvalaskoðun, sjó­ stangaveiði og skemmtisiglingar. Í því samhengi verði mótuð fram tíðarstefna um nýtingu Norð urbakka. Með breytingum á stjórnkerfi fiskveiða gefst tækifæri á að efla sjávarútveg og fiskvinnslu í Hafnarfirði. Hugað verði að mark vissri uppbyggingu á að stöðu og þjónustu fyrir smá­ bátaútgerð og skemmtibáta. 5. Umhverfi-, skipulag- og auðlindir Á sviði skipulagsmála verður lögð áhersla á vistvæna nálgun, bæði hvað varðar skipulagsgerð og hönnun mannvirkja. Varðveita þarf menningarleg sérkenni bæjarins hvað varðar byggingarlist, sögu, minjar og náttúru far. Í stjórnsýslunefnd verður farið yfir stjórnsýslu skipulags­ og byggingarmála hjá Hafnar­ fjarðarbæ með það að markmiði að skilgreina betur og styrkja stöðu sviðsins, sem og almenna samþættingu skipulags­ og um ­ hverfismála. Háhitasvæði innan landa­ merkja Krýsuvíkur eru í eigu Hafnar fjarðarbæjar. Áfram verð­ ur unnið að rannsóknum á svæð­ inu án skuldbindingar um nýtingu af hálfu rannsóknaraðila. Hafnarfjarðarbær er eigandi að jarðhita í Brennisteinsfjöllum og mun sem slíkur beita sér fyrir friðlýsingu svæðisins. Ávallt verði gerð krafa um bestu mögulegu ráðstafanir til mengunarvarna við atvinnu rekst­ ur í Hafnarfirði. Rík áhersla verður lögð á snyrtimennsku og góða um ­ gengni í bæjarlandinu, jafnt innan byggðar sem utan. Áhersla verður lögð á aukna flokkun sorps og annars úrgangs í samstarfi við endurvinnslu­ fyrirtæki og nágrannasveitarfélög. Áhersla verður lögð á lagningu göngu­ og hjólreiðastíga sem tengi saman íbúabyggð, atvinnu­ svæði og útivistarsvæði. Litið verði á hjólreiðar sem sam­ göngumál og leitað samstarfs við nágrannasveitarfélögin í þeim efnum. Svæði verða skipulögð undir fjölnota orkustöðvar fyrir sam­ göngutæki innan Hafnarfjarðar og markvisst unnið að því að bæjarfélagið taki forystu í um ­ hverfisvænum orkukostum. Þrýst verði á stjórnvöld um að framkvæmdir hefjist við mislæg gatnamót Krýsuvíkurvegar við Reykjanesbraut hið fyrsta. Vegtenging frá Vallasvæði sunnan við Ásfjall að Kaldár­ selsvegi verði á framkvæmda­ áætlun næstu tvö árin. Lokið verður við gerð ramma­ skipulags fyrir Upplandið og hafnar framkvæmdir á grundvelli þess s.s. með gerð hjólreiðastígs meðfram Kaldárselsvegi og áningastaðar við Kaldársel. Lokið verður við deiliskipulag vegna fyrirhugaðrar stækkunar bókasafnsins í samræmi við fyrirliggjandi verðlaunatillögu, þar sem m.a. er gert ráð fyrir vistvænu torgi framan við safn­ húsið. Stækkun safnsins verður eitt af forgangsmálum í næstu verklegu framkvæmdum sveitar­ félagsins. Í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar á 100 ára afmæli Hafnarfjarðarkaupstaðar, verður efnt til samkeppni um skipulag og framtíðarsýn fyrir svokallað Dvergssvæði og Dvergshúsið verði rifið. Í því sambandi verður m.a. horft til lokafrágangs á gönguleiðina á lækjarsvæðinu frá Austurgötu að Strandgötu. Fylgt verði framkomnum tillögum um úrbætur í um ferðar­ öryggismálum á þeim vega­ köflum í bænum sem heyra undir Vegagerð ríkisins, s.s. við Hóls­ hraun/Fjarðarhraun og suðurhluta Strandgötu. Lokið verður við gerð sam­ starfssamnings við Björgunar­ sveit Hafnarfjarðar sem hefur verið í vinnslu undanfarna mán­ uði. 6. Fræðslumál Við framkvæmd aðhaldsað­ gerða verður forgangsraðað í þágu nemenda sem þurfa sértæk úrræði. Samskipti skóla og íbúa verði efld með því m.a. að leggja rækt við starf skólaráða og að halda reglubundin skólaþing þar sem rædd verði fræðslu­ og skólamál, allt frá fullorðinsfræðslu til leik­ og grunnskóla, sem og málefni tónlistarskóla. Heilsdagsskólinn breytist í Tómstundaskólann og verður yfirstjórn hans færð til Íþrótta­ og tómstundadeildar, samhliða því sem faglegar kröfur til skipulags tómstundastarfs verði yfirfarnar. Leitast verður við að halda áfram möguleika til náms á framhaldsskólastigi í efstu bekkjum grunnskólans, í sam­ starfi við menntamálaráðuneytið og framhaldsskólana Stefnt skal að því að holl morgunmáltíð verði fyrir börn í öllum skólum Hafnarfjarðar þeim að kostnaðarlausu. Hugað verði að fyrstu skrefum í átt að gjaldleysi grunnskólans á afmörkuðu sviði fyrir lok kjörtímabilsins. Leitað verði eftir frekara sam­ starfi við nágranna sveitarfélög um ákveðna þætti í endurmenntun og starfsþróun starfsfólks leik­ og grunnskóla Hafnarfjarðar. 7. Íþróttir, æskulýðsmál, tómstundir og forvarnir Megináhersla er lögð á að skapa umhverfi þar sem jöfnuður og sanngirni ríkir og að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Forvarnir í víðasta skilningi þess verði í forgrunni í íþrótta, æskulýðs og tómstundastarfi. Lögð er áhersla á mikilvægi frístundaaksturs og að sú þjón­ usta verði tryggð allt árið. Fyrir­ komulagið verður þróað sam­ hliða endurskoðun skóla aksturs og almenningssamgangna. Hafin verði vinna við að greina grunnþjónustu íþróttafélaga við íbúa frá öðrum rekstri. Fyrirkomulag niðurgreiðslu til íþrótta­ og æskulýðsstarfs verður endurskoðað í heild og gert enn skýrara og gagnsærra. . Mótaðar verða markvissar aðgerðir til að sporna gegn brottfalli barna og unglinga úr íþrótta­ og tómstundastarfi. 8. Menning Farið verði yfir starfsemi Bæjarbíós með það að markmiði að opna húsið fyrir fjölbreyttari og frekari nýtingu þess, til dæmis reglubundnar kvikmyndas ýning­ ar m.a. fyrir börn og unglinga Þróunar­ og skipulagsvinna á hafnarsvæðinu við Flensborgar­ höfn taki tillit til gamla Hansa­ kaupstaðarins og Flensborgar­ skólans. Gert verði átak í að merkja með sýnilegum hætti gömul hús í bænum með upprunalegum nöfnum. Kannaðir verði möguleikar á að gerður verði sérstakur menn­ ingar samningur við mennta mála­ ráðuneytið til að efla og styrkja enn frekar fjölbreytt menningar­ og listastarf í bænum, líkt og gert hefur verið annars staðar á landinu. Hugað verði að því að frí­ merkja safn verði meðal sérstakra áhersluþátta í starfi Byggða safns­ ins. Fjármálastjórn og frímerkjasafn Tekið á stórum og smáum málum í málefnasamningi Samfylkingar og Vinstri grænna Bent er á fjölmarga þætti í rekstri bæjarins sem taka þarf á. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.