Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.05.2011, Qupperneq 3

Fjarðarpósturinn - 12.05.2011, Qupperneq 3
www.fjardarposturinn.is 3 Fimmtudagur 12. maí 2011 Skyggnilýsingarfundur Skyggnilýsingarfundur með Skúla Lórenzsyni hjá Sálarrann sóknar­ félag inu í Hafnarfirði í Gúttó við Suð­ urgötu í kvöld, fimmtudag kl. 20. Aðgöngumiðar seldir við inn gang inn frá kl. 19­20 meðan húsrúm leyfir. Bræðrabandið í Fríkirkjunni Bræðraband býður til kvöld­ skemmtunar í Fríkirkjunni í Hafnar­ firði föstudagskvöldið kl. 20. Á tónleikunum mun Bræðrabandið leika sín uppáhaldslög af fingrum fram og spannar lagavalið breitt svið; allt frá gömlu góðu Vísnavinaárunum til tímalausra sveitaslagara. Bræðrabandið skipa: Ævar og Örvar Aðalsteinssynir, Jón Kr. og Örn Arnarsynir og Guðmundur „móður­ systir” Pálsson. Aðgangur er ókeypis. Vortónleikar Kvennakórsins Vortónleikar Kvennakórs Hafnar­ fjarðar, verða haldnir á laugardaginn kl. 16 í Hásölum Hafnarfjarðarkirkju. Um 40 konur hafa æft saman í vetur af miklum dugnaði og á tónleikunum verður afrakstur vetrarstarfsins kynntur. Í fyrri hluta hljóma mest íslensk lög m.a. Jónasarlög eftir Atla Heimi Sveinsson við texta Jónasar Hall­ gríms sonar. Einnig mun kórinn syngja nokkur lög eftir Sigfús Hall­ dórsson. Eftir hlé breytist takturinn og við flytjum erlend lög, mörg þeirra frá Afríku. Stjórnandi Kvennakórs Hafnarfjarðar er Erna Guðmundsdóttir. Píanóleikari er Antonia Hevesi. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni verður Dagný Björk Gísladóttir en hún stundar nám við söngdeild Tónlistarskóla Hafnar­ fjarðar. Miða er hægt að nálgast hjá kórfélögum og við innganginn. Hægt er að senda póst á kvennakor. hafnarfjardar@gmail.com og taka frá miða. Sýning í Selinu Eldri borgarar í Hafnarfirði verða með sýningu á tálguðum og útskornum munum úr m.a. íslenskum við í Selinu, bækistöðvum Skógræktar­ félags Hafnarfjarðar og Þallar, við Kaldárselsveg á laugardaginn kl. 10-18. Gróðrarstöðin Þöll við Kaldár selsveg opnar aftur eftir vetrar dvala þennan sama dag. Hugvit í Hafnarborg Sýning arkitektsins Einars Þorsteins Ásgeirs son ar, Hugvit, stendur yfir í Hafnarborg. Í Sverrissal er sýningin List án landamæra. Róðrarsveitir óskast fyrir sjómannadaginn! 6 manna róðrarsveitir auk stýrimanns óskast til að keppa á sjómanna­ daginn. Bátarnir eru komnir á sjó og þvi hægt að hefja æfingar. Tilvalið fyrir áhafnir, vinnu staða- hópa, íþróttahópa eða aðra sem vilja láta reyna á styrk og sam- stöðu. Áhugasamir hafi samband við Karel í s. 690 0345. menning & mannlífDansað í Hraunseli föstudaginn 13. maí Þorvaldur Halldórsson leikur og syngur fyrir dansi. Dansað er í Hraunseli, Flatahrauni 3, kl. 20.30 - 24. Allir 60 ára og eldri velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgangseyrir kr. 1.000. Húsið opnað kl. 20 Upplýsingar á www.febh.is og í síma 555 0142 Ótengt hús á Hamri Eftir ástandskönnun lagna við Hellubraut til að kanna leka kom í ljós að hús númer 7 við Hellubraut er ekki tengt lagna­ kerf inu, né rotþró sem er í lóðinni! Skipulags­ og byggingar fulltrúi beinir þeim tilmælum til eiganda að tengja lagnir frá húsinu við rotþró eða lagnakerfi bæjarins. Markviss stefna bæjarins er þó að útrýma rotþróm skv. reglugerð. BATTERÍIÐ ARKITEKTAR óskar íslensku þjóðinni til hamingju með Hörpu og þakkar þeim samstarfið sem að hönnun og byggingu hafa komið Arkitektar Hörpunnar eru: BATTERÍÐ ARKITEKTAR, Henning Larsen Architects og ATT arkitektar www.arkitekt.is FATAVIÐGERÐIR Vélstoppa í göt á gallabuxum, fatnaði og dúkum. Stytti og laga allan fatnað. Sími 661 7654.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.