Prentarinn - 01.03.2000, Síða 5
íflexósmiðjunni í Voldby var vinnuaðstaðan mjög
frumstœð, við prentuðum eingöngu á pappír, þ.e.,
umbúðapappír, mikið fyrir bakarí og slátrara.
lenskir atvinnurekendur eiga
heiður skilinn. Þeir sýna sínu
starfsfólki mildu meiri skilning,
allavega þeir sem ég hef unnið
hjá.
Hvernig eru launin?
Það er nú eins og héma á Is-
landi mjög misjafnt, hjá mér voru
launin fyrir dagvinnu 220-230
þúsund ísl. á mánuði, en þegar
allt er tekið með í reikninginn
hefur maður ekkert meira út úr
þessu en hér heima, þar sem
Danir eiga heimsmet í skattlagn-
ingu. Þar til viðbótar hef ég haft
svolitla yfirvinnu sem greidd er
með 50% álagi á dagvinnu, þ.e.
195 dkr. (1950 ísl.) á tímann og
með 100% álagi á næturvinnu
eða kr. 260 dkr. (2600 ísl.) á tím-
ann. Helstu nauðsynjar em að
vísu eitthvað ódýrari úti en lúx-
usskattar eru talsvert hærri úti,
t.d. á bflum svo eitthvað sé nefnt.
En ég verð jú að viðurkenna að
þar sem við erum bæði að vinna
er lítið mál að lifa af dagvinnunni
eingöngu, og það er mikill mun-
ur. En svo er annað sem fólk
héma heima gleymir þegar það er
að tala um að maður vinni „bara“
37 tíma á viku. Það gat tekið mig
allt að 272 tíma á dag að koma
mér í og úr vinnu, sem ég er ansi
hræddur um að flestum hér
heima þætti frekar mikið.
Hvað finnst þér um danska
bókagerðarfélagið?
Það er nú verið að leysa
Grafisk forbund upp í einingar
þessa dagana og ég er kominn í
HKi eða iðnaðardeildina í danska
Verslunarmannafélaginu. Ég var
búinn að vera viku í vinnu þegar
verkfall skall á úti. Ég var ekki
búinn að ganga frá félagsaðild í
GF þegar það gerðist en sam-
skipti FBM og GF vora góð og
þeir kipptu þessu r liðinn og ég
fékk verkfallsbætur. Ég get ekki
kvartað neitt yfrr samskiptum
mínum við félagið. Félagið var
lagt niður í árslok 1999 og félag-
amir skiptust r þrjú félög, þ.e.
forvinnslan og prentunin fór í
Hki, blaðaljósmyndarar fóra í
Blaðamannafélagið og ófaglært
starfsfólk í kartonvinnslu, frá-
gangi og bókbandi fór r' SiD sem
er líkt Verkamannasambandinu.
Bókbindarar gátu svo valið um
HKi eða SiD. Stærsti hagur fé-
lagsmanna af þessum breytingum
var að félagsgjöldin lækkuðu. Ég
borgaði 700 dkr. (7000 ísl.) á
tveggja vikna fresti í GF, inni-
falið í því er að vísu atvinnuleys-
istryggingagjald, en það er mjög
hátt félagsgjald og það hæsta í
Danmörku. Það lækkar í ca. 550
(5500 ísl.) á tveggja vikna fresti
núna.
Fyrst þið spyijið um félagið úti
vil ég einnig segja um FBM að
mér finnst ekki viðeigandi að
starfsmenn félagsins sitji allir í
stjóm þess einnig, því valdið og
áhrifin finnst mér þannig safnast
á hendur of fárra manna. An þess
að ég vilji gerast dómari um störf
þeirra sem þar vinna, hvorki sem
stjómarmanna eða starfsmanna,
og ég veit hversu erfitt er að fá
fólk til starfa í alla félagsstarf-
semi. Sæmundur má bara passa
sig þegar ég flyt heim aftur, því
ekki nenni ég að fara að prenta í
fimmtán tíma á dag til að hafa í
mig og á.
Hvað finnst þér mest spenn-
andi við Danmörku?
Það hefur komið þægilega á
óvart hversu nálægðin við önnur
Evrópulönd er mikil. Það var
nokkuð sem maður hafði aldrei
hugsað um. Við höfum ferðast
talsvert á bfl frá Danmörku. Eins
er veðráttan miklu betri en á Is-
landi, fleiri sólardagar þegar
huggulegt er að sitja útí garði
með öl og sóla sig. Viðhorf Dana
í garð hundahalds finnst mér líka
vera miklu jákvæðara þrátt fyrir
strangar reglur þar um. Ég verð
reyndar að viðurkenna að ég
hafði svo sem hreint enga samúð
með hundaeigendum áður en ég
fékk hann Gutta minn og var satt
að segja skíthræddur við hunda,
enda sáu þeir ástæðu til að við-
halda þeim ótta með því að bíta
mig reglulega. Auðvitað er það
margt annað sem kemur upp í
hugann, en í svona stuttu spjalli
er ómögulegt að tína allt til.
Stendur til að setjast að
þarna?
Nei, alls ekki, þrátt fyrir að
mér finnist mjög gott að búa þar.
En eins og ég hef sagt við alla
sem hafa spurt um þetta í þessu
aldamótafríi þá er stefnan að
flytja heim aftur á fyrri hluta
þessarar aldar.
Hvaða ráð myndir þú gefa
þeim sem hafa áhuga á að
vinna erlendis?
Ég myndi ráðleggja mönnum
eindregið að læra tungumálið vel
áður en þeir flytjast út vegna þess
að það er lykilatriði til að ná fót-
festu og hreinlega að einangrast
ekki og vera gjaldgengur á
vinnumarkaði.
Eins má segja að ég hafi gert
mikil mistök með því að gera
ekkert í því að finna vinnu áður
en ég fór út. Ætlaði bara að finna
út úr þessu þegar ég væri kominn
á staðinn. Allavega, þegar maður
er nánast mállaus er það ekki
auðvelt.
Prentarinn þakkar Helga fyrir
spjallið og óskar honum velfarn-
aðar í framtíðinni.
PRENTARINN ■ 5