Prentarinn - 01.03.2001, Side 5

Prentarinn - 01.03.2001, Side 5
standi nú bara fyrir því í dag sem það getur staðið. Sóknarfæri FBM eru allt önnur en gamla prentarafélagsins á meðan það var og hét því þá var landslagið, t.d. í fjölmiðlunum, allt öðruvísi en það er í dag. Þáverandi fjölmiðla höfðum við í hendi okkar en nú eru þeir komnir út um borg og bý þannig að nú er svo komið að við höfum ekkert vald á fjölmiðlum lengur. Við höfum ekki lengur þessa hrikalega sterku aðstöðu sem prentarafélagið hafði.“ - Heldurðu að það hafi verið rétt á sínum tíma að sameina fé- lögin? „Já það var mikið þarfaþing. Þetta var engin hemja að vera með tvö prentarafélög í þessu, það var tóm tjara. Þetta voru nokkrir menn sem komu í veg fyrir sameiningu en félögin hefðu auðvitað átt að vera orðin eitt fyr- ir langa, langa löngu. Gömlu setj- urunurn fannst þetta svo ómerki- legt, þetta offset, að þeir tóku það ekki í mál að taka offsetprentar- ana inní félagið. Þá stofna þeir sitt eigið félag og það myndast auðvitað togstreita þarna á milli. Jörundur, sem er góður prentari hér í bæ, talaði einhvem tíma á fundi í gamla sjálfstæðishúsinu um þetta andskotans setjarafélag, að þeir réðu lögum og lofum í fé- laginu og það voru orð að sönnu. Það verður að segjast eins og er, að þetta var valdabarátta nokkurra manna sem kom í veg fyrir að sameiningin ætti sér stað fyrr en '80-'81 eða hvenær það var sem félögin sameinuðust." - Hvað viltu segja um þær raddir sem segja að það hafi dreg- ið fagmennina niður í launum að vera í fagfélagi með ófaglærðum? „Það hefur alla tíð gengið illa. í gamla prentarafélaginu þá fórum við nú ekkert vel með aðstoðar- fólkið. Það var á hungurlúsar- launum. Við höfðum nú ekki meiri skilning á þessu en það. En svo eftir að félögin voru samein- uð þá er þetta verulega lagað. Þetta ófaglærða fólk sem var al- veg bráðnauðsynlegt í prentsmiðj- unum var svo hryllilega illa laun- að að það var alveg helber skömm að þessu. Ég man nú ekki hvað launin voru en þetta fólk varð óskaplega mikið útundan lengi vel. Mig minnir að þetta hafí ekki farið að skána eitthvað fyrr en um '90.“ - En fagmennimir í dag tala um að þeir hækki ekkert, allar hækkanir komi aðstoðarfólkinu til góða. „Hvað er mismunur mikill í dag á launurn? Það hefur nú verið stefnan að reyna að drífa upp lág- launafólkið og prentarar hafa nú verið sæmilega launaðir. Er þetta ekki bara sama öfundsýkin sem gengur í gegnum allt þjóðfélagið, fyrst semur Dagsbrún og svo koma hinir á eftir og þurfa að fá það sama og helst einhverja ábót ofan á það sem Dagsbrún fékk. Þetta er alveg gegnumgangandi og mér finnst þetta mjög ósann- gjarnt að láta svona út í aðstoðar- fólkið. Hvemig færum við að ef við hefðurn ekki aðstoðarfólkið? Ég er ansi hræddur um að það yrði þröngt um.“ - Við höfum nú heyrt skoðanir þínar á ýmsum málum, en Skúli segðu okkur nú eitthvað af sjálf- um þér. Þú ert fæddur í Reykja- vík? „Ég er fæddur í Reykjavík, uppi á lofti í húsi hérna niðri í Þingholtsstræti, það stóð þar sem Isafoldarprentsmiðja var síðar byggð. Þegar ég er fjögurra eða fímm ára þá fæ ég snert af berkl- um og er sendur norður í land til frændfólks míns, fyrst til ömmu minnar norður á Húsavík en lík- lega hef ég verið svo ódæll að hún fór með mig suður í Reykja- dal á bæ sem heitir Vígar, þar sem afasystir mín bjó, og kom mér þar í vist og ég var þar í tvö sumur. Þegar hér var komið sögu þá vildi ég alls ekki fara suður til Reykjavíkur og fékk því ein- hvernveginn komið í gegn að ég fékk að fara með föðurbróður mínum, sem var svona eins kon- ar Bjartur í Sumarhúsum og bjó lengst uppá Fljótsheiði, sem ligg- ur á milli Bárðardals og Reykja- dals, og ég var þar í heilt ár. Þá sótti amma mín mig og það var fyrsta bílferðin sem ég fór í á milli landshorna. Við fórum í nýj- um sjö manna bíl frá Húsavík til Reykjavíkur og það tók hvorki meira né minna en þrjá daga. Þetta er haustið 1933 og þá átti að koma mér í skóla en þá veiktist ég og lá í bælinu allan þennan vetur. Vorið eftir er ég farinn að braggast og reif bara kjaft og er sendur aftur norður í land til frænda míns á heiðarbýlinu og þar er ég næstu þrjú árin, til 1937, í gamla prentarafélaginu þá fórum viö nú ekkert vel meb aöstoöarfólkiö. Þaö var á hungur lúsarlaunum. Viö höföum nú ek meiri skilning á þessu en þaö. PRENTARINN ■ 5

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.