Prentarinn - 01.03.2000, Side 23
Þorkell S. Hilmarsson
Xplor international ráðstefnan
var haldin í Versölum - Hallveig-
arstíg 1 Reykjavík þann 11. febr-
úar 2000. Sveinbjöm Hjálmars-
son forseti Norðurlanda-deildar
Xplor Intemational hélt utan um
og stýrði ráðstefnunni. Hann
bauð fyrirlesara og ráðstefnugesti
velkomna og setti fundinn um kl.
8.30.
Fyrsti fyrirlesarinn var Tony
Kenton, IT - IQ Global Limited
- Englandi. Hann sagði að hefð-
bundin prentun væri á krossgöt-
um. Breyttar kröfur viðskiptavina
og framfarir í tækni neyddu
prentara til að leita til nýrra
svæða til að halda í viðskipti.
Fyrir þá sem halda rétt á spilun-
um liggja miklir hagnaðarmögu-
leikar, auknir markaðsmöguleikar
og aukinn trúnaður við viðskipta-
vini. I þessum fyrirlestri reyndi
Tony Kenton að benda á réttar
lausnir.
Annar var Georg Lúðvíksson.
Hann fjallaði um WAP tækni og
intemetið í farsímum. WAPorizer
hugbúnað Dímons sem varpar
hefðbundnum vefsíðum í farsíma.
Einnig var fjallað almennt um
varpanir úr einu framsetningar-
formi í annað og framtíðarsýn
Dímons varðandi aðskilnað inni-
halds og gagna.
Næstur var Þórarinn Stefáns-
son frá OZ.com. Hann talaði um
hugbúnaðinn i-pulse sem OZ hef-
ur hannað fyrir sænska símafyrir-
tækið Ericsson ásamt fjarskipta-
tækni og þeim miklu möguleik-
um sem nú bjóðast á nýrri öld til
að hafa samskipti manna á milli.
Paul Gerelle frá i-data
intemational a/s talaði um öryggi
við prentun gagna og þau vanda-
mál sem geta risið við notkun
eins prentara í stórum hópi. i-data
intemational hefur boðið uppá þá
lausn að hafa öryggiskort fyrir
starfsmenn sem þeir nota þegar
þarf að prenta út gögn, starfs-
maður sendir gögnin á viðkom-
andi prentara og og þarf aðeins
að renna öryggiskortinu í gegn-
um lesara sem staðsettur er á
prentaranum þegar hann vill
sækja gögnin. Þessi lausn getur
sparað íyrirtækjum mikið fé þar
sem aðeins starfsmenn með ör-
yggiskort geta notað prentarann.
Karl Roth, Stelja ísland, hélt
fyrirlestur um auknar kröfur til
þess að nálgast upplýsingar og
dreifa þeim í lofti. Framtíðar-
sendir mun búa til og senda upp-
lýsingar án tafar hvar sem við
emm stödd.
Jóhannes M. Andersen, Hew-
lett-Packard (Opin kerfi hf.),
ræddi um hvemig við getum
hjálpað viðskiptavinum okkar að
átta sig á kostum tölvuvædds
vinnustaðar.
Andi Edan, Indigo Digital Off-
set-Printing Europe (Hvítlist
ehf.), kynnti stafræna gæðaprent-
un og þá byltingu sem orðið hef-
ur á beinni markaðssetningu
(One-to-One Marketing). Með
tilkomu stafrænna prentvéla virð-
ist möguleikum sem breytilegar
lit-, mynd- og textaskrár (Vari-
able Data) bjóða, lítil takmörk
sett.
Ole Nyegaard, Xerox
(Optima), kynnti hvemig stafræn
prentun getur stuðlað að því að
því sem fyrirtæki bjóða upp á sé
hægt að stýra beint til þeirra sem
hafa áhuga á vörunni.
Jörgen Ulrich, IBM Printing
Systems (Nýherji hf.), fjallaði um
það nýjasta í samskiptum við-
skiptavina og fyrirtækis. Hann
tók skemmtilegt dæmi um fyrir-
tæki sem býður mönnum prentun
á nafnspjöldum í gegnum inter-
netið. Menn geta þar sett upp
nafnspjaldið með hjálparforritum
sem meðal annars þýða starfs-
heiti yfir á hin ýmsu tungumál.
Þegar hönnun nafnspjaldsins er
tilbúin er pöntun send til fyrir-
tækisins sem sendir síðan nafn-
spjöldin í pósti til viðskiptavinar
hvert á land sem er. Það kom
fram í máli Jörgens að intemetið
mun hafa veruleg áhrif á þróun
mála í prentiðnaði.
Christoph Riess, Heidelberg-
Digital (Aco hf), kynnti framtíð-
arsýn Heidelberg 2010. Að sögn
Christoph ætlar Heidelberg sér
stóran hlut á þessum markaði,
prentun eftir pöntun. Samstarf
Heidelberg og Kodak var mjög
mikið við hönnun þessarar nýju
Digital-vélar sem Heidelberg
kynnir nú í fyrsta sinn á DRUPA
ásamt öðrum nýjungum og vildi
Riess sérstaklega nota tækifærið
og bjóða íslensku prentiðnaðar-
fólki að koma og skoða þær nýj-
ungar sem verða í boði.
Hægt er að nálgast fyrirlestra
sem fluttir voru á ráðstefnunni á
vefsíðu www.xplor.org undir
Nordic Chapter.
Ráðstefnan tókst með ágætum
og þrátt fyrir langan dag og mik-
ið af upplýsingum fóru menn
glaðir og mun fróðari út í snjó-
komuna að ráðstefnunni lokinni.
Ráðstefnugestir vom um 70 tals-
ins og var boðið upp á veitingar í
lok ráðstefnunnar en það er
margra ára hefð hjá Xplor að
ljúka ráðstefnum með léttum
veitingum þar sem ráðstefnugest-
urn og fyrirlesumm gefst kostur á
að skiptast á skoðunum.
Sveinbjöm Hjálmarsson skipu-
leggjari ráðstefnunnar var að
vonum ánægður með undirtekt-
irnar og taldi fullvíst að önnur
ráðstefna yrði haldin á næsta ári.
PRENTARINN ■