Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.05.2011, Side 2

Fjarðarpósturinn - 12.05.2011, Side 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 12. maí 2011 Hafnarfjarðarkaupstaður væri sennilega ekki til í dag ef ekki væri fyrir góða náttúrulega höfn og mikla útgerð og vinnslu í gegnum aldir. Hafnarfjörður var vagga togaraútgerðar og bærinn iðaði af lífi þegar fiskverkunarfólk breiddi úr fisk á reiti og síðar flykktist til starfa í stórum fiskvinnslum. Nú fer minna fyrir útgerðinni en áður og kemur margt til. Annar iðnaður hefur sótt sig í veðrið og óvíða er meiri þjónusta í boði við útgerð og í Hafnarfirði. Útgerð og fiskvinnsla hefur dregist mikið saman en eru samt gríðarlega mikil­ væg atvinnugrein í bænum. Sjómannadagurinn ætti því að vera stærsti hátíðisdagur bæjarins og við ættum að minnast forfeðranna sem sóttu sjó við illan leik og byggðu stoðir undir bæjarfélagið. Því miður var Sjóminjasafn Íslands lagt niður og sjóminjar eru aðeins í mýflugnamynd og þá aðallega í Byggða­ safninu. Það hlýtur að vera kominn tími til að hefja sögu útgerðar og fiskvinnslu til vegs og virðingar á ný með öflugum sjómannadegi. Bæjarbúar hafa staðið í biðröðum í rigningu og blæstri eftir að fá að komast í stutta sjóferð út á Fjörðinn, nú með hvalaskoðunarbát en áður var farið með stærri skipum og togurum í boði útgerðanna. Þetta heldur tengslum bæjarbúa við sjóinn og mikilvægt er að þau tengsl rofni ekki. Nú er þrýst á að gera sjómannadaginn að stórhátíð í Hafnarfirði á ný og er það vel. Mikilvægt er að allir leggist á eitt við að svo megi verða, almennir bæjarbúar, útgerðarmenn, sjómenn, yfirvöld og allir þeir sem starfa við iðnað og þjónustu sem tengist sjómennsku og útgerð. Það er lítið að sækja í bæjarsjóð í þessu árferði og því mikilvægt að öflug fyrirtæki í bænum leggi lið svo takast megi að halda veglegan sjómannadag á næstu árum. Guðni Gíslason Hafnfirska fréttablaðið Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Víðistaðakirkja Helgistund á sumarkvöldi Sunnudaginn 15. maí kl. 20:00 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur Prestur: Sr. Bragi J. Ingibergsson www.vidistadakirkja.is Sunnudagur 15. maí Vorhátíð kl. 11 Hátíðin hefst með fjölskyldusamkomu í kirkju. Barna og unglingakórarnir synga undir stjórn Helgu og Önnu. Prestur er sr. Þórhallur Heimisson. Grillveisla fyrir utan kirkjuna eftir samkomuna. Andlitsmálun. Bátasigling á tjörn. Harmonikkuleikur og götulistaverk. Leikir og grín. Fjölmennum og njótum dagsins Maánudagur 16. maí Vortónleikar Barna- og unglinga- kórs Hafnarfjarðarkirkju kl.18 í Hafnarfjarðarkirkju. Aðgangseyrir fyrir 16 ára og eldri er 500 kr. Ástjarnarkirkja Kirkjuvöllum 1 Sunnudagur 15. maí Messa kl. 11 Prestur er sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Þórunn og Hanna Lind syngja Halleluja eftir Leonard Coendúett við undirleik Hönnu. Unglingar úr æskulýðsfélaginu Þristinum taka þátt. Heitt á könnunni á eftir messu. www.astjarnarkirkja.is www.frikirkja.is Fríkirkjan Sunnudagur 15. maí Fermingarmessur kl. 11 og 13 Foreldramorgnar eru í safnaðarheimilinu á miðvikudögum kl. 10-12. Allir velkomnir í Fríkirkjuna! ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Sverrir Einarsson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er Íslenskar og vistvænar líkkistur Jón G. Bjarnason Hermann Jónasson Kristín Ingólfsdóttir Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Áratuga reynsla Helluhrauni 12 Hafnarfjörður www.granithusid.is Sendum frítt hvert á land sem er Áttu poka? Hafnfirska fréttablaðið A ..taktu hann með þér út og fyllt‘ann! ..fyrir umhverfið! leiðarinn

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.