Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.06.2010, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 16.06.2010, Blaðsíða 9
www.fjardarposturinn.is 9 Miðvikudagur 16. júní 2010 Grillaður kjúklingur + franskar og 2 l Coke 1.198 kr. Tilboðið gildir fimmtudag og föstudag – Samkaup úrval, Hafnarfirði Golfskóli fyrir börn og unglinga fædd 1997 - 2002 er starfræktur hjá Golfklúbbnum Keili í sumar. Farið er yfir helstu grunnatriði og börnunum kennt að umgangast golfvöllinn. Kennsla fer fram á 9 holu Golfvelli Keilis á Hvaleyri og í Hraunkoti. Haldin verða fimm námskeið og fer kennsla fram á eftir töldum dögum: Námskeið 3 og 4: 21. júní – 1. júlí, kl. 9 – 11.45 eða kl. 12.30-15.15 Námskeið 5: 3. ágúst – 12. ágúst, kl. 9 – 12. Hámarksfjöldi í hverjum hóp er tuttugu. Í lok hvers námskeiðs verður verðlaunahátíð þar sem allir fá viðurkenningarskjal og boðið verður upp á grillveislu. Umsjónarmaður og leið- beinandi er Jóhann K Hjaltason PGA – golfkennari og honum til aðstoðar verða ungir kylf- ingar úr afrekshópum Keilis. Innritun fer fram í síma 565 3360. Kúlur og kylfur eru á staðnum en þeir sem eiga kylfur mega gjarnan koma með þær. Unglingar sem hafa sótt golfskóla Keilis hafa forgang um að gerast félagar í Golf- klúbbnum Keili. Börn og unglingar læra grunnatriði í golfi Ungir golfáhugamenn á Keilisvellinum á Hvaleyri. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Leikjaskóli Hauka fer vel af stað og aðsókn góð. Krakkarnir sem fá mat í hádeginu fengu tvo bæjar fulltrúa, Guðmund Rúnar Árna son, forseta bæjarstjórnar og Guðrúnu Ágústu Guð- munds dóttur, formann bæjar- ráðs auk Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra í mat á mánu daginn. Í mat hjá Haukum Stjórnmálamennirnir með Heimi Heimissyni framkvæmdastjóra Hauka. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.