Bókbindarinn - 01.03.1962, Blaðsíða 7
N Ý TÆKNI
Roterandi bókapressa, model K 14 K er
framleidd af Buchbindereimaschinen-
verk í Leipzig. Vélin hefur 14 „stöðv-
ar“, þ. e. 14 mismunandi pressustæði,
sem er raðað í hring.
Mjög auðvelt er að vinna við press-
una, ca. 20 stykki af bókum (ca. 2 cm
þykk hver) eru látnar í vélina og snýst
hún þá á næstu stöð e. t. c.
Þegar hún hefur snúizt heilan hring,
má taka úr pressunni og setja nýjan
stafia í staðinn.
Original Perfecta pappírshnífar eru fram-
leiddir í Perfecta verksmiðjunum í Baut-
zen í Þýzkalandi.
Þeir eru framleiddir af ýmsum stærðum,
alit frá 83 cm skurðlengd og upp í 220 cm.
Stærri hnífamir eru útbúnir með rafaug-
um, sem stöðva hnífinn strax á því augna-
bliki, sem einhver kemur með hendina
nálægt. Hnífarnir skera pappír, þunnan
pappa, celluloidþynnur og þess háttar.
Hægt er að útbúa hnífana með loftblæstri
í borði, sem gerir það talsvert léttara að
snúa pappírsstafla.
Stanzdígulvélin Óðinn er fron-
leidd af Optima í Leipzig. Vélin
er þægileg til framleiðslu á öskj-
um, skiltum, formu'n leikföng-
um af ýmsum gerðum o. s. frv.
Vélin prentar, stanzar, fellir og
gatar (perforerar) í einu.
Aðalútflytjandi þessara véla er
Polygraph Export.
Umboðsmenn hér á landi eru
Borgarfell h.f., Laugavegi 18.