Prentneminn - 01.11.1982, Qupperneq 32

Prentneminn - 01.11.1982, Qupperneq 32
Þessi stórbrotna vél prentar - fellir - brýtur - sker og /imir umbúóirnar sem koma fullbúnar i átta Irtum út úr henni. Dagana 4.—8. október sl. var haldin Norræn kennararáðstefna í graf- iskum iðnum. Ráðstefnan var haldin í Hróarskeldu í Danmörku. Danska mennta- málaráðuneytið hafði veg og vanda af undirbúningi og skipulagningu, en ráðstefnan var haldin að frumkvæði NYS (Nordisk Yrkelærer samrád) með styrk frá Menningarsjóði Norðurlanda. Við vorum fjórir kennarar í Bókiðnadeild Iðnskólans í Reykjavík sem sóttum ráðstefnuna, Ágúst Ágústsson, Kolbeinn Grímsson, Ólafur Ingi Jónsson og Óli Vestmann Einarsson. Fundirnir voru haldnir í nýjum húsakynnum Roskilde Tekniske Skole sem eru glæsileg og vélar og tæki ný og fullkomin. Skólastjóri Roskilde Tekniske Skole, Jorn Egvang bauð ráðstefnu- gesti velkomna. Að því loknu setti Tonny Jansen, fulltrúi NYS, ráð- stefnuna og gat þess m. a. hver væri undanfari ráðstefnunnar, en til- gangur hennar var þessi: Samræming kennslu I grafiskum iðnum á Norðurlöndum. Kaj Stabel frá Kolding Tekniske Skole rakti þróunina í setningu og skeytingu, en Leif Brynjúlfur Larsen frá Herning Tekniske Skole rakti þróuninaíprentun. Síðan flutti fulltrúi frá hverju landi erindi þar sem hann skýrði náms- kerfi lands síns. Fyrir ísland talaði Óli Vestmann Einarsson, fyrir Sví- þjóð Lennart Törnklev frá Helsingþorg, fyrir Noreg Tryggve Aas frá Larvik, fyrir Finnland Váinö Viitala frá Turku og fyrir Danmörku Ole Hetland, fulltrúi í verk- og tæknimenntunardeild danska menntamála- ráðuneytisins. Eftir inngangserindin, sem voru ítarleg, gerðu fulltrúarnir samanburð á námstilhögun landanna og urðu nokkrar umræður um þau mál. Eitt mikilvægasta atriðið, sem fram kom, var um heildarlausn mennt- unarmálanna, þ. e. a. s. samfellt, sveigjanlegt menntunarkerfi (sem stöðugt svari þörfum iðnaðarins) og breið grunnmenntun með stórum sameiginlegum kjarna. Sérhæf fagkennsla komi seinna á námstím- anum. (Hér heima hafa fræðslunefndir í prentun gert tillögu til Iðnfræðslu- ráðs um breytingu á námi prentara, sem er í samræmi við það sem er að gerast í löndunum allt í kring um okkur, þ. e. a. s. menntunarkerfi með samruna greina og einföldun menntunarframboðsins). Einn dagurinn hófst með þvi að kennarar Roskilde Tekniske Skole útskýrðu kennslufyrirkomulag skólans. — Þátttakendum var skipt í tvo hópa og vann annar hópurinn sem nemar í offsetprentun en hinn að undirbúningi fyrir prentun. Dagskrá dagsins lauk með umræðum um reynslu hvers og eins — var það almennt álit manna að það hefði veriðágæt reynsla. Fulltrúar fengu tækifæri að skoða Roskilde (Hróarskeldu) og fara í skoðunarferð í litgreiningar- og plötugerðarfyrirtækið DYSTAN í Glostrup sem er eitt fullkomnasta fyrirtæki sinnar tegundar í Evrópu. Fyrirtækið var kynnt með myndasýningu og erindi. (Var það ný kvik- mynd sem „Reprolauget i Danmark“ hefur látið gera og hefur skólinn okkar tryggt sér eintak af myndinni). Þátttakendum var síðan boðið að skoða fyrirtækið. — Var fróðlegt að sjá öll þau nýju tæki sem DYSTAN hefur yfir að ráða. Þarna eru í notk- un afar fullkomin tölvuvædd litgreiningartæki — þau fullkomnustu í heiminum ídag. Erindi um flexo-prentun flutti Jorgen Bagger-Hansen, fulltrúi í verk- og tæknimenntunardeild danska menntamálaráðuneytisins. Að því loknu tók við Fredz Christiansen frá Lorilleux prentlitafram- leiðendum. Var fyrirlestur hans afar fræðandi og sýndi hann sýnis- horn af prentgripum unnum með þessari tækni. Eftir þessa fyrirlestra var haldið til Slagelse þar sem heimsótt var eitt af fyrirtækjum Danapak sem hefur sérhæft sig í umbúða-prentun. Danapak er stærsta umbúðaprent-fyrirtæki Danmerkur með viðskipti víða um heim. Það vakti undrun okkar íslensku þátttakendanna að þarna voru prentaðar umbúðir fyrir íslensk fyrirtæki. Okkur var sýnd kvikmynd af fyrirtækinu, sem starfar á fimm stöðum. Farið var með okkur um húsakost fyrirtækisins og sýndar ýmsar deildirþess. Síðasta daginn var heimsóttur einn af stærstu prentskólum í Evrópu, Reprotekniske Skole i Rodovre, þar sem vélakostur og öll aðstaða er eins og best verður á kosið. Eftir að hafa skoðað skólann var boðið upp á hressingu. Þar var rætt um afrakstur ráðstefnunnar og samstarf í framtíðinni. Fulltrúar voru sammála um gagnsemi ráðstefnu sem þessarar og ákveðnir í að hafa áframhaldandi samstarf í framtíðinni til samræmingar og upplýsinga- miðlunar um kennslufyrirkomulag og námsgögn. Menn voru sammála um nauðsyn þess að samræma nám í bóka- gerðargreinum á Norðurlöndum með tilliti til þess að Norðuriönd eru orðin eitt atvinnusvæði. Fulltrúar voru einnig sammála um að slík samræming væri ekki möguleg eingöngu fyrir tilstilli kennara í greinunum, þar sem hún er pólitísk ákvörðun sem er í höndum yfirvalda og fagfélaga. Öll skipulagning og framkvæmd ráðstefnunnar var til fyrirmyndar og Dönum til mikils sóma. 32 PRENTNEMINN

x

Prentneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.