Prentarinn - 01.03.2001, Side 9

Prentarinn - 01.03.2001, Side 9
sjúk og veikburða ungaböm eða mjög gamalt fólk sem hvort sem er væri um það bil að geispa gol- unni. Fyrirsögnin var því ekki beinlínis röng, en það verður að viðurkennast að hún var mjög villandi. En ég var hinn ánægð- asti með þessa frétt og Elías Snæ- land líka. Daginn eftir var fréttin yfir alla baksíðu Vísis og mér er óhætt að segja að Dagblaðið hafx verið gersamlega rústað í sam- keppninni þann daginn. Ekki var um annað meira talað í bænum og mikill ótti greip um sig við hinar hræðilegu drápsflugur sem samkvæmt fréttinni vom grasser- andi um höfuðborgina. Og mér er næst að halda að sá ótti sem margir bera enn í brjósti hér á landi vegna hinna sárameinlausu geitunga eigi sér rætur í þessari æsifrétt minni; mér tókst að planta því svo rækilega í vitund fólks að geitungar væm stór- hættulegir að því hefur síðan ver- ið trúað af ótrúlega mörgum. Anægðastur var ég nú samt með það þegar ég frétti síðar að Matthfas Johannessen ritstjóri Morgunblaðsins hefði ekki þorað að hafa opinn glugga á skrifstofu sinni allt þetta sumar af ótta við geitunga, og var hann þó uppi á sjöttu hæð í sjálfri Morgunblaðs- höllinni og ekki beinlínis líklegt að þar væru geitungar á ferli. Þannig hófst minn glæsilegi ferill sem æsifréttamaður. En honum lauk skömmu síðar. Elías Snæ- land var hinn ánægðasti með mig og ætlaði nú að láta mig halda áfram á sömu braut. Hann hafði rekist í amerísku blaði á frétt um einhvern sem hafði fengið hjartaslag í heitum potti og taldi nú upplagt að þessi ungi og efni- legi æsifréttamaður gerði dálítið mál úr því hvað sífellt sull Islend- inga í heitu pottunum í sundlaug- um væri stórkostlega varasamt. Og ég gerði mitt besta, ég má eiga það. Eg talaði við hjarta- lækna og ýmsa sérfræðinga og reyndi svo af öllum mætti að skrifa þau viðtöl þannig að þeir tækju undir spumingar mínar og jánkuðu því að sullið í heitu pott- unum væri hættulegt. Mér tókst að fá einhvern til að fallast á að ef dauðadrukkinn og uppdópaður hjartveikur kransæðasjúklingur væri mjög lengi í óvenjulega heit- um potti væri hugsanlegt að hann fengi hjartaslag og sló því að sjálfsögðu upp í fyrirsögn. En reyndi að fela staðreyndimar sem best aftarlega í frétdnni. En þetta var aldrei nógu sannfærandi. Morguninn eftir að þetta birdst í blaðinu sendi Elías Snæland mig ásamt ljósmyndara í Laugardals- laugina og þar áttum við að taka myndir af tómum heitu pottunum og skrifa síðan frétt sem átti að sýna hversu nxikil áhrif frétt Vísis daginn áður hafði haft. En heitu pottarnir voru fullir af sömu köll- unum og venjulega og þegar ég áræddi að ávarpa þá og spurði hvort þeir hefðu ekki lesið frétt Vísis um hvað heitu pottarnir væru hættulegir, þá hlógu þeir bara. Þeir sögðu mér að skila til bjánans sem hefði skrifað þessa fáránlegu frétt að hann ætti að snúa sér að einhverju öðm. Og ég lofaði því. Þarna lauk ferli mínum sem æsifréttamaður. Um það var þegjandi samkomulag milli okkar Elíasar Snælands. Skömmu síðar var ég settur í að þýða myndasög- ur og stjörnuspána. Sumarhús til sölu Þorrablfit Miðdalsffilagsins Miðdalsfélagið, félag eigenda sumarhúsa í landi FBM í Miðdal, stóð fyrir þorrablóti fyrir félags- menn sína í Miðdal í byrjun febr- úar sl. Góð þátttaka var að venju og glatt á hjalla. Félagið hefur það að leiðarljósi að efla sam- heldni félagsmanna og gerir það með því að taka virkan þátt í vinnudegi í Miðdal sem haldinn er árlega auk þess sem staðið er fyrir fjölskylduskemmtun með FBM um hverja Verslunarmanna- helgi og hefur verið gert um ára- bil. Sumarbústaðurí Miðdal í Efra hverfi, G götu nr. 6. 3 her- bergi og svefnloft, ný viðbygg- ing sem er herbergi og fremri stofa. Rafmagn, arinn, dúkkuhús, ísskápur og allt innbú. Mikið af gróðursettum tijáplöntunx á lóð- inni. Uppl. í síma 551 1526. PRENTARINN ■ 9 Til sölu sumarbústaður í Efra hverfi í Miðdal við F götu 6. Óskað er eftir dlboði. Upplýsingar gefur Sveinn Gúst- afsson í síma 552 2752 og GSM 893 4333. Til sölu sumarbústaður í Efra hvexfi í Miðdal við E götu 5. Upplýsingar gefur Gylfi Geir Guðjónsson í síma 551 4482 eða vinnusíma 569 1100. Verð kr. 1.300.000.

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.