Prentarinn - 01.03.2000, Side 22

Prentarinn - 01.03.2000, Side 22
Þóra Elfa með nemendum í Iðnskólanum Hún er alveg þokkaleg. Spum- ingin er bara alltaf þessi: Fá nem- endur vinnu, fá þeir tækifæri til að komast á samning og ljúka sínu námi? Er þetta fólkið sem atvinnurekendur ætla að móta í sína mynd eða stfla þeir uppá eitthvað annað? Það má beinlínis fullyrða að þetta þyrfti að kanna með rannsóknaraðferðum vísind- anna en það virðist engum detta í hug að framkvæma slíka könnun. Hvert stefnir prentiðnaðurinn á Islandi, hvað ætlar hann að verða þegar hann er orðinn stór? Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér, verður kannske nóg að fara bara á tvö, þrjií námskeið hjá Prenttcekni- stofnun? Nei, ég held varla. Ef það á að vera til eitthvað sem heitir grunn- nám í prentiðnaði þá verður að hafa sameiginlegan kjama og miða við breiðari gmnn en stutt námskeið sem eiga auðvitað full- an rétt á sér og eiga að vera til sem flest og best til eftirmennt- unar en þau em oft meira eins og ákveðið krydd í súpuna. Annars er þetta lfka spumingin, eins og ég sagði áðan, um vilja prent- smiðjueigenda. Vilja þeir fólk sem getur bara gert eitthvað eitt eða fólk sem hægt er að senda í endurmenntun ofan á faglega gmnnmenntun? I því sambandi væri ekki úr vegi að auglýsa eftir endurmenntunarstefnu fyrirtækj- anna ef hún er þá til. Nú ertu forveri minn hér á Prentaranum, hófust þín ritstörfmeð því að skrifa í þetta ágœta blað? Nei, ég hef lítið skrifað í Prent- arann. Eg tók nokkur viðtöl fyrir löngu og skrifaði örfáar, stuttar greinar. Það var nú ekki mikið meira. Eg hef alltaf verið að skrifa eitthvað alveg frá því að ég var krakki. Þegar ég var ungling- ur var ég í ritstjóm blaðs sem hét Forspil. Við tókum okkur saman nokkur ungmenni: Ari Jósefsson, Dagur Sigurðar, Atli Heimir og Jóhann Hjálmarsson og fleiri. Það komu út tvö blöð með sög- um og ljóðum eftir okkur og 22 ■ PRENTARINN ýmsa aðra en með litlu myndefni, það var svo dýrt að gera klissjur. Eg hef ort smávegis sem hefur birst hingað og þangað. Eg hef þýtt nokkrar bækur fyrir böm og fullorðna úr ensku og dönsku, mest fyrir Bókhlöðuna sálugu. Svo eru það draumaráðn- ingabœkurnar. Þær komu nú ekki til vegna áhuga míns á draumum heldur var það þannig að þegar stelpum- ar mínar vom um fermingu leit- uðu þær mikið að svona bókum en þær fengust ekki í bænum. Þá var ég að vinna í Hagprenti og sá sem rak prentsmiðjuna var líka bókaútgefandi og ég var alltaf að suða í honum: „Blessaður gefðu út draumaráðningabók, þú verður áreiðanlega ríkur á því!“ Einn daginn var hann orðinn leiður á þessum brýningum og sagði: „Komdu bara með handrit, ég skal gefa það út.“ Ég dreif í þessu og bókin kom út og rann út eins og heitar lummur. Ég vann seinna aðra draumaráðningabók fyrir Skjaldborg en þessar bækur urðu síðan gmnnur að drauma- ráðningabók sem Hörpuútgáfan gaf út ekki alls fyrir löngu. Það er rétt að taka fram að ég er alls ekki snjöll að ráða drauma fólks þótt ég hafi gaman af að velta þessu fyrir mér. I gamla daga var fólkið alltaf að spá í hvort myndi fiskast, hvort það yrði harður vet- ur og þvíumlíkt en í dag er áhug- inn meira inn á við, hvort draum- ar séu t.d. ábending um að við- komandi ætti að laga breytni sína eða gæta að einhverju í fram- komu sinni eða lifnaðarháttum. Svo ertu líka í œttfrœðinni. Jú, hafa ekki allir áhuga á ætt- fræði, vilja menn ekki vita út af hverjum þeir em komnir? Ég fékk launalaust leyfi í fyrra og var svo heppin að fá ódýrt hús í Danmörku, úti á Fjóni, og var þar í þrjá mánuði og lá í skjalasöfn- um og bókum, var að skoða síð- ustu öld, svona frá 1840 fram yfir 1900. Mjög skemmtilegt tímabil. Langalangamma mín hafði kom- ið frá Danmörku 1849 og það var mjög gaman að lesa um þennan tíma og ég hef afar gaman af sögunni og öllu þessu gamla. Það er líka gaman að reyna að komast að því, ef hægt er, hvort forfeður manns hafa búið yfir einhverjum eiginleikum sem sfðan hafa erfst frá þeim, t.d. skapgerð, hugrekki, þunglyndi, tónlistargáfur o.s.frv. Nú eru allar œttartölur að koma á netinu. Verður það ekki fjársjóður fyrir cett- frceðigrúskara? Jú, það verður fróðlegt. Nú getur maður séð hve margir bisk- upar eða sauðaþjófar eru í ætt- inni. En það eru margir sem hafa áhuga á að rekja ættir sínar og finna út hve langt aftur hægt er að komast. En afþví við minnumst á netið: Þú tiotar netið rnikið í sambandi við fagið? Ég geri það töluvert. Það er mikið efni um prentiðnaðinn á netinu. Það eru margar sérlega fínar heimasíður, t.d. frá ýmsum pappírsfyrirtækjum og mörgum prentsmiðjum og svo eru allskyns upplýsingar urn allt sem viðvíkur faginu. Ég nota netið í einum áfanganum. Læt nemendur t.d. bera saman heimasíður prent- smiðja hér og erlendis, einnig þurfa þau að leita upplýsinga um sitthvað sem viðkemur faginu. Það má finna margar bitastæðar upplýsingar um atriði eins og farfa, pappír, hönnun og letur. Nemendumir nota netið líka til að ffæðast um framhaldsnám er- lendis, því allir vilja læra meira. Þetta hefur verið mjög ánægju- legur eftirmiðdagur og gaman að sitja og spjalla við Þóru Elfu um heima og geima og ekki sakaði að hún tók á móti mér með glæsilegum veisluföngum. Ég hefði getað notað allt blaðið und- ir allt það sem við ræddum, en einhvers staðar verður að enda og um leið og ég þakka henni enn og aftur þá er aldrei að vita nema við ræðum við hana síðar.

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.