Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.06.2010, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 16.06.2010, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 16. júní 2010 Sá misskilningur virðist vera á kreiki hér í bænum að ekki geti aðrir fermst í Fríkirkjunni í Hafn­ ar firði en þeir sem eru skráðir í söfnuðinn. Þetta langar okkur að leiðrétta. Allir geta fermst í kirkjunni okkar. Fríkirkjan er í raun „alveg eins“ söfnuður og söfnuðir þjóð kirkj­ unnar. Hún starfar á sama kenningargrunni, eins og það er kallað, þ.e. að við förum eftir sömu kristilegu gild­ unum og erum lútersk­ evangelískur söfnuður eins og þjóðkirkjan. Frí kirkjan er hins vegar ekki ríkiskirkja og hefur því ekki úr sömu tekjupóstunum að moða. Einu föstu tekjurnar okkar eru svo kölluð sóknargjöld. Það er gjald sem ríkið skilar hverju trú­ félagi úr skattheimtu sinni og fer upphæðin eftir fjölda safnaðar­ meðlima yfir 16 ára. Þess vegna skiptir okkur talsverðu máli að þeir sem nýta sér þjónustu Fríkirkjunnar séu í söfnuðinum. En það er ekki skilyrði. Kirkj­ an okkar stendur öllum opin og prestarnir okkar taka öllum sem til þeirra leita opnum örmum. Við erum líka í góðum tengslum við aðrar sóknir og presta hér í Hafnarfirði og víðar og erum þakklát fyrir jákvætt og upp­ byggilegt samstarf. Við þökkum einnig dyggan fjárhagslegan stuðning Hafnarfjarðarbæjar í gegnum tíðina. Skráningar óskast Fermingarstarfið hefst í haust og formleg skráning fermingar­ barna fer þá fram. En það er gott fyrir okkur að vita af sem flestum sem vilja fermast í Fríkirkjunni í Hafnar­ firði og því biðj um við for ráðamenn væntan­ legra ferm ing ar barna að senda okkur sem fyrst skeyti um það á netfangið einar@frikirkja.is. Það að ganga í fríkirkju söfn­ uðinn er einfalt mál. Til dæmis má fara inn á vefinn okkar, frikirkja.is og þar, vinstra megin á forsíðunni, stendur einfaldlega: Viltu skrá þig í söfnuðinn? Með því að smella á þann tengil er leiðin greið. Svo má hafa samband við okkur í safnaðar­ heimilinu að Linnetsstíg 6 í síma 565 3430 eða senda póst á prest­ ana; Einar Eyjólfsson, einar@ frikirkja.is eða Sigríði Kristínu Helgadóttur, sigga@frikirkja.is. Höfundur er formaður safnaðarstjórnar Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Allir geta fermst í Fríkirkjunni Jóhann Guðni Reynisson Þriðjudaginn 22. júní standa leikjanámskeiðin í Hafnarfirði fyrir hinni árlegu dorgveiði­ keppni við Flens borgar­ bryggju. Keppnin er opin öll­ um börnum á aldrinum sex til tólf ára. Í ein 20 ár hefur Hafnar­ fjarð arbær staðið fyrir þessari dorgveiðikeppni og í fyrra tóku rúmlega 300 börn þátt. Sigurvegarinn veiddi rúmlega tíu fiska og vó þyngsti fiskur keppninnar um 500 g Þessi keppni hefur þótt takast vel og verið ungum keppendum og sumarstarfi Vinnuskólans til mikils sóma. Þeir sem eiga ekki veiðarfæri geta fengið þau lánuð á keppnisstað en nóg verður til af veiðarfærum. Einnig verður hægt að fá beitu og leiðbeiningar frá starfs­ mönnum. Verðlaun verða veitt fyrir stærsta fiskinn, þeim sem veiðir flestu fiskanna og þeim sem veiðir svokallaðan furðu­ fisk. Styrktaraðili keppninnar er Veiðibúðin við lækinn sem gefur verðlaun, veiðarfæri og góð ráð. Leiðbeinendur íþrótta­ og leikjanámskeiðanna verða með öfluga gæslu auk þess sem Siglingaklúbburinn Þytur verður með björgunarbát á svæðinu. Keppnin hefst um kl. 13.30 og lýkur um kl. 15. Allir krakkar á aldrinum sex til tólf ára eru velkomnir og hvattir til að taka þátt. Dorgveiðikeppni barnanna Á leið í dorgveiðikeppni í Flensborgarhöfn. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Í frétt af heiðrun á sjó­ mannadaginn voru upplýsingar um Pétur Vatnar Hafsteinsson, vélstjóra ekki alveg réttar. Pétur Vatnar fór 15 ára til sjós á togaranum Goðanesi og útskrifaðist frá Vélskólanum 1962. Hann starfaði m.a. hjá útgerðunum Tryggva Ófeigssyni, Eimskip, SÍS, Land helgis gæsl­ unni, Granda, Stálskipum og Vinnslustöðinn og var síðast á Breka til ársins 2009 er hann hætti á sjó. Pétur Vatnar er kvæntur Dagnýju Jónsdóttur og eiga þau 6 börn og 22 barna­ og barnabörn. Leiðrétting „Það er ljóst að kosningarnar í Hafnarfirði munu snúast um hvort bæjarstjórinn verði kjörinn eða ekki. Þær snúast um mig. Ég fór í baráttusætið til að verja stöðu Samfylkingar inn ar.“ Þetta var haft eftir Lúðvíki Geirssyni, bæj ar stjóra í Hafnar firði, í vef miðl­ inum Pressunni þann 29. apríl sl. Í nýliðnum sveitar stjórnar kosn ing­ um ákváðu Hafnfirð­ ingar hins vegar að kjósa ekki bæjar stjór­ ann. Samfylkingin tap­ aði sætinu sem Lúð vík hafði setið í og bauð sig fram í til að verja stöðu Samfylkingar. Engu að síður ákveður nýr meiri hluti Samfylkingar og Vinstra grænna að endurráða Lúðvík sem bæjarstjóra fram til ársins 2012. Og til að bæta gráu ofan á svart þá ákveður hinn nýi meiri hluti að Guðrún Ágústa Jóns dóttir, full­ trúi Vinstri grænna, verði bæjar­ stjóri frá árinu 2012 til 2014. Aðferð í anda úreltrar helminga­ skiptareglu en taka skal fram að Vinstri grænir fengu 1448 at ­ kvæði í kosningunum og til sam­ an burðar voru það 1578 sem skil uðu auðum atkvæðaseðli. Þarna er því um að ræða gjörning þar sem lýðræðið er fótum troðið ­ gjörning sem leiddi til þess að hátt í eitt hundrað Hafn firðingar mót­ mæltu honum á bæjar­ stjórn arfundi í Hafn­ arborg sl. mánudag kl. 14 auk þess sem nálægt 1200 manns (14. júní 2010) hafa skráð sig á Facebook síðuna „Við mótmælum lítils virð­ ingu Samfylkingar og VG við kjósendur í Hafnarfirði“ sem var stofnuð fyrir um viku síðan. Réttlætiskennd fjölda Hafn­ firðinga, úr öllum stjórnmála­ flokk um og engum stjórn mála­ flokkum, er misboðið. Þetta er ekkert persónulegt gagnvart Lúð víki eða Ágústu. Sú leið sem nýr meirihluti valdi við val á nýjum bæjarstjóra er einfaldlega röng að okkar mati. Við hvetjum nýjan meirihluta Samfylkingar og Vinstri grænna að hætta við fyrrgreinda ráðningu en auglýsa þegar í stað starf bæjar stjóra og ráða faglegan ein­ stakling til að stýra einu stærsta sveitarfélagi landsins. Fjárhags­ staða bæjarins er með því al versta sem þekkist og því er löngu tímabært að kjörnir bæjar­ fulltrúar snúi bökum saman og velji hag bæjarbúa fram yfir eigin hagsmuni. Þó svo að fæstir nenni eða hafi gaman af að taka þátt í mót mæl­ um sem þessum þá er það neyðin sem mun reka okkur áfram. Sum­ ir þeirra sem mót mæltu sl. mánudag voru að taka þátt í slíku í fyrsta sinn á ævinni. Þetta er afleikur hjá nýjum meirihluta en flesta slæma leiki má laga. Við munum halda áfram á Facebook síðunni ,,Við mót mælum lítils­ virðingu Sam fylkingar og VG við kjósendur í Hafnarfirði“ og tilkynna frekari aðgerðir þar, við erum hvergi nærri hætt. Við hvetj um jafn framt fleiri sem eru sömu skoð un ar til að taka þátt og hafa áhrif á umræðuna og til að koma með hugmyndir. Höfundur er íbúi í Hafnarfirði. Við mótmælum lítilsvirðingu Samfylkingar og VG við kjósendur í Hafnarfirði Halldór Jón Garðarsson Heitir þetta ekki að hafa auga fyrir ljósmyndaranum – ekki öfugt? Ungir Haukamenn á hlaupum. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.