Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.05.2011, Síða 4

Fjarðarpósturinn - 12.05.2011, Síða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 12. maí 2011 Á þessu ári eru liðin 60 ár frá stofnun Fimleikafélagsins Björk. Félagið var stofnað 1. júlí 1951 eftir að hópur stúlkna hafði æft fimleika í tvö ár undir leiðsögn Þorgerðar M. Gísladóttur. Stofn­ endur voru 25 stúlkur og var Þor­ gerður M. Gísladóttir fyrsti formaður félags­ ins. Tilgangur félagsins var að efla sem mest fimleikaiðkun meðal ungra sem aldinna og gera fimleikaiðkun sem almennasta fyrir konur á öllum aldri. Það er fyrst núna á síðustu 2­3 árum að félagið hefur aftur farið af stað með fimleika fyrir fullorðina, og þar með sótt aftur til upphafsins með þeim gildum sem stóðu að baki stofnun félagsins. Veturinn 1958­59 voru fim­ leikar í lægð hjá félaginu og var þá stofnaður körfuknatt leiks­ flokkur stúlkna innan þess. Næstu vetur var eingöngu æfður körfu­ knattleikur hjá félaginu ásamt frúar leikfimi, en almenn fimleika­ iðkun lagðist af. Árið 1962 sendi félagið lið til keppni á Íslandsmót í 2. flokki kvenna í körfuknattleik og urðu Íslandsmeistarar í þeim flokki 1963. Þjálfarar liðsins voru þau Rúnar Brynjólfsson og Hjör­ dís Guðbjörnsdóttir. Árið 1971 kom Hlín Árnadóttir íþróttakennari til starfa fyrir félagið. Henni tókst að vekja félagið til lífs á nýjan leik í fim­ leikum. Hlín er enn starfandi hjá félaginu nú 40 árum síðar. Strax 1976 nær félagið frábærum árangri og verður bæði Íslands­ og bikarmeistari í áhalda fim­ leikum kvenna. Karolína Valtýs­ dóttir varð fyrsti Íslandsmeistari félags ins. Hún varð Íslands­ meistari árin 1976 og 1977. Næstu 25 árin eignaðist félagið fjölda Íslands­ og bikarmeistara í fimleikum kvenna. Síðustu 10 ár hefur uppskeran verið heldur rýr. Þar til nú í vor er þær Þórey og Freyja urðu í 2. sæti á sitthvoru áhaldinu á Norðurlanda móti ungl inga í áhalda fimleikum. Árið 1979 var lögum félagsins breytt þannig að strákum var gefinn kostur á að æfa fimleika hjá félaginu. Það var þó ekki fyrr en árið 1996 er Guðjón Guðmundsson þá verandi Íslands meist­ ari í fimleiku m karla kom til starfa hjá félag­ inu að stráka fimleikar voru teknir föst um tökum. Björk eignaðist sinn fyrsta full trúa í landsliði drengja á þessu ári, Tristan Alex Kamban Jónsson, sem keppti með landsliði undir 14 ára aldri á Norður­ landamóti í apríl sl. Með tilkomu íþróttmiðstöðvar­ innar Björk á Haukahrauni árið 2002 varð gerbreyting á allri aðstöðu félagsins til æfinga og keppni. Þá eignaðist félagið full­ kominn fimleikasal til æfinga og keppni og áhaldaburður lagðist af. Á sama tíma var ákveðið að fimleikafélagið Björk yrði fjöl­ greinafélag og voru stofnaðar tvær nýjar deildir innan félagsins, Klifurdeild og Taekwondo deild. Síðar var stofnuð almenningsdeild og eru deildir félagins því fjórar í dag með fimleikadeildinni. Með tilkomu þessara nýju deilda breyt ist eðli félagsins mikið. Það hefur tekið félagið töluverðan tíma að aðlagast þessum breyt­ ingum, en við sjáum merki þess nú að félagið er að ná tökum á því að vera fjölgreinafélag. Á síðustu 10 árum hefur félagið hefur félagið nánast tvöfaldast og fjölbreytnin í starfinu aukist. Hjá félaginu er nú boðið uppá; almenna fimleika, áhaldafimleika, hópfimleika, fullorðinsfimleika, parkour (götuleikfimi), FitKit, klifu r og Taekwondo. Fimleikafélagið Björk fagnar afmæli sínu á margvíslegan hátt. 21. maí nk. verða haldnar afmælis sýningar félagsins í íþrótta húsinu við Strandgötu. Fyrri sýningin hefst kl. 14 og sú síðari kl. 17. Miðasala er hafin og er hægt að kaupa miða í for sölu í Bjarkarmiðstöðinni. 28. maí verður síðan stór dagur því þá eru sýningar hjá yngstu aldurs hóp­ unum í Bjarkarmiðstöðinni og síðan afmælishátíð um kvöldið í hátíðarsal Flensborgarskóla. Í ágúst þegar starfið fer af stað hjá okkur fyrir næsta vetur verður afmælisdagur í Bjarkar mið­ stöðinni, þar sem allir eru vel­ komnir að kynnast starfi félags­ ins. Nánari tímasetning verður auglýst þegar nær dregur. Á sama tíma mun koma út afmælisannáll þar sem síðustu ár verða gerð upp í máli og myndum. Í tilefni afmælisins höfum við látið útbúa lyklakippu með afmælismerki félagins og mun ágóði af sölu hennar renna til áhalda kaupa eins og aðrar þær fjáraflanir sem félagið hefur staðið fyrir á þessu 60. afmælisári. Við hvetjum alla velunnara félagsins til að mæta og taka þátt í að fagna þessum tímamótum í sögu félagsins. Höfundur er formaður Bjarkar. Heimild: Ásgeir Guðmunds son, Saga Hafnarfjarðar 1908-1983. Fimleikafélagið Björk 60 ára Ingvar Kristinsson Aðalfundur Fimleikafélagsins Björk árið 2011 verður haldinn mánudaginn 23. maí nk. kl. 20.00 í félagsheimili félagsins í Bjarkmarmiðstöðinni að Haukahrauni 1. Dagskrá samkvæmt lögum félagsins um aðalfund Aðalstjórn Fimleikafélagsins Björk Tjáning og samskipti eru órjúfanlegir þættir í lífi okkar. Strax frá fæðingu höfum við þörf til að tjá okkar líðan og leitumst þannig við að eiga í samskiptum við aðra. Í leikskólanum Vestur­ koti hefur verið lögð mikil áhersla á tjáningu og jákvæð sam skipti í kennslunni. Elsti árgangur leikskólans fer vikulega í „Tölum saman“ málörvunar­ stundir og vikulega fara öll börn leikskólans í svokallaðar Bassa­ stundir. Þar læra börnin meðal annars að; hlusta hvert á annað, þjálfa rökhugsun, svara spurn­ ingum, þroska tilfinningagreind sína og öðlast aukinn skilning á ýmsum hugtökum. Börnin fara í þessar stundir í aldursskiptum hópum og eru þær sniðnar að þroska og getu hvers hóps. Þann­ ig fá öll börnin að njóta þessara ánægjulegu stunda á eigin forsendum. Æfingarnar eru fjölbreyttar og fyrirmælin verða smám saman flóknari með auknum aldri og þroska. Sem dæmi um það er æfingin með hljómpípu og staf vinsælt kennslutæki þar sem börnin slá með stafnum í hljóm­ pípuna eftir fyrirmælum. Smám saman verða fyrirmælin flóknari og elstu börnin sem eru orðin örugg í þessum æfingum segja til dæmis nafnið sitt meðan þau slá stafnum í hljómpípuna í takt við fjölda atkvæða. Dæmi um fleiri kennslutæki eru bolti, mynda­ spjöld, bækur og tónlist. Vestur­ kot á ræðupúlt sem elstu börnin nota til að standa við og þjálfa þannig framsögn sína í enn ríkari mæli. Þau segja frá sjálfum sér og hvað í huga þeirra býr og fá þannig tækifæri að koma skoðunum sínum og hugmyndum á framfæri. Leikskólabörn æfa framsögn Að sögn Hugborgar Erlends­ dóttur, aðstoðarleikskólastjóra og sérkennslustjóra og Lindu Hrann ar Þórisdóttur deildarstjóra eru þessi dæmi, sem talin hafa verið upp hér að ofan, á engan hátt tæmandi fyrir hvernig unnið er með tjáningu og samskipti í Vesturkoti. Í daglegum athöfnum í leikskólastarfinu er þessi færni þjálfuð í gegnum leikinn þó það sé ekki gert á eins markvissan hátt undir stjórn kennara og í skipulögðu málörvunar stund­ unum. Kennarar gegna ekki síður mikilvægu hlutverki við að efla tjáningu og samskipti barnanna við þessar daglegu athafnir þar sem þeir skapa aðstæðurnar sem fá börnin til að vaxa og dafna félagslega svo þau verði öruggir einstaklingar með góða færni í samskiptum við aðra og með sterka sjálfsmynd sem gerir þau færari í að tjá líðan sína og lang­ anir. Heiðar Birnir Torleifsson Söluráðgjafi gsm 618‐0317 heidar@remax.is Arnþór Reynir  Guðmundsson löggiltur fasteignasali Ég hef búið í Hafnarfirði síðan 2005 og er við símann núna! 618‐0317 og heidar@remax.is Vantar þig ráðgjöf varðandi kaup eða sölu? Fr ítt  v er ðm at ! Fr ítt  v er ðm at ! Fr ítt  v er ðm at Lj ós m .: M O TI V J ón S . Lj ós m .: M O TI V J ón S .

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.