Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.06.2010, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 16.06.2010, Blaðsíða 7
www.fjardarposturinn.is 7 Miðvikudagur 16. júní 2010 Fjarðarpósturinn – fyrir fólkið í bænum Höldum saman uppá 10 ára afmæli Max1 athuga bremsurnar hjá Max1 Fáðu 20% afslá tt af bremsuviðgerð um, varahlutum og vinnu, í dag! Afmælistilboð Reykjavík: Bíldshöfði 5a og 8, Jafnasel 6, Knarrarvogur 2, sími 515 7190. Hafnarfjörður: Dalshraun 5, sími 515 7190. Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050. cw100087_brimborg_max1_salajuni210_bremsur_augldagbl_2x14_03062010_END.indd 1 11.6.2010 16:53:25 Samkvæmt samningi sem undirritaður var á dögunum mun Fríkirkjan í Hafnarfirði leggja nemendum í fjöl skyldu­ meðferð við Endur menntunar­ stofnun Háskóla Íslands til að stöðu fyrir Nema setur í safn­ aðar heimili kirkjunnar en með­ al nemendanna eru þær sr. Sig­ ríður Kristín Helgadóttir, frí­ kirkju prestur og Ragnheiður B. Guðmundsdóttir sem á sæti í stjórn Fríkirkjunnar. Samningurinn er milli Frí­ kirkjunnar í Hafnarfirði, EHÍ og Félagsráðgjafadeildar Há skóla Íslands. Nám í fjölskyldumeðferð er framhaldsnám á meistarastigi sem sett er upp í samstarfi við Félagsráðgjafadeild HÍ, Félag fagfólks í fjölskyldumeðferð, Rannsóknarstofu í barna­ og fjölskylduvernd og Diakon­ hjemmets Högskola í Noregi. Námið er 90 eininga nám á meist ara stigi og spannar 4 misseri auk meistararitgerðar. Nemasetrið hluti af námsferlinu Allir nemar koma til með að sinna fjölskyldu með ferðar við­ tölum. Lágmarksaðkoma nema á haustönn mun vera með þeim hætti að þeir sinni þremur við­ tölum þar sem þeir eru með­ ferðaraðilar auk þess sem þeir sitja þrisvar sinnum í ígrund­ unarteymi. Handleiðsluhópum gefst einnig færi á að handleiðari geti setið viðtal ýmist í ígrund­ unarteymi og/eða sem með­ ferðaraðili með nema og nýtt þann ig einhvern af hand leiðslu­ tímum hópsins. Framtakinu er ætlað að efla og styrkja meðferðarúrræði fyrir fjölskyldur en þjónustan stendur öllum til boða og verður veitt í safnaðarheimili Frí­ kirkjunnar að Linnetsstíg 6. Samningurinn gildir frá 1. september nk. til næstu áramóta og verður þá endurskoðaður. Fjölskyldumeðferð í safnaðarheimili Fríkirkjunnar Fulltrúar Fríkirkjunnar og Háskóla Íslands við gerð samningsins. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Sjötugasta Vormót Hraunbúa var haldið undir hlíðum Bæjar­ fells í Krýsuvík um helgina. Skátar komu víða að en líklega var sjálfboðaliðinn Zeynep, sem var á sínu fyrsta skátamóti, kominn lengst að, hún er frá Tyrklandi. Hún var reyndar lítið hrifin af íslensku veðri og á laugardeginum var heldur ekkert spariveður því það helltist niður rigningin og það blés ágætlega. Dagskráin var aðlöguð að veðrinu enda margir að koma í sína fyrstu alvöru útilegu og áttu eftir að fara reynslunni ríkari heim. Skátamótin í Krýsuvík eru reyndar landsþekkt fyrir rigninguna svo hún átti ekki að koma neinum á óvart. Enda sungu skátarnir og léku sér og brostu enda skein heimatilbúin sól í hlíðum Bæjarfells. Kakópottinum var haldið heitum allt mótið öllum til mikillar gleði. Kvöldvakan var inni og eldfjörug og ekki minnkaði stemmningin þegar hljómsveitin Íslenzka sveitin steig á stokk. Var dansað í regngöllum, ungir sem aldnir og tónlistin ómaði milli Bæjarfells og Arnarfells. Þeir blautustu voru sóttir af foreldrum sínum en þeir hörð­ ustu héldu út stoltir og uppskáru sól og þurrk þegar tekið var saman á sunnu deginum. Blautu en bráðskemmtilegu skátamóti í Krýsuvík var lokið. Eintóm gleði í rigningunni Skátafélagið Hraunbúar hélt 70. Vormótið um helgina Sólin vakti mótsgesti á sunnudaginn og þá var brugðið á leik. Dagskrá Deiglunar Í dag Miðvikudaginn 16 júní kl. 11-12 Jógadans - Upplifum gleði og innri kraft . Kl. 16:30 - 18:30 Örnámskeið -að opna fyrir kærleikann í sjálfum sér Staðsetning: Sjálfboðamiðstöð Rauðakrossins Strandgötu 24, önnur hæð, (gengið inn frá Fjarðargötu) Dagskráin er opin fyrir alla verið velkomin Fylgist með viðburðum á facebook – síðu Deiglunnar Með bros á vor hljóp þessi Vogamær með dót úr blautu tjaldinu. Zeynep frá Tyrklandi. Íslenzka sveitin vakti lukku. Þeir fullorðnu fengu líka að leika sér og hér svífur amma niður Bæjarfellið. Lj ós m yn di r: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.