Prentneminn - 01.11.1982, Síða 9

Prentneminn - 01.11.1982, Síða 9
vinnuhefðir þær sem ríkja á hveijum vinnustað. Aftur á móti hefur vandamál komið upp varðandi mína grein setninguna þar sem hún hefur gengið i gegnum þvilíkar breytingar á siðustu árum og á timabili leit svo út sem greinin yrði „aldauða". Þegar hinar fyrstu svokölluðu „tölvur“ komu inn i prentsmiðjumar höfðu fagmennimir takmarkaðan áhuga á að vinna að textainnritun vegna þess hve „andlaust" starfið var talið. Enda þurfti sáralitla fagþekkingu til þess að rita inn beinan meginmálstexta. Það sem helst var þörf fyrir var góð vélritunar og íslenskukunnátta. Það sem faginu laut var unnið í höndunum eftir á þ.e. umbrotið. Þær greinar sem verða fyrir mjög ömm breytingum verða oft fyrir því að gæði vinnunnar minnka og hefur prentverkið ekki farið varhluta af því. Þá á ég sérstaklega við það sem lítur að setningunni. Ýmsar prentfræði— og formfræðireglur em sniðgengnar, og tel ég það aðallega stafa af tvennu: 1 fyrsta lagi fá flestir þeir sem vinna við textainritun enga kennslu í prentfræðireglum og i öðm lagi hafa fagmennimir þurft að venjast því að vinna með nýtt efni þar sem pappir og filma koma i stað blýsins. Fyrstu árin sem Verknámsskólinn var starfræktur var lögð álika rik áhersla á blýsetningu og pappírsumbrot. Þó hafði pappirsvinnan betur, því við kennarar skólans álitum að nemar hefðu meira við þá þjálfum að gera en blýþjálfunina. Vinnumarkaðurinn var okkur ekki sammála og vildi þá þjálfaðri blýsetjara, nú 3 ámm síðar vilja þessir sömu aðilar fella blýkennsluna útúr náminu því ekki er talin þörf fyrir mannskap með þá þjálfun i framtíðinni.Skólinn hefur á síðustu 2 ámm nánast lagt niður kennslu i blýsetningu. Iðnaðarmaður framtiðarinnar Segja má að framtíð iðnaðarmannsins almennt sé í talsverðri hættu ef litið er til hinnar auknu sérhæfingar sem á sér stað í heiminum í dag. Við Islendingar eigum að minu mati eftir að verða fyrir „barðinu" á sérhæfingunni þrátt fyrir fámenni okkar. Atvinnutækifæri sem við i framtíðinni þurfum að geta boðið unga fólkinu, sem mun streyma inn á vinnumarkaðinn á næstu ámm verða ekki eingöngu fundin með aukinni stóriðju og starfsframboði í hinum svokölluðu framleiðsluatvinnugreinum. Næsta víst er að þjónusta á enn eftir að aukast og ýmsar þjónustugreinar eiga eftir að sérhæfast meir en er i dag. Þama er ég viss um að sama mun gilda um iðnaðinn og á ég þá við handverks- iðnaðinn eins og við þekkjum hann í dag. Fagréttindi eiga eftir að þrengjast þ.e. menn læra þrengra svið á skemmri tíma en fá svo tækifæri til að auka menntun sina með styttri námskeiðum. Það er dýrt að halda gangandi verknámsskólum sem búnir eru fullkomnum tækjum, og afar mikilvægt að nýting þeirra sé góð og nám gangi tiltölulega hratt. Ég álit að sú stefna sem virðist afar ríkjandi í þjóðfélaginu að gera skóla að geymslustofnunum sé röng i öllum atriðum. Það er rangt að loka fólk í ,4iámsmusterum“, sem oft eru orðin einangruð frá umhverfinu og alls ekki i takt við það sem er að gerast i þjóðfélaginu. Með aukinni tæknivæðingu og þar með vélvæðingu iðnaðarins álit ég að mannaflaþörf fyrirtækja í iðnaði verði annarskonar en hún er í dag. Það er alls ekki vist að iðnaðurinn þarfnist færri manna, vegna vélvæðingarinnar, en hann mun þarfnast sérhæfðari manna. Þ.e. fólks sem þarf ekki endilega að vera með svo víðtæka menntun eins og handverksfólk hefur í dag heldur þrengri hnitmiðaðri menntun. En algjört skilyrði er að greiður aðgangur verði að eftirmenntun og endurmenntun þar sem hægt er að bæta við réttindi og þekkingu. Framtiðariðnaðurinn þarf að likindum ekki nema tiltölulega fáa iðnaðarmenn í þeim skilningi sem við höfum á nafninu ,4ðnaðarmaður“ i dag. Ég ætla mér ekki að reyna að spá i framtíðina í minni grein i smáatriðum þvi til þess þyrfti óvenju góða spádómshæfileika. Víst er þó að við bókagerðarmenn verðum að gefa verulegan gaum að þvi sem er að gerast í myndbanda tækninni. Það er erfitt að segja hvað framtiðin ber í skauti sér á þeim vettvangi. Verður bókin ekki til í því formi sem hún er í dag eftir svo sem tíu ár? Tekur tölvan og þá hin öra þróun i gerð ódýrra minnis- eininga við af bókinni? Það verður óneytanlega ekki langt þangað til kapla sjón- varpið tekur að sér ákveðinn upplýsinga þátt í hverfum borgarinnar og smærri byggðarlögum. Sem svar við spumingunni um það hvort bókin lifi vil ég segja: Neytendur eru líkast til ihaldssamir á þennan þátt neysluvenja, svo það tekur líkast tii mannsaldur að breyta skoðunum þeirra og hvað þá verður komið til að taka við af tölvunum skulum við láta framtíðina um að svara. PRENTNEMINN 9

x

Prentneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.