Prentneminn - 01.11.1982, Síða 42
A. P. BENDTSEN LTD.
(EST. 1919—INCORP. 1972)
NYLOPRINT —Hvað er það
NYLOPRINT er afkvæmi þróunar sem brúar bilið milli
hefðbundinnar hæðarprentunar og offsetprentunar.
Tækni sem áður var eigi hægt að notfæra sér við
hæðarprentun, er nú orðin staðreynd með tilkomu
NYLOPRINT, þ.e. að geta nýtt sér þá möguleika sem
gefast við Ijóssetningar.
NYLOPRINT plötur eru lýstar á svipaðan hátt og
venjulegar offsetplötur, þ.e. fyrirmyndin er filma eins
og er notuð við offset, platan er síðan lýst og fram-
kölluð á einfaldan hátt í sérstöku framköllunartæki.
NYLOPRINT kerfið er tilvalið fyrir þær prentsmiðjur
sem hafa blandað kerfi þ.e. prenta bæði í hæðarprenti
og offset. Hefðbundin setning í blýi fellur út en í stað
kemur setning og skeyting eins og við offsetprentun.
Hver sá sem hefur Ijóssetningu og skeytingu í prent-
smiðju sinni, getur framleitt sínar eigin NYLOPRINT
plöturá einfaldan hátt og stuttum tíma.
NYLOPRINT plötur eru léttar og þ.a.l. er auðvelt að
geyma þær og krefjast þær lítils geymslurýmis. Plöt-
urnar er harðar og sterkar og gefa frábæra prentun.
Ending þeirra er mjög mikil.
NYLOPRINT plötur eru framleiddar til margs konar
notkunar-frá einföldustu smáprenti til stærri verka eins
og dagblaðaprentunar og eru af ýmsum gerðum eftir
því hvaða verkefni þeim er ætlað. En fyrir venjulegt
hæðarprent, eins og gerist hér, er notuð ein tegund.
Um 4.000 NYLOPRINT kerfi eru í notkun um allan
heim, þar af er t.d. í Vestur-Þýskalandi 1200 kerfi í
notkun.
Nánari upplýsingar veitir A.P. Bendtsen h.f., Bolholti
6, sími 3 20 30
NYLOPRINT ER FRAMLEITT AF BASF.
Viö rákumst á þessa frábæru mynd í 25 ára afmælisriti Prentnemans.
Eru þetta prentnemar eða eru þetta MADNESS...?
42
PRENTNEMINN