Prentarinn - 01.03.2001, Blaðsíða 11
Ágústa: Þetta hlýtur að hafa
batnað eftir að prentsmiðir fóru í
auknunt mæli inn á auglýsinga-
stofurnar með sína þekkingu sem
er orðin miklu viðurkenndari.
Einnig hefur aukist sá skilningur
að verkið þurfi góðan tíma í
prentsmiðjunum.
Eftir að handverkið var
meira eða mitma úr sögunni
og tölvurnar leystu manns-
höndina af á ósamkeppnis-
hœfum hraða hefur þörfin
fyrir fagfólk minnkað. Er
fyrirsjáanlegt að prentstétt-
in deyi út á næstu árum og
fagfólkið sitji uppi með
einskis nýta menntun eða
mun nýja námsskráin auka
hróður prentlistarinnar?
Ágústa: Nei, þetta er ekki
deyjandi stétt, síður en svo. Héð-
an í frá liggur leiðin aðeins upp á
við.
Oli: Prentstéttin er alls ekki
deyjandi. Ég held að íslenskir
bókagerðarmenn séu framúrskar-
andi og metnaðarfullir. Þeirra stétt
á eftir að blómstra og verða mjög
spennandi. Ef ég væri ungur í
annað sinn myndi ég hiklaust
byrja aftur á sama reit.
Þórleifur: Sama segi ég og
mér finnst nýja námsskráin við
bókagerðardeildina virka einkar
spennandi og alveg í takt við það
sem koma skal.
Pétur Marel: Miðað við nýju
námsskrána tekur maður bara 4
annir í skóla og þar af síðustu
önnina í sérhæfingu. Ég óttast að-
eins að þessi eina önn dugi
skammt í sérhæfingu af einhverju
viti. Mér hefur þótt bagalegt hve
starfsþjálfun og kennsla í skólan-
um er léleg og stóra spurningin
hlýtur að vera hver ætli að kenna
mannskapnum af einhverri al-
vöru, því eigi þessi eina önn að
standa undir nafni verður að gera
markvissa breytingu á kennslunni
allri og það strax.
Oli: Ég er sammála því að
kennslan þarf að vera mjög mark-
viss á síðustu önninni. Nemandi
hefur sex valmöguleika eftir
fyrstu fjórar annimar. Þar af em
Ólafur H. Steingrímsson
bókband og prentun sem inni-
halda hvorki vefsíðugerð, marg-
miðlun né tölvuvinnslu. Tækni-
málin kitla unga fólkið og því er
ég ansi hræddur um að ef við
komum ekki með rétta markaðs-
setningu verði þessar tvær greinar
útundan með sínum gamaldags
stimpli. Það hefur til dæmis alveg
gleymst að segja frá því að nýju
prentvélarnar em ekkert annað en
tölvur.
Þórleifur: Kennsla í faginu
hefur verið í algjörum molum allt
of lengi og til skammar. Ef ekki
fæst mannskapur til að kenna
þessi fög á komandi ámm býður
það vafasamri þróun heim. Það
verða þokukennd landamæri milli
fagfólks og vélamanna, rafvirkja
eða vélvirkja að stjórna þessum
vélum. Fáum við svo ekki fagfólk
til starfa þurfum við að fá menn
utan af götunni og þjálfa þá upp
til að stýra vélunum. Og þá fyrst
er Félag bókagerðarmanna í
hættu.
Kristín: Skólinn hefur verið
„djók“ í áratugi. Svo koma þessi
krakkagrey í prentsmiðjurnar og
kunna ekki neitt. Svo finnst mér
skilyrði að þær prentsmiðjur sem
taka nema verði að hafa ákveðna
leiðbeinendur í að þjálfa þá upp,
því það er erfitt að þurfa að kenna
og reyna að vinna í leiðinni.
Þórleifur: Leiðbeinandi getur
aldrei verið í hundrað prósent
starfi enda ekki heldur hægt að
ætlast til þess. Nemi skapar lítil
verðmæti fyrsta árið eftir að hann
kemur úr skólanum og því verða
menn að gera sér grein fyrir strax
í upphafi.
Oli: Fram að þessu hefur Iðn-
skólinn verið grútmáttlaus hvað
viðkemur bókiðngreinum. Nú er
hins vegar kominn nýr skólastjóri
og við í prentgeiranum bindum
auðvitað miklar vonir við að hann
taki þessi mál til gagngerrar end-
urskoðunar. Við sjáum það líka á
nýliðuninni í faginu að það eru
allt of fáir sem útskrifast. Þær
prentsmiðjur sem taka nema eru
teljandi á fingrum annaiTar hand-
ar. Aðrir taka það ekki í mál því
það sé of dýrt og segja nemana
skemma of mikið. Kennararnir
hefðu gott af því að fara út á
vinnumarkaðinn og taka púlsinn á
því sem er að gerast.
Þórleifur: Kennararnir hafa
rembst eins og rjúpan við staurinn
til að gera gott úr hlutunum en
skólinn hefur ekkert fylgst með
tækninni og það gengur ekki upp
eins og bransinn er í dag. I fyna
útskrifaðist aðeins einn bókbind-
ari. Það hefði nú þótt saga til
næsta bæjar fyrir áratug.
Ágústa: Bókbandið er orðið
svo mikil vélmennska og hefð-
bundið bókband þykir orðið gam-
aldags. Samt er handverkið alltaf
eftirsótt og í sífellt meiri metum,
svo kannski rætist úr í bókband-
inu þegar fram líða stundir.
Oli: Miðað við þá þróun er
bókbandið eina greinin í prent-
verkinu þar sem menn hafa virki-
lega möguleika á að skapa sér
aukatekjur.
Kristín: Bókbandið er aðallega
vinsælt hjá fólki sem er komið á
eftirlaun. Skemmtilegt á gamla
mátann en trúlega mjög einhæft í
vélvæðingunni.
Oli: Já, en gamla fólkið kemur
ekki til starfa inn í prentsmiðjurn-
ar og meðan það er svona lítil ný-
liðun í bókbandi og prentun fáum
við ekki fagfólk í greinina og
þurfum að keyra hana á ófag-
lærðu fólki. Því miður er sú þróun
hafin og nú er farið að skóla Pét-
ur og Pál í það að prenta.
Prentsmiðir hafa í seinni tíð
upplifað hálfgerða tilvistar-
kreppu. í auknum mœli
Agústa S. Þórðardóttir
hafa jteir haldið til starfa á
auglýsingastofur þar sem
undirbúningsvinna undir
prentun hefur farið halloka
inni íprentsmiðjunum eftir
að ntegináhersla þeirra varð
á stafrœna prentun og tölv-
ur urðu að almenningseign
með sjálfskipuðum „prent-
smiðum" í kaujjbœti. Nú
þykir eftirsóknarvert að
komast á auglýsingastofurn-
ar því þœr þykja borga betri
laun og bjóða upp á
skemmtilegra og líflegra
vinnuumhverfi. En Itafa
laun prentlærðra lækkað í
prentsmiðjunum og er orðið
minna að sýsla fyrir prent-
smiði í smiðjunum?
Pétur Marel: Nei, nei, það er
alls ekkert minna að gera. Það er
miklu frekar það að vélmennskan
afkastar orðið svo miklu að við-
vera starfsmannsins verður minni.
Kristín: Já, það tekur allt
miklu skemmri tíma í dag og þar
með heyrir öll eftirvinna sögunni
til.
OIi: Verði prentsmiðjumar fær-
ar um að borga niður allar þessar
nýju prentvélar og geti þannig
skapað aukna hagkvæmni ættu
fyrirtækin að hafa meiri tekjur til
að geta borgað hærri laun fyrir
dagvinnu. Að því leyti fyndist
mér þessi þróun jákvæð, en það
blikka rauð hættuljós víða vegna
þessara offjárfestinga.
Þórleifur: Þetta er alveg eins
og með skuttogarana, loðdýra-
ræktina og fiskeldið í íslenska
PRENTARINN ■ 11