Bókbindarinn - 01.03.1960, Page 13

Bókbindarinn - 01.03.1960, Page 13
BÓKBINDARINN 13 liggi í pappír, einkanlega ef brjóta á í vél. Þó eru verkstjórar prentara hvað strangastir með þetta og neita alveg aS taka við pappír skornum til prentunar, liggi ekki rétt í honum. Ef það skyldi vefjast fyrir einhverjum hvað ,,rétt“ sé, er átt við að vígindin í pappírnum liggi upp og niður í hverri blaðsíðu, eða með öðrum orðum, meS þykkasta broti. Sé þessa gáS í upphafi, verður bandið á bók- inni mikið mýkra og endingarbetra. BlöS- in falla mjúklegar til hvorrar hliðar er bókin er opnuð, minna reynir á kjöl- sauminn, falsbarning verður jafnari og auðveldari. Einnig kemur þetta í veg fyr- ir að pappírinn kilpist í kjölinn við lím- borningu, en sú misfella fer aldrei úr eftir að hún er einu sinni komin. Auk þessa auðveldast brot til muna, en viS það aukast afköst. ÞaS er því fyllilega ástæða til að gæta þess, að ,,rétt“ liggi í pappír þegar hann er pantaður, skorinn og prentaður. StarfssviS fyoenna og námstími Eins og ég hef áður minnzt á er sér- stakur kvennaverkstjóri fyrir konunum, sem starfar alveg sjálfstætt, en með sam- vinnu við sveinaverkstjórann. Sér hún um að alltaf liggi fyrir næg vinna handa sveinunum eftir því sem á stendur. I verkahring kvennanna liggur, að líma kort, myndir, einblöSunga og saurblöð, að taka upp og stinga saman, stilla saumavélarnar (þar sem ég þekki til), sauma og skera sundur. Að aðgæta, hreinsa, setja í hlífðarkápu og sellófan. Einnig sjá stúlkur um vírheftingu, þó aðeins í litlum vélum, hornarúnningu, búa til blokkir, vinna við götunar- og fell- ingavélar og hjálpa svo sveinum við nokkur verk, sem áður er sagt. Námstími kvenna er þrjú ár og fer kaupið hækkandi á sex mánaða fresti. Takmörkun á tölu kvennemanda er bund- in sömu reglum og sveinalærlinga. Ákaflega mikið er um sérhæfni á vinnusviðum kvenna, rétt eins og sveina. Stúlka, sem unnið hefur í prentsmiðju, kann lítið eða ekkert til bókbandsvinnu og svo öfugt. Tapast því oft tími er byrja þarf aS kenna fullnuma stúlkum verk, sem þær hafa aldrei snert áður. Þó vinnu- vön stúlka sé oft fljót að ná sér á strik, er þetta oft bagalegt fyrir vinnuveitend- ur. Stúlkur vinna yfirleitt fljótt og vel. Lœrlingar Samkvæmt félagslögum skulu vera þrír sveinar á verkstæði er nemandi er tek- inn, skal einn þeirra teljast kennari hans, frekar en meistari, þar sem það hugtak er óþekkt hvar ég þekki til. Námstíminn er nokkru lengri en hjá íslenzkum félögum þeirra, eða fimm ár. Kemur þetta öllu ver við nemendurna þar sem þeir byrja vanalega mun seinna að læra, jafnt þessa sem aðra vinnu, vegna langs skólatíma, sem oftast nær til 18 ára aldurs. Þá tekur við hjá vel flest- um mönnum herskylda í tvö til þrjú ár ( BÓKBINDAKINN Útgefandi: BÓKBINDARAFÉLAG ÍSLANDS Ritnefnd: HELGI HRAFN HELGASON SVANUR JÓHANNESSON TRYGGVI SVEINBJÖRNSSON áby rgð arm a ðu r Prentun: VÍKINGSPRENT HF. Myndamót: MYNDAMÓT HF. _________________________

x

Bókbindarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.