Fjarðarpósturinn - 11.04.2013, Qupperneq 10
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 11. apríl 2013
..bæjarblaðiðHafnfirska
fréttablaðið
Bætum kjör barnafólks
Aukum fé í heilbrigðismál
og menntun
Fjölbreytt atvinnulíf í sátt
við umhverfið
Við munum mörg eftir fjölmenn
um mótmælafundi í íþróttahúsinu
við Strandgötu þegar Guðlaugur
Þór Þórðarson þáverandi heil
brigðis ráðherra kynnti hugmyndir
um breytingar á starfsemi St.
Jósefsspítala í byrjun árs
2009. Hugmyndin var
ekki að leggja niður
spítal ann heldur að gera
hann að miðstöð öldr
unar lækninga á landinu.
Breytingar á starfseminni
voru umdeildar og mót
mæli fylgdu í kjölfarið.
Meðal þeirra sem höfðu
sig mest frammi í þeim
mótmælum voru Lúðvík
Geirsson þáverandi bæjarstjóri og
Ögmundur Jónasson ráðherra. Við
þekkjum söguna, flokkar þessara
manna lögðu starfsemi spítalans
niður og vilja selja þetta sögufræga
hús. Viðskilnaðurinn er ömurlegur
og Hafnfirðingar sem stóðu vel að
baki spítalanum spyrja sig m.a. um
það hvað varð um allar gjafirnar
sem spítalanum voru gefnar í
áranna rás.
Ég hef alla tíð haft verulegar efa
semdir um byggingu risasjúkrahúss
á Landspítala lóðinni,en geri mér
fyllilega grein fyrir því að ekki
verður búið við óbreytt ástand þar.
Ekkert hefur enn breytt þeirri
skoðun minni að byggja eigi
hátæknisjúkrahús til að efla starf
semi Landspítalans. Óbreytt staða
mun hafa alvarlegar afleiðingar í
för með sér fyrir heilbrigðisþjónustu
landsmanna. Starfsfólk spítalans
hefur unnið þrekvirki að undan
förnu við erfiðar aðstæð ur. Ég tel
að skoða verði nánar
hvort minni ein ing ar sem
sinna sérhæfð um verk
efnum séu hag kvæmur
kostur. Rætt hefur verið
um svokölluð „Kraga
sjúkra hús“ auk sjúkra
hússi ns á Akureyri í
þessu tilliti. Það er líka
ákveðið öryggi fólgið í
því að dreifa starfsemi á
fleiri sjúkrahús, ef t.d.
eitthvað alvarlegt gerist á
Landspítala. Gott dæmi um það
eru nýlegar sýkingar og smitsjúk
dómar sem höfðu í för með sér að
dreifa þurfti álaginu m.a. með því
að flytja sjúklinga á aðrar stofnanir.
Nú þegar við heyrum af fjölda
uppsögnum á Sólvangi er hollt að
rifja upp þessa sögu. Eðlilega taka
Hafn firðingar og aðrir þessum
fréttum illa. Áratuga farsæl starf
semi rótgróinnar stofnunar er í
upp námi og við höfum áhyggjur af
framtíðinni. „Búum öldruðum
áhyggju laust ævikvöld“ er falleg
setning. Nú er óvissa um þennan
mikil væga málaflokk.
Aðstæður í rekstri ríkisins eru
erfið ar, en réttlætir það þessa
óvissu sem upp er komin? Nei, og
stað an er fyrst og fremst tilkomin
vegna þess að forgangsröðun verk
efna hefur ekki verið rétt. Rætt
hefur verið um að byggja nýtt
hjúkr unarheimili í Hafnarfirði sem
staðsett yrði úti í hrauni. Vissulega
þarf að bæta aðstöðu hjúkrunar
heimila í Hafnarfirði sem og
annarsstaðar. En er ekki tími til að
staldra við nú og hugsa málið upp
á nýtt við breyttar aðstæður. Sól
vangur er vel í sveit settur, er mið
svæðis í Hafnarfirði og í næsta
ná grenni er þjónusta til staðar sem
styrkir starfsemina. Við þessar
aðstæður verður að skoða vel
næstu skref. Styrkjum starfsemi
Sól vangs og gerum þar þær breyt
ingar sem tryggja starfsemi stofn
unarinnar til lengri tíma, næsta
skref getur síðan verið að byggja
nýtt. Endurskoðum hugmyndir um
starfsemi Landspítala og gerum
ráðstafanir þar til að byggja nýtt
háskólasjúkrahús sem sinnir
vandasamari verkefnum og bráða
þjónustu. Endurskoðum hug mynd
ir um rekstur St.Jóse fsspítala og
finnum þeirri virðulegu stofnun
verkefni við hæfi. Tillaga Sjálf
stæðismanna stendur enn óbreytt.
Stöndum vörð um heilbrigðis
þjónustu og mikilvæg störf í
Hafnar firði.
Höfundur er alþingismaður.
Sólvangur og St. Jósefsspítali
Jón
Gunnarsson
Ég var nýlega spurður, af
jafnaldra mínum sem hyggur á
flutning til Noregs, hvers vegna
ungt fólk ætti að kjósa Fram
sóknarflokkinn. Ég svaraði með
því að lýsa fyrir honum þremur
af forgangsmálum
okkar: Afnemum verð
trygg inguna, leiðréttum
stökkbreyttu húsnæðis
lánin og komum
atvinnu lífinu í gang.
Afnemum
verðtrygginguna
Ungt fólk sem tekur
húsnæðislán í dag sér
fram á að þurfa að
borga eignina allt að
þrisv ar sinnum áður en yfir líkur.
Verði hér annað hrun, þá eru það
lántakendurnir sem tryggja
banka kerfið fyrir hruninu – í
gegn um verðtrygginguna. Fyrir
ábyrgan stjórnmálaflokk hlýtur
afnám verðtryggingar að vera
for gangsatriði. Framsóknar
flokk urinn mun afnema verð
tryggingu húsnæðislána.
Réttlæti í skuldamálum
Fyrir hrun tók mikið af ungu
fólki verðtryggt húsnæðislán í
góðri trú – lán sem hafa stökk
breyst og kæfa nú framtíðar
möguleika þeirra. Fyrir Fram
sóknarflokkinn er þetta spurning
um réttlæti, stökkbreytt verð
tryggð húsnæðislán verða leið
rétt. Uppgjöri föllnu bank anna er
ólokið og þar mun skapast
svigrúm til að leiðrétta lánin. Það
sem til þarf er stjórnvöld sem
munu koma fram af hörku við
hrægammasjóðina. Þeir keyptu
kröfur í þrotabúin á nokkur
prósent af raunvirði á sínum tíma
og sjá fram á að stór græða á
íslenska efna hags hrun
inu. Þess vegna ætti
enginn að gráta þeirra
vegna, þótt þeir fái ekki
að fara frá borði með
margfalda þá fjármuni
sem þeir keyptu kröf
urnar á.
Kraft í atvinnulífið
Efnahagurinn og
atvinnulífið hér á landi
eru stöðnuð. Hag
vöxtur síðasta árs var 1,6%, fjár
fest ing er í sögulegu lágmarki og
fólk flyst enn erlendis í at
vinnuleit. Fram sóknarflokkurinn
hefur mótað ítarlegar og raun
hæfar tillögur til að snúa þessu
ástandi við. Þar er lagt til grund
vallar að hér komist á pólitískur
stöðugleiki og að ný stjórnvöld
leitist við að draga úr óvissu, í
stað þess að ýta undir hana.
Tæki færi til nýsköpunar og vaxt
ar hér á landi eru til staðar. Hvort
sem er í sjávarútvegi, nýtingu
grænnar orku og vörum
framleiddum með grænni orku,
ferðamennsku eða hugverka
iðnaði, þá er framtíðin björt – ef
að stjórnvöld styðja í stað þess að
stöðva.
Höfundur er frambjóðandi
Framsóknarflokksins.
Kosningamál ungs fólks
Sigurjón Norberg
Kjærnested
Fyrir rúmum 40 árum lýsti
Richard Nixon yfir stríði gegn
því sem kallast ólögleg vímuefni
og neyslu þeirra. Skera ætti upp
herör gegn vandanum, banna
vímuefnin og refsa
þeim sem kæmu ná
lægt þeim. Sú stefna í
v í m u e f n a v ö r n u m
breidd ist út um heim
allan. Síðan þá er löngu
ljóst að „stríðið gegn
fíkniefnum“ er löngu
tapað og sú aðferð að
siga lögreglu á ólánsöm
ungmenni sem þyrftu
miklu frekar stuðning
og skilning skilar minna en
engum árangri enda hef ur dreif
ing vímuefna og notkun vaxið
jafnt og þétt allan bann tímann.
Vímuefnaneysla er að sjálf
sögðu varhugaverð og getur
verið mikið böl fyrir einstaklinga,
fjölskyldur og samfélagið allt.
Ofneysla vímuefna og fíkn er þó
fyrst og fremst heilbrigðis vanda
mál en ekki glæpur. Ef við á
annað borð skilgreinum fíkn sem
sjúkdóm eins og við gerum er
kemur að áfengissýki þá er fíkn í
ólögleg vímuefni líka sjúkdómur.
Því vill Dögun að litið verð á
fíkniefnaneyslu sem heilbrigðis
vandamál frekar en glæpsamlega
hegðun.
Mikilvægt er að mannréttindi
fíkla séu virt og fíkniefna neyt
endum gert kleift að taka virkan
þátt í samfélaginu eftir aðstæðum
hvers og eins en þeir séu ekki
jaðarsettir í undirheima þar sem
lögum og reglum er vikið til
hliðar og mannréttindi
gilda ekki. Dögun vill
afglæpavæða (e.
decriminalize) fíkni
efnaneyslu með sam
bæri legum hætti og
gert hefur verið í Portú
gal og víðar þar sem
neytendum er boð in
að stoð en þeim ekki
refs að eða þeir lokaðir
inni.
Dögun leggur áherslu á að
nálgast fíkniefnavandann með
skaða minnkun og mannúð að
leiðarljósi en ekki valdbeitingu,
forvirkum rannsóknarheimildum
og refsiaðgerðum dómstólanna.
Samfélaginu ber siðferðisleg
skylda til að sinna þörfum þeirra
sem ekki vilja eða geta hætt
neyslu fíkniefna þannig að þeir
og samfélagið allt verði fyrir sem
minnstum skaða.
Hér á Íslandi er skaðaminnk
andi nálgun þegar að ryðja sér til
rúms, t.d. með verkefni Rauða
krossins, Frú Ragnheiði, en betur
má ef duga skal. Börn í vanda
eru líka börnin okkar og þeim
ber að hjálpa ekki útskúfa.
Höfundur er frambjóðandi
Dögunar.
Vímuefnanotkun er
heilbrigðisvandamál!
Margrét
Tryggvadóttir
Ljósmyndasýning Ásgeirs Long á Hrafnistu
Ásgeir Long sýnir ljósmyndir
í menningarsalnum á Hrafnistu.
Sýning hans verður opnuð í dag
kl. 13.30 og stendur hún til 15.
maí. Ásgeir er fæddur 1927 í
Hafn ar firði og býr nú á
Hrafnistu.
Ásgeir fékk áhuga á ljós
mynd un í kringum fermingu og
kvik myndaáhuginn kviknaði
um tvítugt. Ásgeir var vélstjóri
en 1954 stofnaði hann Vinnu
stofu Ásgeirs Long. Síðar stofn
aði hann Kvikmyndagerð
Ásgeirs Long í Garðabæ. Árið
1973 stofnaði Ásgeir ásamt Páli
Steingrímssyni og Ernst Kettler
Kvikmyndagerðina Kvik sf.
Ásgeir fékk verðlaun í Tékkó
slóvakíu árið 1970 fyrir mynd
ina Lax í Laxá, gull verðlaun á
kvikmyndahátíð í Atlanta árið
1973 fyrir Eld eyj una, heim ilda
mynd um Vest manna eyjagosið
auk fjölda annarra verðlauna.
Á sýningunni verða mest
manna myndir, flestar frá um
1950.