Prentneminn - 01.11.1982, Síða 27
verið þyngt að mun eftir erlendri licenciatprófs fyrirmynd.
Tími til aðalritgerðar var nú ferfalt lengri en áður hafði verið
og kröfurnar vitanlega auknar eftir því. Ég hef ekki orðið
annarri stundu fegnari en þegar þessum ósköpum var lokið!“
„Hvað tók svo við?“
„Kennsla við 4 skóla næsta vetur, 1928-1929.“
„ Við hvaða skóla?"
„Iðnskólann í Reykjavík, Menntaskólann í Rvík, Kvenna-
skólann og Kvöldskóla K.F.U.M., en við síðast nefnda
skólann hafði ég kennt á stúdentsárum mínum.“
„Hvernig líkaðiþér að kenna iþessum skólum?"
„Þú getur nú nærri hvemig 24ra ára manni hefur liðið innan
um hinar blómstrandi fegurðardísir i Kvennó. I M.R. átti ég
að nemendum afburða gáfaða námsmenn eins og Bjöm
Sigurðsson frá Veðramóti, siðar dr. i læknavísindum og
forstjóra Tilraunastöðvar Háskólans i meinafræði á Keldum
i Mosfellssveit; Guðmund Amlaugsson, síðar rektor við
Hamrahliðarskóla, og Klemenz Tryggvason hagstofustjóra,
svo að nokkur nöfn séu nefnd. Mér var mjög hlýtt til
Kvöldskóla K.F.U.M og Iðnskólinn var mér einnig mjög
kær. Þar fannst mér gott að starfa. Ég var þá enn yngri en
flestir nemanda minna þar, en ég fann brátt að meðal
vinnandi fólks, sem þráði aukna fræðslu i islensku máli og
bókmenntum, átti ég heima og svo hefur ávallt verið siðan.“
„Fannstu snemma til köllunar til kennarastarfsins?"
„Það er von þú spyrjir,“ svarar Sigurður og hlær við. „Ég
hef liklega verið 10 ára gamall eða um það bil þegar ég
kenndi i fyrsta sinn. Þetta atvikaðist þannig að Einar
Magnússon, frændi minn, siðar rektor Menntaskólans i
Reykjavik, átti að ganga undir eitthvert bamapróf i
íslandssögu austur i Biskupstungum. Hann kom þá til mín
og bað mig að hlýða sér yfir einhvem erfiðan kafla í
kennslubókinni. Ég hafði þá aldrei séð þessa námsbók, en
Einar heimtaði þetta af mér með harðri hendi! Ég renndi af
miklum vanmætti augunum yfir um það bil 5 bls. i
skmddunni og sagði Einari siðan að byrja að þylja. Hann
gerði það svo skilmerkilega að ég gaf honum fyrstu
ágætiseinkunn! Einar varð seinna skóladúx Bamaskólans í
Reykjavik, enda afburða námsmaður. Þama sérðu. Mjór er
mikils vísir. Ég valdi mér síðar Islandssögu sem
aðalnámsgrein til háskólaprófs!“
„En hvað um nám þitt erlendis, Sigurður?"
„Ég held að það yrði of langt upp að telja“ svarar Sigurður.
„Ég fór fyrst til Þýskalands, var þar á sumamámskeiði i
Þýsku, en næsta vetur stundaði ég allfjölbreytt
framhaldsnám við Kaupmannahafnarháskóla og reyndar i
Uppsölum í Svíþjóð vorið eftir.“
„En hefurðu ekki verið við nám i Paris?“
;rJú, við hjónin stunduðum sumamám við Sorbonnehá-
skólann (Svarta skóla) frá 1954 til 1960.“
„Hvers minnistu helst frá þvi nárni?"
„Afburða kennara sem höfðu veruleg áhrif á kennslutækni
mína og það til þeirra muna að sumir Iðnskólanemenda
minna brostu stundum að handapati minu. Frakkar kenna
nefnilega ekki með munninum einum, heldur með
heilmiklum hreyfingum. Hjá þeim er þvi erfitt að sofna i
timum! Einn af bekkjarbræðmm mínum þama suður frá,
virðulegur lögfræðingur frá Brasiliu, varð að láta sér nægja
að geispa um 40 sinnum i tíma. Hann sagðist lika vera
orðinn hálfgerður heimagangur í flestum næturklúbbum
Parisar!“
„Hvað er þér helst i huga þegar þú litur yfir liðin starfsár við
Iðnskólann?"
„Það skal ég segja þér,“ansar Sigurður og brosir við.
PRENTNEMINN
27