Bókbindarinn - 01.07.1961, Blaðsíða 9

Bókbindarinn - 01.07.1961, Blaðsíða 9
BOKBINDARINN Sveinbjörn var fæddur hér í Reykjavík 9. sept. 1900. Foreldrar hans voru hjónin Arinbjörn Sveinbjarnarson bókbands- meistari og kona hans Sigríður Jakobs- dóttir. Sveinbjörn lauk burtfararprófi úr Verzl- unarskóla lslands árið 1918 og vann síð- an um nokkur ár í skrifstofu heildsölu- fyrirtækisins Nathan & Olsen í Reykja- vík. Því starfi sagði hann lausu til þess SVEINBJÖRN ARINBJARNARSON að vinna við bókband og bókaverzlun föður síns. Eftir það mun hann hafa unnið ýmist við bókband eða skrifstofustörf, þar til fyrir 10 árum, að hann stofnaði, ásamt öSrum manni, heildsölufyrirtæki, og viS þaS vann hann síSan til dánardægurs. Sveinbjörn lézt í sjúkrahúsi hér í bæn- um 30. okt. 1960. Þó aS varla verði sagt að bókband hafi verið aðalatvinna Sveinbjarnar, þá kom hann þó við sögu í samtökum bók- bindara, því að þegar BókbindarafélagiS var endurstofnaS áriS 1934, var hann kjörinn ritari þess og gegndi því starfi til ársins 1 940. Sveinbjörn var góSur og skemmtilegur starfsfélagi. ÞaS munu því margir minn- SíSar í þessum kveSjuorSum segir Magnús Kjaran: „Ársæll var gáfaSur HstamaSur. En hlédrægur um of. Og þó. Líklega hefur hann þekkt sínar takmarkanir. Ekki skal þaS lastaS. ÞaS er gnægS af þeim, sem þaS gera ekki." Þann 1 5. maí 1915 giftist Ársæll Svövu Þorsteinsdóttur járnsmiSs í Reykjavík Jónsonar. Þeim varS 5 barna auSiS. Einn sona þeira, Svavar, lézt 1 8 ára gamal. Þau sem lifa eru: Þórgunnur, gift Jóni Steingrímssyni, stýrimanni. Arngunnur, gift Árna HafstaS, starfs- manni hjá Landssímanum. Árni, læknir í SvíþjóS, giftur Ernu Sig- urleifsdóttur. Þorsteinn, vélstjóri, giftur Sjöfn Gests- dóttur. Konu sína missti Ársæll 27. ágúst 1958. Nokkrum árum áSur hafSi Ársæll kennt vanheilsu og varS hann, af þeim sökum, aS dvelja á heilsuhælinu aS VífilsstöSum um nærri eins árs skeið. • Hann lézt í Landsspítalanum 9. janúar 1961. Eg þakka Ársæli góð kynni, en við vor- um um skeið saman í Ungmennafélagi Reykjavíkur, starfsfélagar í Félagsbók- bandinu og síðar vann ég um tíma í bók- bandsstofu hans. Eg votta eftirlifandi börnum hans og öðru venzla- og vinafólki samúð mína. Guðgeir Jónsson.

x

Bókbindarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.