Prentarinn - 01.03.2000, Qupperneq 4
Helgi Hólm
Georg Páll Skúlason og
Þorkell S. Hilmarsson
Helgi Hólm er 34 ára prentari.
Hann lagði land undir fót fyrir
þremur árum og flutti til Arósa í
Danmörku, ásamt Kristínu Jóns-
dóttur sambýliskonu sinni sem
stundar þar framhaldsnám í lækn-
isfræði. A heimilinu er einnig
hundurinn Guttormur Hólm, öðru
nafni Gutti.
Prentaranum lék forvitni á því
hvemig dvölin ytra væri og hvað
hefði á daga þeirra drifið hingað
til. Við hittum Helga í aldamóta-
fríinu, sem hann eyddi hér á
landi.
Hvar hefur þú starfað?
Eg hóf nám í POB á Akureyri
árið 1982 og starfaði síðan m.a.
hjá Prisma, ísafoldarprentsmiðju,
Dagsprenti, Akó/POB, Plastprenti
og Svansprenti. Eftir að ég kom
til Danmerkur hef ég starfað í
silkiprentsmiðju í Ulstrup og í
flexóprentsmiðju í Voldby. Eg hef
því reynt ýmislegt í prentinu.
Hvernig gekk að fá vinnu
úti?
Það gekk mjög erfiðlega, ég
var atvinnulaus í rúmt ár og fór
þess vegna tvisvar heim að vinna
í Svansprenti, bara til að gleyma
því ekki hvemig það er að vinna.
Astæðan fyrir flutningnum út var
fyrst og fremst framhaldsnám
Kristínar. Það var svo þegar ég
var að vinna hér heima sem ég
fékk fréttir af vinnu sem var aug-
lýst í Ulstrup við silkiprentun. Eg
sló til og sendi út umsókn í gegn-
um fax Vinnuveitendasambands-
ins, en það vill svo til að
tengdapabbi vinnur þar, og var
ráðinn í hvelli. Hvort það var
vegna þess að umsóknin kom
með haus V.S.f. eða ekki vil ég
láta ósagt. Þar starfaði ég í sex
mánuði, en það var langt að
keyra í vinnuna, ca. 110 km á
dag. Eg vann á vöktum og dag-
vaktin hófst klukkan 6.30 og því
varð ég að rífa mig á fætur
klukkan hálf firnm til að ná á
réttum tíma í vinnuna.
Eftir það fór ég að vinna við
flexóprentun í Voldby sem er
4 ■ PRENTARINN
Eins átti yfirmaður minn til
aðfá furðulegustu
hugmyndir, en ein þeirra
verður varla toppuð, hann
sendi litaprufu áfaxi til
eins kúnnans!!!
miklu nær Árósum. Þar hef ég
starfað undanfarið eitt og hálft ár,
en smiðjan var að flytja nú í byrj-
un janúar og því er ég í atvinnu-
leit þessa dagana.
Hvernig var vinnuaðstaðan
og mórallinn?
f Ulstrup var fín vinnuaðstaða
og u.þ.b. 40 starfsmenn í fyrir-
tækinu. Mórallinn vai' hins vegar
afleitur. Fyrirtækið átti í miklum
fjárhagserfiðleikum sem orsakaði
mikið óöryggi hjá starfsfólki og
mikinn titring á vinnustað. Sam-
skipti yfxrmanns við fólkið voru
ekki góð og dæmi um það hvem-
ig það bitnaði á mér var að einn
daginn kom hann til mín og tjáði
mér að ég hefði tvo kosti, þar
sem ég væri útlendingur og mála-
kunnáttu minni væri nokkuð
ábótavant. Eg gæti valið að vera
eingöngu á næturvöktum eða
verða sagt upp störfum hjá fyrir-
tækinu. Semsagt, það vantaði
mann á næturvaktir og ég tók það
að mér en gat ekki stillt mig um
að spyrja hvort ég þyrfti þá ekki
að tala dönsku á næturvöktunum.
í flexósmiðjunni í Voldby var
vinnuaðstaðan mjög frumstæð,
við prentuðum eingöngu á papp-
ír, þ.e., umbúðapappír, mikið fyr-
ir bakarí og slátrara. Alls unnu 6
starfsmenn í fyrirtækinu í Voldby,
2 í framleiðslu og 4 á skrifstofu!
Svo vom um 10 starfsmenn í
Sindal, en þangað er verið að
flytja alla starfsemi fyrirtækisins.
Annars var mjög gott að vinna
þarna og við réðum okkar vinnu-
tíma að mestu sjálfir. Eins átti yf-
irmaður minn til að fá furðuleg-
ustu hugmyndir, en ein þeirra
verður varla toppuð, hann sendi
litapmfu á faxi til eins kúnnans!!!
Fyrirtækið flutti til Sindal á
Norður-Jótlandi eins og áður
sagði. Því er talsverð eftirsjá fyrir
mig að missa þessa vinnu.
Hvernig finnst þér danski
vinnumarkaðurinn?
Almennt vinnufyrirkomulag og
skipulagning er góð í Danmörku,
en vinnumarkaðurinn er mun
harðari þama en ég hef áður
kynnst og fyrir það finnst mér ís-