Prentarinn - 01.03.2000, Side 27

Prentarinn - 01.03.2000, Side 27
Sumarhús til sölu Ég ætla til glöggvunar að gera grein fyrir því hvaða hlutverkum bækur þjóna í mínu lífi. Heima hjá mér eru bækur upp- um alla veggi. - Já, bækur sem mér dytti aldrei í hug að opna og þaðanafsíður að lesa, bækur í metravís, bækur f hundraðavís eða þúsundavís. - Og nú er sjálf- sagt spurt: - Hversvegna í ósköp- unum að vera að hrúga öllum þessum ólesnu bókum í kringum sig? Og svarið er einfalt. - Þær hafa svo margþætt notagildi að ég get ekki án þeirra verið. í fyrsta lagi hef ég þær sem veggskreytingu, líkt og myndir og málverk. í öðru lagi eru þær til að impónera gesti, sem ekki eru fyrr komnir inní híbýli mín en þeir hugsa sem svo: - Hann er ekki lítið lesinn þessi. í þriðja lagi bægja þær frá mér sturlun og stuðla að því að ég haldi geðheilsunni því þær eru hljóðeinangrandi. I fjórða lagi er af þeim skjól í norðannæðingnum því þær eru hitaeinangrandi. I fimmta lagi er hægt að nota þær sem barefli þegar berja þarf böm og unglinga til bókar. I sjötta lagi líður mér einfald- lega vel innanum bækur. I sjöunda lagi hefur mér verið sagt að til sé fólk sem les bækur. En það sel ég nú ekki dýrara en ég keypti það. Fjölmörg dæmi önnur kann ég um fjölnotagildi bóka, tildæmis gleymi ég því seint þegar ég var ungur maður og efnilegur á tog- ara og við vorum rétt einusinni að bíða eftir löndun í Húll og Jón pokamaður fór í land og tók sér bólfestu á Rauða ljóninu í rúman sólarhring. Þegar hann kom til baka hafði hann meðferðis stærri bók en áður hafði sést um borð í togar- anum. Menn fóru, einsog vænta mátti, að hnýsast í fræðin og þá kom í ljós að þetta var Biblía. - Guð- rækni pokamannsins kom ger- samlega flatt uppá mannskapinn því satt að segja var Jón svo mik- ill strigakjaftur og málsóði að okkur fannst maðurinn vera handgengnari andskotanum en nokkur okkar hinna. Þegar við fengum Jón til að opna Biblíuna kom í ljós að þessi heilaga ritning innihélt ekki guðsorð, heldur tank undir brennivín. Ljóst var að guðspjöll- in höfðu runnið ljúflega ofaní pokamanninn því tankurinn var galtómur. En það átti nú eftir að lagast því það síðasta sem ég frétti af Jóni pokamanni var að hann hleypti upp jarðarför í Dómkirkj- unni með því að láta brennivíns- biblíuna ganga milli syrgjenda í guðshúsinu og magna þannig upp ótímabært fyllirí í kirkjunni, prestinum, líkinu og guði til lítill- ar dýrðar, en skrattanum væntan- lega til óblandinnar ánægju. Þegar útfararstjórinn varpaði Jóni pokamanni á dyr veifaði hann brennivínsbiblíunni ákaft, fékk sér vænan gúlsopa úr henni og hrópaði síðan: - Leitið hugg- unar í hinni helgu bók. Svo kláraði hann síðustu dreggjamar úr biblíunni, settist á kirkjutröppumar og kvað þessa vísu við raust: Sumarbústaður í Miðdal í Efra hverfi, G götu nr. 6. 3 herbergi og svefnloft, ný viðbygging sem er herbergi og fremri stofa. Raf- magn, arinn, dúkkuhús, ísskápur og allt innbú. Mikið af gróður- settum trjáplöntum í lóðinni. Upplýsingar f síma 551 1526. Til sölu sumarbústaður í Efra hverfi í Miðdal við E götu 1. Húsið er ekki með rafmagni og er ekki alveg fullinnréttað. Óskað er eftir tilboði. Upplýsingar gefur Jón Már Þorvaldsson í síma 568 0812. Las ég mér til menntunar margan doðrant vœnan en lœrdómsríkust lesning var litla gula hœnan. í Miðhverfinu í Miðdal, T götu nr. 6. Um er að ræða fullbúið sumarhús að utan. Langt komið að innan. Búið er að leggja park- et á allan bústaðinn, hurðir og milliveggir komnir upp, nýtt kló- sett. f húsinu em tvö eins svefn- herbergi með hjónarúmi og koju, einnig er svefnloft. Húsið er kynnt upp með vatnskamínu sem hitar upp þrjá ofna sem em í báð- um herbergjum og einnig á WC. Upplýsingar í símum 565 6251 og 892 0939 hjá Sigurlaugu og Magnúsi. PRENTARINN ■ 27

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.