Prentneminn - 01.11.1982, Síða 37
Silfur og þýðing þess
fyrir ljósmyndun
Það er hægt að segja að það séu þrjár megin ástæður fyrir
verðhækkun Ijósmyndafilma á síðast liðnum árum;
spákaupmennska auðkýfinga á silfri,
ónóg framleiðsla silfurs í heiminum,
mikilvægi silfurs f Ijósmyndaiðnaðinum.
Fyrir rúmum tveim árum síðan skapaðist óvanalegt ástand
í heiminum. Auðkýfingar tóku að safna að sér birgðum
góðmálma; þar með talið silfri. Undir þessum kringumstæð-
um varð jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar raskað, sem
orskaði geysilegar sveiflur á verði, sem varð þess valdandi að
framleiðendur Ijósmyndafilma og pappírs sem innihélt silfur
voru neyddir til að kaupa þetta hráefni á uppsprengdu verði.
Ætlunin er að reyna að útskýra hvers vegna silfur er eitt af
allra þýðingarmestu og dýrustu hráefnum í flestum
Ijósmyndavörum. Breytilegt verð á silfri hlýtur því augljóslega
að hafa áhrif á framleiðslukostnað og þá á söluverð Ijósmynd-
afilma og pappírs. Megin orsök fyrir þessari óheilla þróun er
að miklu leyti að kenna skorti silfurs á alþjóða markaði. Áætl-
að er að óunnið silfur f jörðu sé um 150.000 tonn. Aftur á móti
er notað árlega um 13.500 tonn. Mismunur þarna á milli; milli
framleiðslu og eftirspurnar, 5.200 tonn, verður því að fást af
fullunnum silfurbirgðum eða með endurvinnslu aðferðum.
Ráð er til við þessum vanda, það er að auka námugröft veru-
lega, en því miður er það takmörkunum háð, vegna eftir-
farandi staðreynda.
Stór hluti silfurs kemur sem auka efni við námugröft og
vinnslu annarra málma, svo sem kopars, blýs og zinks. Þar
sem vinnsla kopars er helmingi meiri heldur en á blýi, þá er
silfur að mestu fengið við kopar vinnslu. Því er ástæðan fyrir
samdrætti silfurvinnslu að leita í samdrætti á vinnslu kopars.
Kopar er iðnaðarefni. Að venju eykst notkun þess með betri
lífskjörum og fólksfjölgun, en notkun kopars hefur minnkað
vegna mikillar samkeppni við t. d. ál, aðra ódýra málma og t.
d. plastefni. Af framan sögðu er því Ijóst að framleiðsla á kop-
ar hefur aukist mjög lítið eða staðnað.
Notkun blýs í framleiðsluiðnaði fer hrað minnkandi með
tilkomu annarra hráefna. Mest er notkun við gerð rafhlaða og
einnig er blý notað sem hjálparefni í eldsneyti. í seinna til-
fellinu hefur sú notkun verið mikið gagnrýnd vegna mengun-
ar. Framleiðsla á blýi eykst því mjög lítið. Þetta leiðir af sér
að skorta hlýtur silfur þar sem notkun hinna tveggja aðal
málma, kopars og blýs þar sem silfur fellur úr sem aukaefni,
fer ekki vaxandi. Eins og áður er sagt er talið að óunnar silfur
birgðir í jörðu séu 150.000 tonn og árleg námuvinnsla skili
8.300 tonnum er einfalt að sjá að silfurbirgðir í jörðu munu
ekki endast nema í 18 ár, eða til næstu aldamóta. Þetta þarf
þó ekki endilega að vera staðreynd. Reynslan sýnir að þegar
menn hafa gert sér Ijóst að eitthvert hráefni er að klárast eru
gerðar ráðstafanir, sem valda því að viðkomandi hráefni er
látið endast lengur. Þegar nóg er til af einhverju nauðsynlegu
hráefni, vinnsla er ódýr, þá eykst ávallt notkun viðkomandi
efnis, þar sem verðið er lágt. Þegar kemur í Ijós að viðkom-
andi efni er að gangatil þurrðar en notkun þess er jafn nauð-
synleg mannkyninu og ekki finnst auðveldari eða betri aðferð-
irtil að vinna það, þá hlýtur verð þess að stíga, fyrst hægt, síð-
an með vaxandi hraða, sem veldur svo því að notendur viðko-
mandi efnis fara að nýta það enn betur, reyna að finna leiðir
til sparnaðar eða og nýta önnur hráefni, sem gætu komið í
stað hins dýra efnis. Við þekkjum jú öll söguna með olíuna,
enda er nú kappsamlega unnið að því að hanna eyðslu-
grennri vélar og jafnvel finna eldsneyti, sem komið gæti að
einhverjueðaöllu leyti ístaðolíu.
Þó að margt bendi til að silfur sé að klárast af jörðinni, þá
er nú ástandið ekki alveg svo alvarlegt í reynd. í heiminum er
enn til geysi mikið magn silfurs, sem ríkisstjórnir og einstak-
lingar eiga. Ómögulegt er að áætla umfang þessara birgða,
þó er áætlað að silfur í eigu Indverja og Pakistana sé ekki
undir 100.000 tonnum. Einnig er áætlað að myntsafnarar hafi
í fórum sínum önnur 65.000 tonn. Þrátt fyrir að þessar birgðir
gætu að miklu leyti brúað bilið milli framleiðslu og eftirspurnar
fram á næstu öld, þá væri það ófyrirgefanlegt ábyrgðarleysi
að reyna ekki að minnka notkun silfurs eins og hægt er og
gefa auga möguleikum á endurvinnslu silfurs. Þetta er sér-
staklega þýðingarmikið atriði í Ijósmyndaiðnaðinum. Þrátt
fyrir að síðastliðin ár hafi almenn eftirspurn á silfri til iðnaðar
minnkað, þá hefur hlutur silfurs í Ijósmyndaiðnaði aukist.
Árleg notkunsilfursereftirfarandi:
Ljósmyndaiðnaðurinn 35%.
Til myntsláttu og skrautvöru 20%.
Til logsuðu og smíða 16%
Til galvanhúðunar5%. Aðrarþarfir4%.
Þessi staðreynd sýnir glöggt að Ijósmyndaiðnaðurinn axlar
mikla ábyrgð í þá átt að minnka notkun silfurs. í fjölmörg ár
hafa rannsóknir farið fram til að leita að silfurlitlum eða silfur
lausumfilmum.
Við skulum nú lauslega kynna okkur hverju Ijósmyndaiðn-
aðurinn getur áorkað til að leysa þetta vandamál. Silfur er þó
enn ófrávíkjanlega nauðsynlegt hráefni til flestrar Ijósmynd-
unar og afritunar. Þegar framleidd er venjuleg Ijósnæm filmu-
húð, þá er bætt í hana silfri í formi silfurnítrats, sem gengur
ísamband við halogens t. d. chlorine, bromide eða iodine, en
úr því verður halides. Þessi silfur ,,halid“ eru næm fyrir Ijósi.
Auðvelt er að auka eða stjórna þessum næmleika. Hinir
einstæðu eiginleikar silfurs eiga sér enga hliðstæðu hjá
nokkru öðru efni sem þekkt er. Silfur stendur því óhaggað
sem grundvallarefni þegar gera þarf mjög Ijósnæmarfilmur.
Þar sem ekki eru gerðar kröfur til mikils Ijósnæmis eða
gæða, þá eru framleidd fjölmörg efni, sem innihalda mjög lítið
eða alls ekkert silfur. Þessi efni eru mest megnis notuð í alls
konar eftirtökur. T. d. í kerfum svo sem rafljósmyndum (elec-
trophotograpy), Xerox Ijósritun, diaxo Ijósritun, „samfellu"
Ijósritun og prentplötugerð. Það þarf því ekki að undra þó
framleiðendur Ijósmyndafilma leggi mikið fé árlega til rann-
sókna og prófanna á filmum og pappírsefnum, sem innihalda
mjög lítið eða ekkert silfur en glata þó ekki hinum frábæru
eiginleikum sem góðar Ijósmyndafilmur og pappír hafa, sem
innihalda eðlilegt magn silfurs.
Lauslega þýtt úr Reprorama 47 A.G. 980-A.E.
PRENTNEMINN
37