Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.06.2010, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 16.06.2010, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 16. júní 2010 Síðastliðinn þriðjudag afhenti stjórn Lionsklúbbsins Ásbjarnar í Hafnarfirði, Björgunarsveit Hafn ar fjarðar, þrjá nætur­ sjónauka til eignar. Að sögn Hörpu Kolbeinsdóttur, vara for­ manns Björg unarsveitarinnar, sem tók við kíkjunum fyrir hönd sveitarinnar, munu sjón­ aukarnir koma að góðum notum við leitarstörf við erfiðar að stæður. Nætursjónaukarnir eru mjög vandaðir og notaðir af björg unarsveitum um allan heim. Formaður Ásbjarnar, Frið rik Ólafur Guðjónsson, sagði að klúbburinn væri ákaf lega stoltur af því að geta stutt við starf Björgunarsveitar Hafnar­ fjarðar sem unnið hefur frábært starf við björgunarsstörf í Hafnarfirði og víðar Lionsklúbbur gefur nætursjónauka Koma Björgunarsveit Hafnarfjarðar að góðum notum Frá afhendingunni f.v.: Harpa Kolbeinsdóttir, varaformaður BH, Pétur Júlíus Halldórsson, Margrét Hrefna Pétursdóttir, Friðrik Ólafur Guðjónsson, formaður Ásbjarnar, Grettir Yngvason og Halldór Kristjánsson. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Ég eins og svo margir aðrir bjó í Danmörku um nokkurt skeið og þá fátækur námsmaður, not­ aði hjólið mikið til að koma mér á milli staða. Fyrir tæpum fimm árum flutti ég heim og hóf búsetu í Hafn ar firði og í fyrstu kunni ég ekki við að búa svona langt í burtu frá Reykja vík en í dag er ég hug fanginn af Hafnarfirði, menning­ unni sem hér ríkir og orðin dugleg við að sannfæra fólk um að koma og heim sækja bæinn, kíkja á söfn og verslanir. Nú þegar það tók að hlýna hef ég haft þann brag á að keyra heim úr vinnunni sem er í Reykja vík, leggja bílnum og draga fram hjólið til að hjóla frá Norður bænum og út á Velli til að sækja barnið mitt frá dag­ mömmu. Það er yndislegt að hjóla en bara ekki í Hafnarfirði!. Ég er auðvitað með barnastól á hjólinu og því dýrmætan farm og hjóla ekki á götunni heldur á gangstéttum en þær eru hreinlega ekki boðlegar hvorki fyrir hjól né línuskauta. Gangstéttabrúnir þar sem er gert ráð fyrir að fara yfir götu eru í flestum tilfellum það háar að ég þarf að stoppa hjólið og leiða það upp á svo ég skemmi ekki gjarðirnar á hjólinu og að barnið meiði sig ekki. Síð­ an þegar maður ætlar að njóta þess að hjóla flotta göngustíginn með fram sjónum að þá er ekki í boði að koma niður Reykja­ víkur veginn og þar inn á stíginn. Ég er ekki á fjallahjóli og á ekki að þurfa að fara einhverjar fjalla­ baks leiðir til að komast á göngustíginn. Það er ekki fyrr en þegar þeg­ ar stígurinn nær inn á Herj ólfsgötu að hann er að gengi legur. Ef ég vel mér að fara ekki „fjallabaks leið“ út á stíginn og hjóla áfram hjá Vík ingaþorpinu þá tekur lítið betra við, meira að segja er þar að hluta malarstígur og holóttur göngustígur alla leið að Suður­ bæjarlauginni, sem vekur ekki mikla vinsældir hjá litla púkanum aftan á hjólinu hjá mér. Það sem hefur vakið mesta undrun mína er að þessir háu gangstéttakantar eru hærri úti á Völlum ef eitthvað er. Þó hef ég séð á nokkrum stöðum þar sem vand lega er gengið frá gang­ stéttabrúnum við gangbrautir og þar sem á við, svo þeir kunna þetta í Hafnarfirði. Ég vona svo innilega að hið ný kosna bæjarráð sjái sér hag í því að gera Hafnarfjörð að betri hjólabæ og fari að skoða þessi mál. Höfundur er margmiðlunar­ hönnuður. Ég elska að hjóla – bara ekki í Hafnarfirði! Hrönn Jónssdóttir Nýleg íslensk rannsókn sýnir að börn og foreldrar eyði tímanum meira saman en áður. Rannsóknir sýna að ávinn­ ingurinn af því að börn, ungl ingar og foreldrar eyði meiri tíma saman sé um tals verður. Börnin fá í kjölfarið mikinn stuðn ing en jafn framt aðhald frá foreldrum, eru að öllu jöfnu ólíklegri til að neyta áfengis og ann­ arra vímuefna. Þau eru einnig líklegri til að standast neikvæðan hóp þrýsting, sem oft hvetur þau til að lífa óheilbrigðu lífi. Á sumrin breytast áherslur foreldra í uppeldishlutverki sínu og tækifæri gefast til aukinnar samveru. Áhrif skóla, foreldra­ félaga, félagsmiðstöðva og vetr­ aríþróttastarfsins eru minni. Síð­ ustu ár hafa rannsóknir sýnt að á sumrin eykst áhættuhegðun ungs fólks s.s. neysla á tóbaki, áfengi og vímuefnum. Vinnuskóli Hafnarfjarðar hef­ ur lagt metnað sinn í að huga að velferð barna og unglinga í sumar starfi sínu. Nú í sumar eru nokkur verkefni í gangi í sumar­ starfinu sem hafa það markmið að hlúa að börnunum og stuðla að forvörnum með fræðslu, hreyfingu og í gegnum leik og vinnu. Eitt það mikilvægasta er þó alltaf góð sam­ vinna við heimilin og munu foreldrar og bæjar búar heyra meir af jákvæðu og upp­ byggi legu starfi sum ar­ starfs Hafnar fjarðar­ bæjar. Góðir sumarpunktar sem for­ eldrar standa saman um: • Við kaupum ekki áfengi fyrir börnin okkar. • Við reynum að fylgjast með hvað börnin okkar gera og með hverjum þau eru? • Við leyfum ekki eftirlitslaus heimapartý. • Við hleypum börnunum okk­ ar ekki einum á útihátíðir. • Við nýtum öll tækifæri til samveru við hvort annað, börn, frænkur, foreldra og aðra í fjölskyldunni. Höfundur er forvarnafulltrúi. Unglingar og sumarið Geir Bjarnason Verslum í Hafnarfirði! ... gerum kröfur og njótum þess að vera Hafnfirðingar Reykjav íkurveg i 74 Glæsilegur veislusalur fyrir 50 -180 manns Brúðkaup - fundir - ráðstefnur - erfidrykkjur - árshátíðir Hótel Hafnarfirði, Reykjavíkurvegi 72 Allar veitingar í boði Sendum í heimahús og aðra sali Matbær ehf. veisluþjónusta steini@veislusalurinn.is • sími 565 5090 • veislusalurinn.is Á afmælisfundi Rótarý­ klúbbs ins Straums Hafnarfirði þann 10. júní sl. færði klúbb­ urinn Björgunarsveit Hafnar­ fjarð ar Hvatningarverðlaun Straums fyrir óeigingjarnt starf að hjálpar­ og björgunarmálum. Forseti rótarýklúbbsins, Þórir Haraldsson, afhenti Hörpu Kol­ beinsdóttur, varaformanni Björg unarsveitar Hafnarfjarðar verð launagripinn sem félagi í klúbbnum, Fríða Jónsdóttir gullsmiður hannaði. Í merkinu endurspeglast merki klúbbsins en einnig eldgos en félagar í Björgunarsveit Hafnarfjarðar hafa lagt mikið af mörkum í tengslum við eldgosin á Fimm­ vörðuhálsi og í Eyjafjallajökli. Þetta er í þriðja sinn sem Hvatningarverðlaun klúbbsins eru veitt. Síðast var Karmel­ klaustrinu í Hafnarfirði veitt verðlaunin en þar áður og í fyrsta sinn sem verðlaunin voru afhent fékk Geir Bjarnason forvarnarfulltrúi verðlaunin. Rótarýklúbburinn Straumur Hafnarfjörður var stofnaður árið 1997 og eru í dag 42 félagar í klúbbnum. Björgunarsveit Hafnarfjarðar fær Hvatningarverðlaun Straums Ingólfur Haraldsson og Harpa Kolbeinsdóttir frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar ásamt Þóri Haraldssyni, forseta Straums. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.