Prentneminn - 01.11.1982, Qupperneq 23

Prentneminn - 01.11.1982, Qupperneq 23
, ... Iðnskólinn í Reykjavík viðtal við skólastjóra um framtiðaráform og fleira Nú eru rúmlega tvö ár síðan þú tókst við starfi skótastjóra I. R. Hvern- ing líkarþérþetta starf? Þetla er skemmtilegt og fjölbreytilegt starf, alltaf nóg af nýjum og erf- iðum viðfangsefnum. Hver eru þau helst? Skólinn er í eðli sínu flókinn, iðngreinarnar eru margar, lög og reglu- gerðir um iðnfræðslu eru flókin. Margir aðilar koma að stjórnun skó- lans. Skólinn hefur skólanefnd og kennararáð, hann heyrir undir Reykjavíkurborg, málefni hans koma fyrir borgarráð, stundum iðnf- ræðsluráð, síðan heyrir hann undir menntamálaráðuneytið.Þá eru samskipti við fagfélögin bæði sveina og meistara og við iðnnemas- ambandið. Erhugmyndin að byggja það hérá svæðinu ? Það eru tvær hugmyndir í augnabliknu, önnur er sú að reyna að byggja þetta við Bergþórugötuna og hin er sú að byggja í Egilsgötunni og tengja Vörðuskólann og Iðnskólann. En eru hugmyndir um að flytja málmiðnaðardeildina í Ármúlaskóla hingað í Iðnskólann ? Vitaskuld er stefnt að því að koma allri starfsemi skólans á einn stað. Við erum með leiguhúsnæði fyrirframhaldsdeild í málmiðnaði, vélvir- kjun og rennismíði núna inni á Smiðjuvegi. Síðan erum við með leigu- húsnæði í Ármúla 7 fyrir framhaldsdeild i bifreiðasmíði. Það er vita- skuld mjög bagalegt að vera með deildir svonafjarri aðalskólahúsinu, það segir sig sjálft. er að sameina mötuneyti nemenda og kennara, það hefur verið inn- réttað nýtt mötuneyti sem er í burðarliðnum eins og þið vitið og vonum við að það komist í gang um áramótin. Hvernig gengurnýja áfangakerfið? Það er nú lítil reynsla komin á það. Þetta er fyrsta önnin. Það tekur sinn tíma fyrir alla aðila að læra á það og notfæra sér þá kosti sem það hefur. Ég tel að það hafi þegar sýnt ýmsa kosti sína í framkvæmd. Stefnið þið að því að fá allt verknám inn í skólann, eða sem hluta af meistarakerfinu ? Ég held að það sé engin stefna í því efni, önnur en sú að reyna að koma þessu fyrir á sem hagfelldastan hátt fyrir alla aðila að ná sem bestum árangri með sem minnstum tilkostnaði. Hverning gengur að fá fjármagn til skólans, verknámið er kostnaðar- samt, erþaðekki? Jú, verknámsskólar eru um það bit tvöfalt dýrari að því leyti að nem- andafjöldinn í verknámi er u. þ. b. helmingi minni á hvern kennara heldur en í bóknámi. Þar að auki er þörf fyrir meira húsnæði og meiri og dýrari tækjabúnaði í verknáminu. Skólinn hefur notið skilnings yfirvalda varðandi fjármagn til reksturs og hér fyrr á árum hlýtur hann að hafa notið mikils skilnings yfirvalda þegar um byggingarframkvæmdir var að ræða. Hér var byggt mynd- arlega á sínum tíma þó að nú sé þörf á að bæta um. Eru einhveráform uppi umþað? Já, það er Ijóst að það þarf að byggja yfir verknámsaðstöðu, sérstak- lega er mikil þörf fyrir jarðhæðarhúsnæði, húsnæði sem hægt er að komast í frá götu með lítilli fyrirhöfn. En verðurþað Ijóst á þessu ári hvernig fer með þessar byggingarf- ramkvæmdir? Það er starfandi byggingarnefnd, sem er að athuga þessa tvo mögu- ieika okkar. Málið er enn á umræðustigi. Geturðu nefnt okkur einhverjar nýjungar sem hafa verið teknar upp siðanþú tókst við? Aðalbreytingin er áfangakerfið, sem byrjaði í haust fyrir nemendur í grunnnámi og fornámi. Nú um aðrar breytingar, vitaskuld eru alltaf einhverjar breytingar í gangi, það er alltaf verið að vinna að námskrár- gerðávegum Iðnfræðsluráðs. Þegar ég kom hér til starfa lá hér fyrir ákvörðun um að lengja skó- lagöngu samningsbundinna iðnnema úr tveimur önnum í þrjár annir og sambærileg lenging um eina önn verður á öllu iðnnámi við þetta. Nú hér innan húss er merkilegasta breytinging sú að í undirbúningi Geturðu nefnt okkur einhver framtiðaráform skólans ? Það má segja að það er stefnt að því að bjóða hér upp á almennt framhaldsnám fyrir iðnnema þannig að þeir geti lokið fullgildu fram- haldsskólaprófi, komist í háskóla eða tækniskóla, beint héðan. Um þetta er fjallað þessar vikurnar í áfanganefnd skólans. Erþetta sem sé hugsaðsem valfyrirnemendur? Ja, þeir sem hyggja á framhaldsnám ættu kost á því að taka það hér jafnhliða sínu iðnnámi eða í framhaldi af þvi, hvort sem hentaði þeim betur. Starfandi er meistaranámsnefnd sem líklegt er að geri tillögur um að taka upp meistaranám í öllum iðngreinum. Stefnt er að því, að kenna verkstjórnargreinar, almennar rekstrar- greinar og almennar greinar. Meiningin er að reyna að tryggja að þeir sem fá meistararettindi hafi einhverja þekkingu til að stunda atvinnu- rekstur. 22 PRENTNEMINN PRENTNEM INN En ersem sagt stefnt að því að útskrifa héðan stúdenta ? Já, það má segja að það sé kannski fjórþætt. í fyrsta lagi að gera mönnum auðveldara fyrir að komast í Tækniskólann eins og hann er núna í öðru lagi að undirbúa menn fyrir tæknanám, í þriðja lagi að undirbúa menn fyrir tæknifræðinnám og í fjórða lagi að undirbúa menn undir Háskólanám. Það má búasst við því að það verði að minsta kosti þrjár eða fjóra leiðir. Síðan hefur verið rætt um það að undirbúa menn undir meistaranámið taka það inn í dagskólann að einhverju eða öllu leyti, athuga þann möguleika, og þar með talið að taka viðskiptanámið inn að einhverju leyti. Verður þetta þá almennt stúdentspróf, geta menn gengið þá inn í hvað grein sem erí Háskólanum eftirnámið hérna ? Já, það eru engar háskóladeildir lokaðar þeim sem Ijúka svona prófum í öðrum skólum í dag, sko ekkert af því sem ég er að tala um þarna er kannski í rauninni nýtt, nema ef vera kynni viðskiptabraut sem er hugsuð fyrir iðnnema. Hinar brautirnar, þessar tæknibrautir, hafa allar verið starfræktar í fjölbrautaskólum. I rauninni er ekki verið að gera neitt annað heldur en skapa iðnemum, sem stunda sitt nám við þennan skóla, sama rétt og iðnnemar hafa í Fjölbrautarskólum, en eins og þið sjálfsagt vitið þá eru sárafáir Iðn- skólar aðrir en Fjölbrautarskólarnir til í landinu. Á flestum stöðum eru það Fjölbrautarskólar sem kenna iðnnemum. Þið voruð að tala um nýjungar áðan og um framtíðina. Við höfum tekið upp kennslu í tölvuf- ræðum og erum með nokkuð góðan búnað til þess, eina stofu með tölvum, eins og þið sjálfsagt vitið. Ég á von á því að við reynum að auka við kennslu á þesssu sviði sem að núna er takmörkuð við undir- stöðuatriðin í Basic forritun. Eins og þið vitið, þá er enga viðbótar- kennslu að fá í þessu hjá okkur í dag nema þá í rafeindavirkjun, ég hygg að það verði breyting á þessu. Þá sem skyldufag eða val? Ég á von á því að við reynum að næstunni að koma því þannig fyrir að aukning á almennu námi frá því sem nú er verði fyrst og fremst fyrir þá sem óska eftir því eða hyggja á einhver önnur námslok en sveinspróf. Ég hef látið þá skoðun í Ijós að það beri í almenna náminu, að leggja höfuðáherslu á þá undirstöðuþekkingu sem nemendunum er nauð- synleg, móðurmálið, eitt erlent mál og stærðfræði. Á þá að auka íslenskunámið? Það er eiginlega tvennt sem ég hef í hyggju þarna, í fyrsta lagi að haga náminu þannig að það komi að notum við að gera menn betri í móðurmálinu, hæfari til að lesa, tala og skrifa. Stærðfræðinám þann- ig að það henti betur á sama hátt, geri menn hæfari til að tileinka sér texta, gera sér grein fyrir þeim veruleika sem er í kringum þá, og gera þá hæfari til að lesa fagbækur og handbækur og sama máli gegnir umerlendamálið. Er eitth vað sérstakt semþú vildir segja um bókagerðadeildina ? Já frá því að ég kom til starfa hér hefur bókagerðadeildin fengið heil- mikinn tækjabúnað. Ég tel að hún sé nokkuð vel í stakk búin til þess að sinna sínu hlutverki, kannski betur en flestar aðrar deildir. Hvernig l/tistþérá að bókagerðadeildin væri með samvinnu viðprent- smiðjueigendur? Það hefur nú verið heilmikil samvinna við þá, og ég held að skólanum sé nauðsynlegt að hafa mikið samstarf við atvinnulífið. Ég tel að það myndi verða skólanum og nemendum til mikils framdráttar ef við gæ- tum aukið það samstarf sem er, og held að það þurfi að skipuleggja þetta starf miklu betur en verið hefur og koma því í miklu fastara form. Bæði þarf að bæta þjálfun og nám nemendanna og auka nýtingu á tækjum og húsnæði skólans. Ég tel til dæmis vel koma til greina að reka skólann allt árið, láta nemendur fara út í atvinnulífið á mis- munandi timum, þ. e. a. s. ekki alla á sumrin, heldur suma á sumrin og aðra á veturna. Skipuleggja þetta með það fyrir augum að atvinnu- líf og skóli hafi sem mestan hag af starfseminni. Það kæmi þá ekki allur nemendafjöldinn á sama tíma út á vinnumark- aðinn? Já, ég held að þetta þurfi að athuga í framtíðinni. Ég hef séð dæmi um þetta erlendis, ekki mörg en þau eru til og það virðist gefast vel að hafa mikið og vei skipulagt samstarf við atvinnulifið. 23 I

x

Prentneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.