Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.06.2010, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 16.06.2010, Blaðsíða 11
www.fjardarposturinn.is 11 Miðvikudagur 16. júní 2010 www.fjardarposturinn.is Íþróttir Næstu leikir Fótbolti: 18. júní kl. 20, Ásvellir ÍH - Víkingur Ólafsvík (2. deild karla) 21. júní kl. 19.15, Selfoss Selfoss - FH (úrvalsdeild karla) 21. júní kl. 20, Hlíðarendi Haukar - Grindavík (úrvalsdeils karla) Fótbolti úrslit: Karlar: FH - KR: 3-2 Keflavík - Haukar: 1-1 Víðir - ÍH: 5-1 Konur: Breiðablik - FH: (þriðjud.) Haukar - Grindavík: (þri.) Dindlarnir hafa þegar í sumar farið í nokkrar hjólaferðir. Félagarnir eru velþroskaðir hjólamenn sem hafa um áraraðir stundað sportið. Lögð er áhersla á öryggi og gætilegan akstur. Allir áhugasmir og gætnir vél hjóla menn eru velkomnir að koma með og njóta félagsskaparins. Hjóladagar eru á þriðju- dögum þegar veður leyfir og er mætt við Atlantsolíu við Kaplakrika kl. 17.30. Velþroskaðir hjólamenn Óli Ársælsson, Hrafn Adólfsson, Hjörtur Guðmundsson og Ellert Eggertsson tilbúnir í hjólaferð. Anton Sveinn setti piltamet Ungur Hafnfirðingur, Anton Sveinn McKee, í sundfélaginu Ægi synti 1500 m skriðsund á 16,28.84 mín. á alþjóðlegu móti í Canet á sunnudaginn. Með sundinu bætti hann árangur sinn um 3 sekúndur og setti nýtt pilta met en fyrra metið átti hann sjálfur frá í vor. Þessi árangur skilaði honum í 14. sæti fullorðinna á mótinu. Anton Sveinn á mótinu í Canet. www.mp.is • 540 3200 • Ármúla 13a • Borgartúni 26 Varfærni, einfalt þjónustuframboð og örugg vinnubrögð skipta öllu máli fyrir fólk og fyrirtæki. Þannig á banki að vera. Netgreiðsluþjónusta Gjaldeyrisreikningar Sparnaðarreikningar Yfirdráttur Debetkort Launareikningur Kreditkort Netbanki Yfir 70% viðskiptavina okkar mæla með MP banka við ættingja sína og vini. Það eru ánægjuleg meðmæli. Svanhvít Sverrisdóttir viðskiptastjóri Ármúla *skv. þjónustukönnun MP banka febrúar 2010 * Siglinganámskeið Í sumar mun Siglingaklúbburinn Þytur bjóða upp á siglinganámskeið fyrir börn og unglinga 10 ára og eldri, fædd 2000 og fyrr. Kennt er eftir nýrri námsskrá sem Siglingasamband Íslands hefur látið þýða og staðfæra. Þátttakendum er kennt að bregðast við síbreytilegum aðstæðum, siglingar á kayak og seglbátum, siglingareglur og umgengni um báta og búnað þeirra. Í lok námskeiðs gerum við okkur dagamun, hoppum i sjóinn, buslum og endum á grillveislu. Hvert námskeið er í tvær vikur hálfan daginn kl. 9-12 eða kl. 13-16. Kennt er í aðstöðu Þyts, Strandgötu 88 og við Hafnarfjarðarhöfn. Hvert námskeið kostar 12.500 kr. og er 20% systkinaafsláttur, einnig er 20% afsláttur fyrir framhaldsnámskeið. Námskeiðin verða haldin eftirfarandi daga: 21. júní – 2. júlí. 5. júlí - 16. júlí. 19. júlí - 30. júlí. Nánari upplýsingar og innritun í síma 555 3422 alla virka daga kl. 8.30 - 16.30 og á heimasíðu félagsins, http://sailing.is Mæðginin Guðmundur Óð - inn og Nína spókuðu sig í mið- bænum á kjördag. Það er ekki á hverjum degi sem ljósmyndari Fjarðarpóstsins mætir flottum ungum mönnum með hatt. Flottur með hattinn Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Helena Mjöll Jóhannsdóttir, formaður Foreldraráðs, Magnús Baldursson fræðslustjóri, Guðmundur Ragnar Ólafsson og Pálmar Sigurðsson talsmenn Frístundabílsins og Árni S. Mathiesen frá Foreldraráðinu. Foreldraráð Hafnarfjarðar veitti sín árlegu foreldraverðlaun á mánudaginn. Í ár voru veitt tvenn verðlaun, Skólavefritið sem gefið er út af Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar og Vigfús Hall- grímsson ritstýrir fékk verðlaun en einnig fékk Frístundabíllinn verðlaun Foreldraráðs en það er frumkvöðlaverkefni Hópbíla og Hafnarfjarðarbæjar. Foreldraverðlaunin veitt Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.